Egill Helgason sjónvarpsmaður auglýsir eftir reiðhjóli sínu. En, því var stolið af Agli. Nokkuð hefur verið um að hjólum hafi verið stolið í höfuðborginni að undanförnu og nú lenti Egill í því. En, Egill býr í miðborginni.
Egill segir, á Facebooksíðu sinni, það vissulega svo að hann hjóli ekki mikið. En, hann lætur þó yfirfara það á hverju ári. Að vori til. Og, nú var sem sagt hjólinu stolið. Um er að ræða reiðhjól að Trek-gerð.
Egill skrifar sjálfur pistil um málið á bloggsíðu sína á DV þar sem segir meðal annars:
„Einhver hefur brotist inn í skúrinn sem er á lóðinni hjá mér og tekið Trek-hjólið góða og reyndar líka hjól konu minnar. Ég segi ekki að hjólreiðar mínar minnki að marki við þetta, þær hafa ekki verið í frásögur færandi. En hin árlega ferð niður á Hverfisgötu verður ekki farin þetta árið.“
