Leonardo Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. apríl 2019 07:00 Fimm hundruð ár eru liðin frá dauða Leonardos da Vinci. Hann lést í Amboise í Mið-Frakklandi þann 2. maí árið 1519, þá 67 ára gamall. Dauða þessa mikla meistara endurreisnarinnar er eðlilega minnst víða um heim um þessar mundir, enda er arfleifð hans einstök og sannarlega án fordæma í gjörvallri mannkynssögunni. Ógerningur er að tíunda afrek Leonardos, svo sómi sé að að minnsta kosti, í stuttum texta sem þessum og að líkindum er það óþarfi, enda þekkjum við flest helstu verk hans og afrek; ótrúlega tæknilega getu hans og óþreytandi sköpunargleði. En ef það er eitthvað eitt sem ber að undirstrika um ævi Leonardos þá er það einstök, og jafnframt nokkuð framandi, sýn hans á lífið. Öfugt við það sem þekkjum í dag, á tímum sérhæfni og aðgreiningar, þá virðist Leonardo hafa leitað að samræmi, eða samheldni, þeirra þátta sem við fyrstu sýn virðast óskyldir. Þannig kaus Leonardo að einblína á það hvernig vísindi og list bæta hvort annað og mynda þannig eina heild innan hinnar mannlegu reynslu. Þetta merkilega lífsviðhorf er að finna víða í verkum hans og á hinum ýmsu sviðum sem hann lagði fyrir sig, eins og fósturfræði, arkitektúr, verkfræði, læknisfræði og auðvitað í fögrum listum endurreisnartímabilsins. Frægasta dæmið um þessa nálgun er vafalaust vitrúvíski maðurinn þar sem Leonardo freistaði þess að sýna hlutföll mannslíkans í samhengi við grunnform byggingarlistarinnar. „Vitrúvíski maður Leonardos er holdgervingur þess augnabliks þegar list og vísindi sameinast og veita með því manneskjunni tækifæri til að leita svara við tímalausum spurningum um það hver við erum og hvert hlutskipti okkar er í stórbrotinni skipan alheimsins,“ ritaði Walter Isaacson í ævisögu Leonardos. Nú sem aldrei fyrr, á tímum stafrænnar byltingar og sameiningar ólíkra fræðasviða, er þörf fyrir þá sem horfa á lífið með augum Leonardos. Fyrir þá sem kjósa að horfa á tækifæri sem leynast handan tilbúinna veggja fræðasviða og kenningakerfa. Þar með er ekki sagt að hver og einn þurfi að gerast fjölfræðingur, eða vera haldinn nær sjúklegri forvitni eins og Leonardo blessaður var. Í raun var hann sjálfur mikill talsmaður letingja og trassara. Stóra áskorunin í visku Leonardos er að sjá heiminn ekki sem summu ólíkra og aðskilinna þátta, heldur sem eina heild. Svo gripið sé aftur niður í orð Walters Isaacson um vitrúvíska manninn: „Myndin táknar þá hugsjón mannhyggjunnar sem hampar reisn, gildi og röklegri getu mannskepnunnar sem einstaklings. Inni í ferningnum og hringnum sjáum við innsta kjarna Leonardos, og okkar, þar sem hann stendur nakinn á krossgötum hins jarðneska og hins kosmíska.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Fimm hundruð ár eru liðin frá dauða Leonardos da Vinci. Hann lést í Amboise í Mið-Frakklandi þann 2. maí árið 1519, þá 67 ára gamall. Dauða þessa mikla meistara endurreisnarinnar er eðlilega minnst víða um heim um þessar mundir, enda er arfleifð hans einstök og sannarlega án fordæma í gjörvallri mannkynssögunni. Ógerningur er að tíunda afrek Leonardos, svo sómi sé að að minnsta kosti, í stuttum texta sem þessum og að líkindum er það óþarfi, enda þekkjum við flest helstu verk hans og afrek; ótrúlega tæknilega getu hans og óþreytandi sköpunargleði. En ef það er eitthvað eitt sem ber að undirstrika um ævi Leonardos þá er það einstök, og jafnframt nokkuð framandi, sýn hans á lífið. Öfugt við það sem þekkjum í dag, á tímum sérhæfni og aðgreiningar, þá virðist Leonardo hafa leitað að samræmi, eða samheldni, þeirra þátta sem við fyrstu sýn virðast óskyldir. Þannig kaus Leonardo að einblína á það hvernig vísindi og list bæta hvort annað og mynda þannig eina heild innan hinnar mannlegu reynslu. Þetta merkilega lífsviðhorf er að finna víða í verkum hans og á hinum ýmsu sviðum sem hann lagði fyrir sig, eins og fósturfræði, arkitektúr, verkfræði, læknisfræði og auðvitað í fögrum listum endurreisnartímabilsins. Frægasta dæmið um þessa nálgun er vafalaust vitrúvíski maðurinn þar sem Leonardo freistaði þess að sýna hlutföll mannslíkans í samhengi við grunnform byggingarlistarinnar. „Vitrúvíski maður Leonardos er holdgervingur þess augnabliks þegar list og vísindi sameinast og veita með því manneskjunni tækifæri til að leita svara við tímalausum spurningum um það hver við erum og hvert hlutskipti okkar er í stórbrotinni skipan alheimsins,“ ritaði Walter Isaacson í ævisögu Leonardos. Nú sem aldrei fyrr, á tímum stafrænnar byltingar og sameiningar ólíkra fræðasviða, er þörf fyrir þá sem horfa á lífið með augum Leonardos. Fyrir þá sem kjósa að horfa á tækifæri sem leynast handan tilbúinna veggja fræðasviða og kenningakerfa. Þar með er ekki sagt að hver og einn þurfi að gerast fjölfræðingur, eða vera haldinn nær sjúklegri forvitni eins og Leonardo blessaður var. Í raun var hann sjálfur mikill talsmaður letingja og trassara. Stóra áskorunin í visku Leonardos er að sjá heiminn ekki sem summu ólíkra og aðskilinna þátta, heldur sem eina heild. Svo gripið sé aftur niður í orð Walters Isaacson um vitrúvíska manninn: „Myndin táknar þá hugsjón mannhyggjunnar sem hampar reisn, gildi og röklegri getu mannskepnunnar sem einstaklings. Inni í ferningnum og hringnum sjáum við innsta kjarna Leonardos, og okkar, þar sem hann stendur nakinn á krossgötum hins jarðneska og hins kosmíska.“
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun