Segir verðtryggð jafngreiðslulán eitraðan lánakokteil Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2019 15:16 Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Vísir/egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er ánægður með tillögur starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Tillögurnar, sem eru í fjórtán liðum, rími vel við þau skref sem stjórnvöld hafa boðað þess efnis að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Fjörutíu ára verðtryggð jafngreiðslulán eru að mati Ragnars Þórs „eitraðasti lánakokteill sem sögur fara af“. Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Ragnar Þór hélt stutta ræðu á kynningarfundi um tillögurnar og fagnaði sérstaklega tillögum að úrræðum fyrir fólk sem lenti illa í efnahagshruninu haustið 2008.Sjá nánar: Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága „Ég fagna því mjög að þessi úrræði muni ná að einhverjum hluta til mjög jaðarsetts hóps í okkar samfélagi sem er fólk sem hefur misst húsnæði eða lent í áföllum; það hafi einhvers konar leið inn í kerfið aftur. Fólk sem hefur jafnvel ekki lánstraust hjá fjármálastofnunum vegna ytri aðstæðna sem mynduðust til dæmis eftir hrun. Ég fagna mjög þessum tillögum,“ segir Ragnar Þór. Með kjarasamningunum og aðgerðum stjórnvalda sé verið að stíga risastór framfaraskref á húsnæðismarkaði. Ragnar Þór segir markmið verkalýðshreyfingarinnar hafa verið tvíþætt, annars vegar að hækka laun og hins vegar að lækka kostnaðinn við að lifa. „Í því eru húsnæðismálin einn stærsti kostnaðarliðurinn sem við getum tekið á bæði með lækkun vaxta, aðgerðum við afnám verðtryggingar og svo að stórauka framboð á hagkvæmu húsnæði.“ Þrátt fyrir að verkalýðshreyfingin hafi verið önnum kafin í aðdraganda kjarasamninga hefjist hin eiginlega vinna núna. „Nú byrjar hin raunverulega vinna hjá verkalýðshreyfingunni, aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum og öllum þeim sem vettlingi geta valdið að koma þessu í framkvæmd,“ segir Ragnar Þór um tillögurnar. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10 Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága Tvær nýjar tegundir lána, skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa, vaxtabætur, frestun afborgunar af námslánum og ný löggjöf um blandað eignarform er á meðal tillagna starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Alls eru tillögurnar í fjórtán liðum. 5. apríl 2019 11:18 Bein útsending: Kynna nýja tegund lána fyrir tekjulága Sérstakur kynningarfundur fer fram í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs klukkan 11 en reiknað er með að fundurinn standi í klukkustund. 5. apríl 2019 10:49 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er ánægður með tillögur starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Tillögurnar, sem eru í fjórtán liðum, rími vel við þau skref sem stjórnvöld hafa boðað þess efnis að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Fjörutíu ára verðtryggð jafngreiðslulán eru að mati Ragnars Þórs „eitraðasti lánakokteill sem sögur fara af“. Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Ragnar Þór hélt stutta ræðu á kynningarfundi um tillögurnar og fagnaði sérstaklega tillögum að úrræðum fyrir fólk sem lenti illa í efnahagshruninu haustið 2008.Sjá nánar: Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága „Ég fagna því mjög að þessi úrræði muni ná að einhverjum hluta til mjög jaðarsetts hóps í okkar samfélagi sem er fólk sem hefur misst húsnæði eða lent í áföllum; það hafi einhvers konar leið inn í kerfið aftur. Fólk sem hefur jafnvel ekki lánstraust hjá fjármálastofnunum vegna ytri aðstæðna sem mynduðust til dæmis eftir hrun. Ég fagna mjög þessum tillögum,“ segir Ragnar Þór. Með kjarasamningunum og aðgerðum stjórnvalda sé verið að stíga risastór framfaraskref á húsnæðismarkaði. Ragnar Þór segir markmið verkalýðshreyfingarinnar hafa verið tvíþætt, annars vegar að hækka laun og hins vegar að lækka kostnaðinn við að lifa. „Í því eru húsnæðismálin einn stærsti kostnaðarliðurinn sem við getum tekið á bæði með lækkun vaxta, aðgerðum við afnám verðtryggingar og svo að stórauka framboð á hagkvæmu húsnæði.“ Þrátt fyrir að verkalýðshreyfingin hafi verið önnum kafin í aðdraganda kjarasamninga hefjist hin eiginlega vinna núna. „Nú byrjar hin raunverulega vinna hjá verkalýðshreyfingunni, aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum og öllum þeim sem vettlingi geta valdið að koma þessu í framkvæmd,“ segir Ragnar Þór um tillögurnar.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10 Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága Tvær nýjar tegundir lána, skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa, vaxtabætur, frestun afborgunar af námslánum og ný löggjöf um blandað eignarform er á meðal tillagna starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Alls eru tillögurnar í fjórtán liðum. 5. apríl 2019 11:18 Bein útsending: Kynna nýja tegund lána fyrir tekjulága Sérstakur kynningarfundur fer fram í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs klukkan 11 en reiknað er með að fundurinn standi í klukkustund. 5. apríl 2019 10:49 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10
Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága Tvær nýjar tegundir lána, skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa, vaxtabætur, frestun afborgunar af námslánum og ný löggjöf um blandað eignarform er á meðal tillagna starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Alls eru tillögurnar í fjórtán liðum. 5. apríl 2019 11:18
Bein útsending: Kynna nýja tegund lána fyrir tekjulága Sérstakur kynningarfundur fer fram í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs klukkan 11 en reiknað er með að fundurinn standi í klukkustund. 5. apríl 2019 10:49