Þurfum að skapa og móta framtíðina Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. apríl 2019 08:30 Framtíð vinnunnar var rædd á ráðstefnunni FBL/stefán „Fólk um allan heim er að hugsa um framtíð vinnunnar af því að breytingarnar hafa verið svo hraðar. Við getum horft til þátta eins og tækninnar, loftslagsbreytinga, lýðfræðinnar og hnattvæðingarinnar. Það er verið að spyrja grundvallarspurninga um hvernig vinnan verði í framtíðinni,“ segir Guy Ryder, forstjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO). Ryder var í vikunni meðal fyrirlesara á alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu sem haldin var í samvinnu ILO og Norrænu ráðherranefndarinnar. ILO fagnar á árinu hundrað ára afmæli sínu og af því tilefni var hleypt af stokkunum sérstöku verkefni sem fjallar um framtíð vinnunnar. „Það er okkur hjá ILO hvatning að horfa til Norðurlandanna sem eru svo oft á toppnum þegar kemur að málefnum vinnumarkaðarins og fleiri málaflokkum. Þau eru mjög virk í þessari framtíðarvinnu,“ segir Guy Ryder. Hann segir mikilvægt að huga að því hvernig eigi að undirbúa fólk fyrir þær breytingar sem fram undan eru. „Við erum stödd í miðju breytingaferli. Stóru skilaboðin sem við viljum koma á framfæri eru þau að framtíðin er ekki ráðin. Framtíðin bíður ekki eftir því að gerast. Við þurfum að skapa framtíðina og móta hana.“ Þannig þurfi stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðar og samfélög að ræða þessi mál. „Því á endanum snýst það hvernig við störfum í framtíðinni um framtíð okkar samfélaga. Þetta snýst um jafnrétti, þátttöku, hamingju og efnislega velferð.“ Aðspurður segir Ryder að þessir aðilar séu í dag ekki undirbúnir að fullu fyrir komandi breytingar. Það sé hins vegar hvetjandi að þessi umræða eigi sér nú stað. „Fólk er að tala um vinnuna á hátt sem ég hef ekki upplifað í langan tíma. Við höfum oft þurft að glíma við vandamál tengd fjármálakerfinu, viðskiptum eða umhverfismálum. Vinnumálin hafa að einhverju leyti orðið út undan.“ Ryder segist ekki hafa áhyggjur af því að framtíðin feli það í sér að það verði viðvarandi skortur á störfum. „Fyrir 20 árum voru einhverjir fræðimenn að tala um endalok vinnunnar. Vélmenni myndu taka yfir störfin og við gætum bara setið heima og haft það gott. Ég held að fólk sé hætt að tala svona.“ Fram undan séu þó gríðarlegar breytingar á vinnuumhverfinu. „Fólk mun þurfa að færa sig yfir í tegundir starfa sem eru ekki enn þá til í dag. Ég held við séum að upplifa mikið umrót í vinnuumhverfi heimsins, sennilega á skala sem við höfum ekki séð áður. Við munum hvorki sjá endalok vinnunnar né mikinn skort á störfum. En við munum sjá miklar breytingar sem við þurfum að ná stjórn á og gera það vel.“ Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
„Fólk um allan heim er að hugsa um framtíð vinnunnar af því að breytingarnar hafa verið svo hraðar. Við getum horft til þátta eins og tækninnar, loftslagsbreytinga, lýðfræðinnar og hnattvæðingarinnar. Það er verið að spyrja grundvallarspurninga um hvernig vinnan verði í framtíðinni,“ segir Guy Ryder, forstjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO). Ryder var í vikunni meðal fyrirlesara á alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu sem haldin var í samvinnu ILO og Norrænu ráðherranefndarinnar. ILO fagnar á árinu hundrað ára afmæli sínu og af því tilefni var hleypt af stokkunum sérstöku verkefni sem fjallar um framtíð vinnunnar. „Það er okkur hjá ILO hvatning að horfa til Norðurlandanna sem eru svo oft á toppnum þegar kemur að málefnum vinnumarkaðarins og fleiri málaflokkum. Þau eru mjög virk í þessari framtíðarvinnu,“ segir Guy Ryder. Hann segir mikilvægt að huga að því hvernig eigi að undirbúa fólk fyrir þær breytingar sem fram undan eru. „Við erum stödd í miðju breytingaferli. Stóru skilaboðin sem við viljum koma á framfæri eru þau að framtíðin er ekki ráðin. Framtíðin bíður ekki eftir því að gerast. Við þurfum að skapa framtíðina og móta hana.“ Þannig þurfi stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðar og samfélög að ræða þessi mál. „Því á endanum snýst það hvernig við störfum í framtíðinni um framtíð okkar samfélaga. Þetta snýst um jafnrétti, þátttöku, hamingju og efnislega velferð.“ Aðspurður segir Ryder að þessir aðilar séu í dag ekki undirbúnir að fullu fyrir komandi breytingar. Það sé hins vegar hvetjandi að þessi umræða eigi sér nú stað. „Fólk er að tala um vinnuna á hátt sem ég hef ekki upplifað í langan tíma. Við höfum oft þurft að glíma við vandamál tengd fjármálakerfinu, viðskiptum eða umhverfismálum. Vinnumálin hafa að einhverju leyti orðið út undan.“ Ryder segist ekki hafa áhyggjur af því að framtíðin feli það í sér að það verði viðvarandi skortur á störfum. „Fyrir 20 árum voru einhverjir fræðimenn að tala um endalok vinnunnar. Vélmenni myndu taka yfir störfin og við gætum bara setið heima og haft það gott. Ég held að fólk sé hætt að tala svona.“ Fram undan séu þó gríðarlegar breytingar á vinnuumhverfinu. „Fólk mun þurfa að færa sig yfir í tegundir starfa sem eru ekki enn þá til í dag. Ég held við séum að upplifa mikið umrót í vinnuumhverfi heimsins, sennilega á skala sem við höfum ekki séð áður. Við munum hvorki sjá endalok vinnunnar né mikinn skort á störfum. En við munum sjá miklar breytingar sem við þurfum að ná stjórn á og gera það vel.“
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira