Nokkrir vilja kaupa flugreksturinn úr þrotabúi WOW AIR Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. apríl 2019 13:20 Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. Fram hefur komið að Skúli Mogensen og aðrir lykilstarfsmenn hins gjaldþrota WOW séu að leita fjármögnunar þessa dagana til að blása lífi í rústir WOW Air og hefja rekstur nýs flugfélags. Stefnan sé sett á að safna 40 milljónum dala, næstum 4,8 milljörðum króna. Skúli hefur hins vegar i hvorki staðfest né vísað þessum fregnum á bug. Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW AIR segir að nokkrir hafi haft samband og lýst áhuga á flugrekstrarhluta WOW. „Það hafa fleiri en einn haft samband við okkur vegna áhuga á kaupum á eignum félagsins.“ Eru þá fleiri en Skúli sem eru að undirbúa jafnvel að stofna nýtt lággjalda flugfélag? „Það kann að vera. Við höfum svo sem ekki rætt beint við Skúla en við höfum lesið og séð fjölmiðlum að hann sýni þessu áhuga. Hvort hann sé á bak við þetta, það veit ég ekki en að hafa nokkrir aðilar haft samband og það eru viðræður í gangi.“ Hlutverk skiptastjóra sé að hámarka virði eigna og besta tilboðinu verði tekið. „Það er alveg ljóst að markmið okkar er að fá sem hæst verð fyrir eignirnar og það er hlutverk okkar að hámarka virði eignabúsins í þágu kröfuhafanna þannig að það er augljóst að þar ræður verðið mestu.“ Lögmannafélagið, Félag kvenna í lögmennsku og Arion banki hafa gagnrýnt að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóri búsins. Þorsteinn segir gagnrýnina ekki hafa nein áhrif á samstarf þeirra. „Þessi umræða er að mörgu leyti ósanngjörn og leiðinleg en hún hefur engin áhrif á störf okkar sem skiptastjóra og okkar samstarf sem gengur vel.“ Efnahagsmál WOW Air Tengdar fréttir Arion banki ætlar að gera stöðu Sveins Andra að dómsmáli Sveinn Andri Sveinsson verður áfram annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi flugfélagsins WOW air. 5. apríl 2019 12:02 Stórir strákar fá stór skiptabú Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag. 6. apríl 2019 09:30 Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. 5. apríl 2019 07:41 Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira
Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. Fram hefur komið að Skúli Mogensen og aðrir lykilstarfsmenn hins gjaldþrota WOW séu að leita fjármögnunar þessa dagana til að blása lífi í rústir WOW Air og hefja rekstur nýs flugfélags. Stefnan sé sett á að safna 40 milljónum dala, næstum 4,8 milljörðum króna. Skúli hefur hins vegar i hvorki staðfest né vísað þessum fregnum á bug. Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW AIR segir að nokkrir hafi haft samband og lýst áhuga á flugrekstrarhluta WOW. „Það hafa fleiri en einn haft samband við okkur vegna áhuga á kaupum á eignum félagsins.“ Eru þá fleiri en Skúli sem eru að undirbúa jafnvel að stofna nýtt lággjalda flugfélag? „Það kann að vera. Við höfum svo sem ekki rætt beint við Skúla en við höfum lesið og séð fjölmiðlum að hann sýni þessu áhuga. Hvort hann sé á bak við þetta, það veit ég ekki en að hafa nokkrir aðilar haft samband og það eru viðræður í gangi.“ Hlutverk skiptastjóra sé að hámarka virði eigna og besta tilboðinu verði tekið. „Það er alveg ljóst að markmið okkar er að fá sem hæst verð fyrir eignirnar og það er hlutverk okkar að hámarka virði eignabúsins í þágu kröfuhafanna þannig að það er augljóst að þar ræður verðið mestu.“ Lögmannafélagið, Félag kvenna í lögmennsku og Arion banki hafa gagnrýnt að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóri búsins. Þorsteinn segir gagnrýnina ekki hafa nein áhrif á samstarf þeirra. „Þessi umræða er að mörgu leyti ósanngjörn og leiðinleg en hún hefur engin áhrif á störf okkar sem skiptastjóra og okkar samstarf sem gengur vel.“
Efnahagsmál WOW Air Tengdar fréttir Arion banki ætlar að gera stöðu Sveins Andra að dómsmáli Sveinn Andri Sveinsson verður áfram annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi flugfélagsins WOW air. 5. apríl 2019 12:02 Stórir strákar fá stór skiptabú Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag. 6. apríl 2019 09:30 Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. 5. apríl 2019 07:41 Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira
Arion banki ætlar að gera stöðu Sveins Andra að dómsmáli Sveinn Andri Sveinsson verður áfram annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi flugfélagsins WOW air. 5. apríl 2019 12:02
Stórir strákar fá stór skiptabú Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag. 6. apríl 2019 09:30
Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. 5. apríl 2019 07:41
Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28