Opin fyrir endurskoðun LÍN til að liðka fyrir viðræðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2019 19:00 Forsætisráðherra telur útspil stjórnvalda í síðustu viku til þess fallið að liðka fyrir þeim kjaraviðræðum sem framundan eru. Hún segir stjórnvöld þó reiðubúin til að skoða sértækar aðgerðir til að auðvelda þá vinnu, eins og hugmyndir BHM um létta á námslánabyrði námsmanna. Þrátt fyrir að útspil stjórnvalda hafi gert gæfumuninn fyrir undirritun lífskjarasamningsins í liðinni viku er björninn svo sannarlega ekki unninn fyrir hið opinbera. Ríkið er eftir sem áður stór vinnuveitandi og hefur ekki gert samning við sitt fólk um kaup og kjör. Og nú þegar eru komnar fram vísbendingar um að opinberir starfsmenn muni ekki fallast á lífskjarasamninginn óbreyttan. Til að mynda frá Bandalagi háskólamanna, sem segist ekki getað hugsað sér krónutöluhækkanir. Forsætisráðherra hefur þó fulla trú á því að lífskjarasamningurinn geti orðið góður vegvísir fyrir þær kjaraviðræður sem framundan eru. „Það er þó ekki svo að það að einhverjir aðilar geri kjarasamning taki það samningsréttinn af öðrum. Auðvitað er samningagerðin við opinbera markaðinn bara eftir. Hins vegar held ég að nálgunin sem við kynntum í þessum samningum geti verði mjög áhugaverð, bæði fyrir íslenskt samfélag og efnahagslíf,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Innihald lífskjarasamningsins sé þannig ekki bundið við launþega. „Þær aðgerðir sem við kynntum í síðustu viku munu gagnast öllum; bæði á almenna og opinbera markaðnum, sem og öðrum hópum, eldri borgurum og örorkulífeyrisþegum. Fyrst og fremst eru þetta aðgerðir sem snúa að því að auka hér velferð og jöfnuð og skipta þannig allt samfélagið máli.“Framtíð LÍN megi skoða Þrátt fyrir það segir Katrín þó ekki loku fyrir það skotið að stjórnvöld taki virkan þátt í umræðum um sértækari aðgerðir fyrir einstaka hópa. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, kallaði til að mynda eftir því á Sprengisandi á Bylgjunni í dag að stjórnvöld myndu grípa til aðgerða til að létta námslánagreiðslur, sem lið í komandi kjaraviðræðum. Katrín segir að sú hugmynd sé ekki svo fjarstæðukennd. „BHM hefur lagt ákveðnar hugmyndir á borðið um önnur atriði sem þau telja að geti skipt máli fyrir lífskjör síns fólks, þ.e. háskólamenntaðra. Þau hafa sérstaklega vísað til Lánasjóðs íslenskra námsmanna í því samhengi og við erum að sjálfsögðu reiðubúin til að fara í þá skoðun með þeim,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lífskjarasamningurinn á að tryggja láglaunafólki betri kjör Launahækkanir í þeim samningi sem kynntur var í gær eru allar í formi krónutöluhækkanna bæði á taxta og föst mánaðarlaun. Í því á að felast breið sátt á vinnumarkaði um að launafólk með lágar tekjur hækki hlutfallslega meira en þeir sem hærri laun hafa. 4. apríl 2019 19:12 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Forsætisráðherra telur útspil stjórnvalda í síðustu viku til þess fallið að liðka fyrir þeim kjaraviðræðum sem framundan eru. Hún segir stjórnvöld þó reiðubúin til að skoða sértækar aðgerðir til að auðvelda þá vinnu, eins og hugmyndir BHM um létta á námslánabyrði námsmanna. Þrátt fyrir að útspil stjórnvalda hafi gert gæfumuninn fyrir undirritun lífskjarasamningsins í liðinni viku er björninn svo sannarlega ekki unninn fyrir hið opinbera. Ríkið er eftir sem áður stór vinnuveitandi og hefur ekki gert samning við sitt fólk um kaup og kjör. Og nú þegar eru komnar fram vísbendingar um að opinberir starfsmenn muni ekki fallast á lífskjarasamninginn óbreyttan. Til að mynda frá Bandalagi háskólamanna, sem segist ekki getað hugsað sér krónutöluhækkanir. Forsætisráðherra hefur þó fulla trú á því að lífskjarasamningurinn geti orðið góður vegvísir fyrir þær kjaraviðræður sem framundan eru. „Það er þó ekki svo að það að einhverjir aðilar geri kjarasamning taki það samningsréttinn af öðrum. Auðvitað er samningagerðin við opinbera markaðinn bara eftir. Hins vegar held ég að nálgunin sem við kynntum í þessum samningum geti verði mjög áhugaverð, bæði fyrir íslenskt samfélag og efnahagslíf,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Innihald lífskjarasamningsins sé þannig ekki bundið við launþega. „Þær aðgerðir sem við kynntum í síðustu viku munu gagnast öllum; bæði á almenna og opinbera markaðnum, sem og öðrum hópum, eldri borgurum og örorkulífeyrisþegum. Fyrst og fremst eru þetta aðgerðir sem snúa að því að auka hér velferð og jöfnuð og skipta þannig allt samfélagið máli.“Framtíð LÍN megi skoða Þrátt fyrir það segir Katrín þó ekki loku fyrir það skotið að stjórnvöld taki virkan þátt í umræðum um sértækari aðgerðir fyrir einstaka hópa. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, kallaði til að mynda eftir því á Sprengisandi á Bylgjunni í dag að stjórnvöld myndu grípa til aðgerða til að létta námslánagreiðslur, sem lið í komandi kjaraviðræðum. Katrín segir að sú hugmynd sé ekki svo fjarstæðukennd. „BHM hefur lagt ákveðnar hugmyndir á borðið um önnur atriði sem þau telja að geti skipt máli fyrir lífskjör síns fólks, þ.e. háskólamenntaðra. Þau hafa sérstaklega vísað til Lánasjóðs íslenskra námsmanna í því samhengi og við erum að sjálfsögðu reiðubúin til að fara í þá skoðun með þeim,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lífskjarasamningurinn á að tryggja láglaunafólki betri kjör Launahækkanir í þeim samningi sem kynntur var í gær eru allar í formi krónutöluhækkanna bæði á taxta og föst mánaðarlaun. Í því á að felast breið sátt á vinnumarkaði um að launafólk með lágar tekjur hækki hlutfallslega meira en þeir sem hærri laun hafa. 4. apríl 2019 19:12 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Lífskjarasamningurinn á að tryggja láglaunafólki betri kjör Launahækkanir í þeim samningi sem kynntur var í gær eru allar í formi krónutöluhækkanna bæði á taxta og föst mánaðarlaun. Í því á að felast breið sátt á vinnumarkaði um að launafólk með lágar tekjur hækki hlutfallslega meira en þeir sem hærri laun hafa. 4. apríl 2019 19:12
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54
Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19