Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2019 09:00 Ekkert liggur fyrir um hvenær Boeing 737 vélarnar verða teknar aftur í notkun. Vísir/Vilhelm Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að um 160 flugmenn hjá Icelandair séu þjálfaðir til að fljúga Boeing MAX vélum. Alls starfa 600 flugmenn hjá Icelandair.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Þar sem flugmenn okkar fljúga einungis einni vélartegund á hverjum tíma, þá eru þessir flugmenn ekki að fljúga sem stendur. Einhverjir þeirra eru þó í öðrum verkefnum hjá okkur og þeir sem hafa flogið Boeing 757 og 767 vélum hafa verið í þjálfun að undanförnu til að fljúga þeim vélum.“ Aðspurð um skýrari skiptingu flugmanna, hve margir séu á launum án þess að sinna nokkrum verkefnum þessa dagana, sagðist Ásdís ekki geta veitt nákvæmari upplýsingar. Samkvæmt heimildum Vísis er það þó svo að stærstur hluti flugmannanna er aðgerðarlaus, í óvæntu launuðu leyfi. Flugfélagið hefur reynt að bregðast við stöðunni. Meðal annars með því að láta sem umrædda flugmenn taka vetrarfríið sitt og svo snemmsumarfrí í maí.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/ArnarUm nokkuð flókna stöðu er að ræða hjá Icelandair. 757 og 767 flugvélarnar eru vel mannaðar svo ekki er mikill skortur á flugmönnum í þann hóp. Þá þurfa flugmenn á Boeing MAX vélarnar að vera klárir þegar flugvélarnar verða settar aftur í umferð. Icelandair pantaði á sínum tíma alls sextán flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX. Þær fyrstu voru teknar í notkun árið 2018 og voru fyrrnefndar þrjár komnar í notkun við kyrrsetninguna í mars. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hafði á orði nýtingu á vinnu flugmanna og flugþjóna í viðtali við Financial Times á dögunum. „Við erum að greiða flugmönnum okkar og flugþjónum góð laun en það er tækifæri til þess að fá meira ... út úr starfsfólkinu,“ sagði Bogi í viðtalinu sem lesa má hér. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að um 160 flugmenn hjá Icelandair séu þjálfaðir til að fljúga Boeing MAX vélum. Alls starfa 600 flugmenn hjá Icelandair.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Þar sem flugmenn okkar fljúga einungis einni vélartegund á hverjum tíma, þá eru þessir flugmenn ekki að fljúga sem stendur. Einhverjir þeirra eru þó í öðrum verkefnum hjá okkur og þeir sem hafa flogið Boeing 757 og 767 vélum hafa verið í þjálfun að undanförnu til að fljúga þeim vélum.“ Aðspurð um skýrari skiptingu flugmanna, hve margir séu á launum án þess að sinna nokkrum verkefnum þessa dagana, sagðist Ásdís ekki geta veitt nákvæmari upplýsingar. Samkvæmt heimildum Vísis er það þó svo að stærstur hluti flugmannanna er aðgerðarlaus, í óvæntu launuðu leyfi. Flugfélagið hefur reynt að bregðast við stöðunni. Meðal annars með því að láta sem umrædda flugmenn taka vetrarfríið sitt og svo snemmsumarfrí í maí.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/ArnarUm nokkuð flókna stöðu er að ræða hjá Icelandair. 757 og 767 flugvélarnar eru vel mannaðar svo ekki er mikill skortur á flugmönnum í þann hóp. Þá þurfa flugmenn á Boeing MAX vélarnar að vera klárir þegar flugvélarnar verða settar aftur í umferð. Icelandair pantaði á sínum tíma alls sextán flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX. Þær fyrstu voru teknar í notkun árið 2018 og voru fyrrnefndar þrjár komnar í notkun við kyrrsetninguna í mars. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hafði á orði nýtingu á vinnu flugmanna og flugþjóna í viðtali við Financial Times á dögunum. „Við erum að greiða flugmönnum okkar og flugþjónum góð laun en það er tækifæri til þess að fá meira ... út úr starfsfólkinu,“ sagði Bogi í viðtalinu sem lesa má hér.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira