Kór Ingu Sæland til að létta andann á Alþingi Sveinn Arnarsson skrifar 30. mars 2019 07:45 Ef þú vilt vera liðsmaður þá getur þú líka bara hreyft varirnar með, segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um þingkórinn. Fréttablaðið/Ernir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir mikilvægt að þingmenn og starfsmenn Alþingis brosi saman og geri eitthvað skemmtilegt og er því að stofna þingkór. Undirtektirnar gríðarlega góðar. Lagleysi er engin fyrirstaða. „Það er bara mikill áhugi fyrir þessu enda hafa núna rétt tæplega þrjátíu manns skráð sig í kórinn. Því er alveg ljóst að við munum hefja störf fljótlega. Ég byrjaði í fyrrakvöld að óska eftir skráningum og því fer þetta bara frábærlega af stað,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, en hún hefur ákveðið að setja á laggirnar þingkór skipaðan þingmönnum og starfsmönnum þingsins. Inga er alvön söng. Hún tók þátt í X-Factor hér á landi og var fyrsti Íslandsmeistarinn í karókísöng en þann titil vann hún árið 1991. Nú hefur hún hins vegar ákveðið að stofna kór utan um þingstörfin til að létta lundina meðal starfsmanna þingsins og þingmanna. „Fyrir mér eru allir jafnir á þinginu og ég kem eins fram við alla, hvort sem þeir eru þingmenn, ráðherrar eða almennir starfsmenn þingsins. Því er öllum velkomið að taka þátt í þingkórnum og munum við syngja saman til að fá meiri gleði í lífið,“ segir Inga. „Ég hugsa þetta aðallega þannig að við hittumst og brosum saman, því eins og þú veist getur bros dimmu í dagsljós breytt.“ Margrét Pálmadóttir verður kórstjóri þingkórsins að sögn Ingu og að hennar mati gæti kórinn sungið á hátíðarsamkomum, eins og á 17. júní eða eitthvað slíkt. „Ég held líka að þetta geti búið til jákvæðan anda í þinginu. Einnig held ég alveg örugglega að þetta yrði þá fyrsti svona þingkórinn í heiminum,“ segir Inga. Bæði kyn hafa sóst eftir því að komast í þingkórinn. Sumir þingmenn hafi þó sagt að þeir væru laglausir. Inga telur það ekki vera aðalatriðið þegar kemur að þingkórnum. „Það skiptir mestu máli að vera með og ef þú vilt vera liðsmaður þá getur þú líka bara hreyft varirnar með. Fyrir mér er mikilvægast bara að hittast og hafa gaman saman.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Flokkur fólksins Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir mikilvægt að þingmenn og starfsmenn Alþingis brosi saman og geri eitthvað skemmtilegt og er því að stofna þingkór. Undirtektirnar gríðarlega góðar. Lagleysi er engin fyrirstaða. „Það er bara mikill áhugi fyrir þessu enda hafa núna rétt tæplega þrjátíu manns skráð sig í kórinn. Því er alveg ljóst að við munum hefja störf fljótlega. Ég byrjaði í fyrrakvöld að óska eftir skráningum og því fer þetta bara frábærlega af stað,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, en hún hefur ákveðið að setja á laggirnar þingkór skipaðan þingmönnum og starfsmönnum þingsins. Inga er alvön söng. Hún tók þátt í X-Factor hér á landi og var fyrsti Íslandsmeistarinn í karókísöng en þann titil vann hún árið 1991. Nú hefur hún hins vegar ákveðið að stofna kór utan um þingstörfin til að létta lundina meðal starfsmanna þingsins og þingmanna. „Fyrir mér eru allir jafnir á þinginu og ég kem eins fram við alla, hvort sem þeir eru þingmenn, ráðherrar eða almennir starfsmenn þingsins. Því er öllum velkomið að taka þátt í þingkórnum og munum við syngja saman til að fá meiri gleði í lífið,“ segir Inga. „Ég hugsa þetta aðallega þannig að við hittumst og brosum saman, því eins og þú veist getur bros dimmu í dagsljós breytt.“ Margrét Pálmadóttir verður kórstjóri þingkórsins að sögn Ingu og að hennar mati gæti kórinn sungið á hátíðarsamkomum, eins og á 17. júní eða eitthvað slíkt. „Ég held líka að þetta geti búið til jákvæðan anda í þinginu. Einnig held ég alveg örugglega að þetta yrði þá fyrsti svona þingkórinn í heiminum,“ segir Inga. Bæði kyn hafa sóst eftir því að komast í þingkórinn. Sumir þingmenn hafi þó sagt að þeir væru laglausir. Inga telur það ekki vera aðalatriðið þegar kemur að þingkórnum. „Það skiptir mestu máli að vera með og ef þú vilt vera liðsmaður þá getur þú líka bara hreyft varirnar með. Fyrir mér er mikilvægast bara að hittast og hafa gaman saman.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Flokkur fólksins Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira