Samúel Kári Friðjónsson lék allan leikinn fyrir Viking sem vann Tromsö, 0-2, í 2. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag. Nýliðar Viking eru með sex stig á toppi deildarinnar og markatöluna 4-0.
Axel Óskar Andrésson er frá vegna meiðsla hjá Viking og leikur væntanlega ekki meira með liðinu á þessu tímabili.
Matthías Vilhjálmsson og félagar í Vålerenga töpuðu 2-0 fyrir Kristiansund. Matthías lék allan leikinn í framlínu Viking. Hann skoraði tvö mörk í fyrsta leik liðsins á tímabilinu.
Arnór Smárason var ekki í leikmannahópi Lilleström sem bar sigurorð af Ranheim, 2-1, á heimavelli.
Þá var Viðar Örn Kjartansson í byrjunarliði Hammarby og lék allan leikinn þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni. Hammarby hefur gert jafntefli í báðum deildarleikjum sínum á tímabilinu.

