Víða orðið hagstæðara að leigja þriggja herbergja íbúð heldur en að kaupa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. apríl 2019 07:45 Hlutfallslega færri nýbyggingar voru seldar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðastliðnum samanborið við janúar. vísir/vilhelm Víða um land er orðið hagstæðara að leigja þriggja herbergja íbúð heldur en að kaupa þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs um fasteignamarkaðinn. Þá voru hlutfallslega færri nýbyggingar seldar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðastliðnum samanborið við janúar. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að 11 prósent viðskipta á höfuðborgarsvæðinu í febrúar hafi verið vegna kaupa á nýbyggingum samanborið við 16 prósent viðskipta mánuðinn á undan. Þar sem nýbyggingar eru alla jafna dýrari en eldri íbúðir gæti hlutfallslega minni sala þeirra í febrúar skýrt lækkun á vísitölu íbúðaverðs á milli mánaða. Sé hins vegar litið til svæða utan höfuðborgarsvæðisins sést að sala nýbygginga eykst, eða eins og segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs: „Það sem af er ári hafa 120 nýbyggingar verið seldar á höfuðborgarsvæðinu en til samanburðar seldust 276 nýjar íbúðir á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2018. Á ákveðnum svæðum utan höfuðborgarsvæðisins er þróunin önnur. Í febrúar voru 24% íbúðaviðskipta utan höfuðborgarsvæðisins vegna nýbygginga og það sem af er ári hafa 119 nýbyggingar selst þar, í samanburði við 83 fyrir ári síðan. Hlutfallsleg aukning varð mest í Reykjanesbæ og Hveragerði.“ Þá er víða orðið hagstæðara að leigja þriggja herbergja íbúð heldur en að kaupa þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð: „Einfaldur samanburður á þróun kaup- og leiguverðs þriggja herbergja íbúða víðsvegar um land sýnir að almennt séð hefur orðið ívið hagstæðara að leigja en kaupa síðustu ár þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð. Á síðasta ári gaf samspil kaup- og leiguverðs til kynna að það tæki 16 ár fyrir leigugreiðslur að greiða upp kaupverð þriggja herbergja íbúðar á Akranesi og Kópavogi. Styttri tíma tæki það í Reykjanesbæ og austurhluta Reykjavíkur eða um 13 ár.“ Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga gefa síðan góða mynd af ólíkri stöðu húsnæðismála: „Flest sveitarfélög landsins eru annað hvort búin að birta eða komin vel á veg með gerð húsnæðisáætlunar. Áætlanirnar gefa greinargóða mynd af stöðu húsnæðismála í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Af þeim má m.a. sjá að á höfuðborgarsvæðinu og í stærstu sveitarfélögum landsins er þörf fyrir hentugt húsnæði fyrir tekju- og eignalága og þörf á smærri íbúðum fyrir eldra fólk sem vill minnka við sig. Í öðrum sveitarfélögum eru áskoranirnar af ýmsum toga og felast meðal annars í misvægi milli byggingarkostnaðar á nýju íbúðarhúsnæði og markaðsverði þess.“Skýrslu Íbúðalánasjóðs má nálgast í heild sinni hér. Húsnæðismál Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Víða um land er orðið hagstæðara að leigja þriggja herbergja íbúð heldur en að kaupa þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs um fasteignamarkaðinn. Þá voru hlutfallslega færri nýbyggingar seldar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðastliðnum samanborið við janúar. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að 11 prósent viðskipta á höfuðborgarsvæðinu í febrúar hafi verið vegna kaupa á nýbyggingum samanborið við 16 prósent viðskipta mánuðinn á undan. Þar sem nýbyggingar eru alla jafna dýrari en eldri íbúðir gæti hlutfallslega minni sala þeirra í febrúar skýrt lækkun á vísitölu íbúðaverðs á milli mánaða. Sé hins vegar litið til svæða utan höfuðborgarsvæðisins sést að sala nýbygginga eykst, eða eins og segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs: „Það sem af er ári hafa 120 nýbyggingar verið seldar á höfuðborgarsvæðinu en til samanburðar seldust 276 nýjar íbúðir á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2018. Á ákveðnum svæðum utan höfuðborgarsvæðisins er þróunin önnur. Í febrúar voru 24% íbúðaviðskipta utan höfuðborgarsvæðisins vegna nýbygginga og það sem af er ári hafa 119 nýbyggingar selst þar, í samanburði við 83 fyrir ári síðan. Hlutfallsleg aukning varð mest í Reykjanesbæ og Hveragerði.“ Þá er víða orðið hagstæðara að leigja þriggja herbergja íbúð heldur en að kaupa þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð: „Einfaldur samanburður á þróun kaup- og leiguverðs þriggja herbergja íbúða víðsvegar um land sýnir að almennt séð hefur orðið ívið hagstæðara að leigja en kaupa síðustu ár þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð. Á síðasta ári gaf samspil kaup- og leiguverðs til kynna að það tæki 16 ár fyrir leigugreiðslur að greiða upp kaupverð þriggja herbergja íbúðar á Akranesi og Kópavogi. Styttri tíma tæki það í Reykjanesbæ og austurhluta Reykjavíkur eða um 13 ár.“ Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga gefa síðan góða mynd af ólíkri stöðu húsnæðismála: „Flest sveitarfélög landsins eru annað hvort búin að birta eða komin vel á veg með gerð húsnæðisáætlunar. Áætlanirnar gefa greinargóða mynd af stöðu húsnæðismála í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Af þeim má m.a. sjá að á höfuðborgarsvæðinu og í stærstu sveitarfélögum landsins er þörf fyrir hentugt húsnæði fyrir tekju- og eignalága og þörf á smærri íbúðum fyrir eldra fólk sem vill minnka við sig. Í öðrum sveitarfélögum eru áskoranirnar af ýmsum toga og felast meðal annars í misvægi milli byggingarkostnaðar á nýju íbúðarhúsnæði og markaðsverði þess.“Skýrslu Íbúðalánasjóðs má nálgast í heild sinni hér.
Húsnæðismál Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira