Veturinn hefur verið frábær hjá liðinu sem er leitt af hinum magnaða Giannis Antentokounmpo. Margir spá því að hann verði valinn besti leikmaður deildarinnar enda gjörsamlega óstöðvandi í vetur.
Bucks þurfti að koma til baka í leiknum við 76ers og Giannis sá til þess. Hann skoraði 45 stig í leiknum og tók 13 fráköst.
WHAT A GAME! @Giannis_An34 (45 PTS, 13 REB, 6 AST, 5 BLK) & @JoelEmbiid (34 PTS, 13 REB, 13 AST) duel as the @Bucks outlast @sixers in Philadelphia! #FearTheDeerpic.twitter.com/UdojtMvXKj
— NBA (@NBA) April 5, 2019
Joel Embiid var bestur í liði 76ers með 34 stig, 13 fráköst og 13 stoðsendingar.
Úrslit:
Philadelphia-Milwaukee 122-128
Sacramento-Cleveland 117-104
LA Lakers-Golden State 90-108