TF-SIF líklega síðasta mannaða flugvél Landhelgisgæslunnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. apríl 2019 23:37 Hermes 900 dróni í eftirlitsflugi Landhelgisgæslan mun gera út stóran dróna frá Egilsstaðaflugvelli frá næstu mánaðarmótum. Um samstarfsverkefni Landhelginsgæslunnar, EMSA og Siglingastofnunnar Evrópu er að ræða og verður loftfarið hér á landi í þrjá mánuði. Þó dróninn sé mannlaus á flugi fylgir honum fjölmenn áhöfn og munu flugmenn fljúga honum frá jörðu niðri og er stjórnað í gegnum gervitungl. Á þessu þriggja mánaða tímabili verður dróninn prófaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.Vel búinn tækjum til eftirlits Dróninn er af gerðinni Hermes 900, vegur rúmt tonn og er með fimmtán metra vænghaf og þarf flugbraut til þess að taka á loft. Hann kemst á um hundrað og tuttugu kílómetra hraða, hefur afísingarbúnað en auk þess er hann búinn myndavélum, hitamyndavél, radar auk sérstaks búnaðar sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Loftfarið er með átta hundruð kílómetra drægni og getur því auðveldlega flogið að lögsögumörkum Íslands fyrir austan landið samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Meginhluti samstarfsverkefnisins er fjármagnaður af EMSA sem einnig er þjónustuaðili loftfarsins og er þetta í fyrsta sinn sem stofnunin útvegar dróna af þessari stærð til notkunar. Gert er ráð fyrir því að verkefninu ljúki í lok júlí í sumar en Landhelgisgæslan bindur miklar væntingar við að sjá hvernig tæki sem þetta nýtist við löggæslu, leit og björgun á hafinu umhverfis Ísland.Georg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.TF-Sif líklega síðasta mannaða flugvél gæslunnar Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði, í þættinum Reykjavík síðdegis á föstudag, að áhöfnin sem fylgi drónanum komi að stjórnun hans, úrvinnslu gagna og svo framvegis. Þeirra hlutverk er einnig að kenna starfsmönnum Landhelgisgæslunnar á loftafarið og undirstöðuatriðin. Gerorg segir að líklega sé flugvélin sem Landhelgisgæslan á og rekur núna síðasta mannaða flugvél gæslunnar og í framtíðinni munu ómönnuð loftför taka við. Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Landhelgisgæslan mun gera út stóran dróna frá Egilsstaðaflugvelli frá næstu mánaðarmótum. Um samstarfsverkefni Landhelginsgæslunnar, EMSA og Siglingastofnunnar Evrópu er að ræða og verður loftfarið hér á landi í þrjá mánuði. Þó dróninn sé mannlaus á flugi fylgir honum fjölmenn áhöfn og munu flugmenn fljúga honum frá jörðu niðri og er stjórnað í gegnum gervitungl. Á þessu þriggja mánaða tímabili verður dróninn prófaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.Vel búinn tækjum til eftirlits Dróninn er af gerðinni Hermes 900, vegur rúmt tonn og er með fimmtán metra vænghaf og þarf flugbraut til þess að taka á loft. Hann kemst á um hundrað og tuttugu kílómetra hraða, hefur afísingarbúnað en auk þess er hann búinn myndavélum, hitamyndavél, radar auk sérstaks búnaðar sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Loftfarið er með átta hundruð kílómetra drægni og getur því auðveldlega flogið að lögsögumörkum Íslands fyrir austan landið samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Meginhluti samstarfsverkefnisins er fjármagnaður af EMSA sem einnig er þjónustuaðili loftfarsins og er þetta í fyrsta sinn sem stofnunin útvegar dróna af þessari stærð til notkunar. Gert er ráð fyrir því að verkefninu ljúki í lok júlí í sumar en Landhelgisgæslan bindur miklar væntingar við að sjá hvernig tæki sem þetta nýtist við löggæslu, leit og björgun á hafinu umhverfis Ísland.Georg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.TF-Sif líklega síðasta mannaða flugvél gæslunnar Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði, í þættinum Reykjavík síðdegis á föstudag, að áhöfnin sem fylgi drónanum komi að stjórnun hans, úrvinnslu gagna og svo framvegis. Þeirra hlutverk er einnig að kenna starfsmönnum Landhelgisgæslunnar á loftafarið og undirstöðuatriðin. Gerorg segir að líklega sé flugvélin sem Landhelgisgæslan á og rekur núna síðasta mannaða flugvél gæslunnar og í framtíðinni munu ómönnuð loftför taka við.
Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira