Framkvæmdastjóri ESA segir boðskapinn ekki fela í sér andúð á innflytjendum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. apríl 2019 19:30 Öryggis- og herskóli boðaði til kynningarfundar hér á landi um námskeið í vopnaburði í dag. Ekkert varð þó af fundinum þar sem staðarhaldarar neituðu að hýsa fundinn. Framkvæmdastjóri skólans vísar því alfarið á bug að í boðskapnum felist andúð á innflytjendum. Til stóð að halda kynningarfund um námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum í dag. En það er öryggis- og herskólinn European Security Academy sem stendur fyrir námskeiðinu. Kynningarfundurinn átti að fara fram á Grand Hotel í dag. Ekkert varð af fundinum þar sem Grand Hotel ákvað að þar skyldi hann ekki fara fram. Þetta staðfesti hótelstjóri Grand Hotels við fréttastofu í morgun en hún vildi ekki fara nánar út í ástæður ákvörðunarinnar. Þegar í ljós kom kynningarfundinum hefði verið úthýst af hótelinu höfðu forsvarsmenn ESA samband við veitingastaðinn Sólon í Bankastræti, en staðurinn varð ekki við ósk þeirra. Hefur því fundinum verið frestað þar til rými finnst.Til stóð að námskeiðið færi fram á Grand Hótel í dag.vísir/egillSamtök hernaðarandstæðinga sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir fordæma fundinn. Formaður samtakanna segir þátttakendur námskeiðisins hafa lýst því yfir að þeir séu að verja sig gegn útlendingum og flóttamönnum. „Okkur finnst almennt séð vafasamt að einkaaðilar standi fyrir því senda Íslendinga í einhverja vopnaþjálfun í herskóla í Austur Evrópu í svona herlausu og friðsömu landi,“ sagði Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Bartosz Bryl Framkvæmdastjóri ESA er hissa á gagnrýni sem skólinn hefur fengið hérlendis. Hann segir slíka gagnrýni ekki á lofti í öðrum löndum. „Sem framkvæmdastjóri félagsins er ég sármóðgaður eftir lestur blaðagreinar sem birtist um málið,“ sagði Bartosz Bryl, framkvæmdastjóri ESA. Í umfjöllun Stundarinnar um málið kom fram að einhverjir vilji nýta sér fundinn til að verjast straumi innflytjenda sem hingað koma. Bart segir það alls ekki tilgang skólans. „Nei, það er alls ekki rétt. ESA hefur ekkert með slíkt að gera,“ sagði Bartosz. Bartosz Bryl er framkvæmdastjóri ESAAðsend mynd frá Bartosz BrylJónas Hafsteinsson hjá leyfadeild lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu segir umræddan fund ámælisverðan og í einhverjum tilfellum ólögmætan, ef um er að ræða hatursorðræðu og meðferð skotvopna. Verði fundurinn haldinn á næstu dögum kemur til greina að lögregla stöðvi fundinn. Innflytjendamál Reykjavík Tengdar fréttir Segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks Halldór Fannar Kristjánsson segir misskilnings gæta um eðli kynningarfundar á námi European Security Academy, sem fara átti fram á Grand Hótel í dag. 6. apríl 2019 14:19 Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
Öryggis- og herskóli boðaði til kynningarfundar hér á landi um námskeið í vopnaburði í dag. Ekkert varð þó af fundinum þar sem staðarhaldarar neituðu að hýsa fundinn. Framkvæmdastjóri skólans vísar því alfarið á bug að í boðskapnum felist andúð á innflytjendum. Til stóð að halda kynningarfund um námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum í dag. En það er öryggis- og herskólinn European Security Academy sem stendur fyrir námskeiðinu. Kynningarfundurinn átti að fara fram á Grand Hotel í dag. Ekkert varð af fundinum þar sem Grand Hotel ákvað að þar skyldi hann ekki fara fram. Þetta staðfesti hótelstjóri Grand Hotels við fréttastofu í morgun en hún vildi ekki fara nánar út í ástæður ákvörðunarinnar. Þegar í ljós kom kynningarfundinum hefði verið úthýst af hótelinu höfðu forsvarsmenn ESA samband við veitingastaðinn Sólon í Bankastræti, en staðurinn varð ekki við ósk þeirra. Hefur því fundinum verið frestað þar til rými finnst.Til stóð að námskeiðið færi fram á Grand Hótel í dag.vísir/egillSamtök hernaðarandstæðinga sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir fordæma fundinn. Formaður samtakanna segir þátttakendur námskeiðisins hafa lýst því yfir að þeir séu að verja sig gegn útlendingum og flóttamönnum. „Okkur finnst almennt séð vafasamt að einkaaðilar standi fyrir því senda Íslendinga í einhverja vopnaþjálfun í herskóla í Austur Evrópu í svona herlausu og friðsömu landi,“ sagði Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Bartosz Bryl Framkvæmdastjóri ESA er hissa á gagnrýni sem skólinn hefur fengið hérlendis. Hann segir slíka gagnrýni ekki á lofti í öðrum löndum. „Sem framkvæmdastjóri félagsins er ég sármóðgaður eftir lestur blaðagreinar sem birtist um málið,“ sagði Bartosz Bryl, framkvæmdastjóri ESA. Í umfjöllun Stundarinnar um málið kom fram að einhverjir vilji nýta sér fundinn til að verjast straumi innflytjenda sem hingað koma. Bart segir það alls ekki tilgang skólans. „Nei, það er alls ekki rétt. ESA hefur ekkert með slíkt að gera,“ sagði Bartosz. Bartosz Bryl er framkvæmdastjóri ESAAðsend mynd frá Bartosz BrylJónas Hafsteinsson hjá leyfadeild lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu segir umræddan fund ámælisverðan og í einhverjum tilfellum ólögmætan, ef um er að ræða hatursorðræðu og meðferð skotvopna. Verði fundurinn haldinn á næstu dögum kemur til greina að lögregla stöðvi fundinn.
Innflytjendamál Reykjavík Tengdar fréttir Segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks Halldór Fannar Kristjánsson segir misskilnings gæta um eðli kynningarfundar á námi European Security Academy, sem fara átti fram á Grand Hótel í dag. 6. apríl 2019 14:19 Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
Segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks Halldór Fannar Kristjánsson segir misskilnings gæta um eðli kynningarfundar á námi European Security Academy, sem fara átti fram á Grand Hótel í dag. 6. apríl 2019 14:19
Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54