Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, er eftirsóttur maður og nú berast fréttir af því að eitt stærsta félag Ítalíu vilji ráða hann til starfa.
Hann var sterklega orðaður við Man. Utd en þær sögusagnir dóu er United ákvað að gera samning við Ole Gunnar Solskjær.
Gennaro Gattuso er að þjálfa AC Milan í dag en er sagður vera valtur í sessi. Samkvæmt Corriere della Sera þá eru stjórnarmenn Milan mjög áhugasamir um að fá Pochettino í þjálfarastólinn.
Ekki er vitað hvort Pochettino hafi yfir höfuð áhuga á starfinu en ef AC Milan kemst ekki í Meistaradeildina eru nánast engar líkur á því að hann hafi áhuga.
Pochettino hefur stýrt liði Tottenham frá árinu 2014 og gert liðið að einu besta liði Englands.
AC Milan vill stela Pochettino
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
