Erlent

Sniðgengur þriðja árið í röð

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að sniðganga blaðamannakvöldverð Hvíta hússins þriðja árið í röð. Frá þessu greindi hann í gær en kvöldverðurinn er haldinn þann 27. apríl næstkomandi í höfuðborginni Washington.

Síðasti forseti til þess að mæta ekki á viðburðinn var Ronald Reagan. Hann var þá að jafna sig eftir skotárás en hringdi þó inn. Trump telur hins vegar að andrúmsloftið á viðburðinum sé of neikvætt, en hann hefur átt í stormasömu sambandi við fjölmiðla í forsetatíð sinni.

„Ég ætla að halda fjöldafund í staðinn af því að kvöldverðurinn er svo leiðinlegur og neikvæður. Við ætlum að halda mjög jákvæðan fjöldafund. Hann verður stór. En blaðamannakvöldverðurinn er of neikvæður. Ég hef gaman af jákvæðum hlutum,“ sagði Trump.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×