Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Ari Brynjólfsson skrifar 5. apríl 2019 08:00 Skólameistarar sem sent hafa inn umsagnir vegna sálfræðiþjónustu segja þörfina mikla. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra verði falið að tryggja öllum framhaldsskólanemendum frítt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Þetta er í fjórða sinn sem slík tillaga er lögð fram á síðustu árum. Fyrstu tvær tillögurnar voru sendar til velferðarnefndar þar sem þær dagaði uppi. Guðjón S. Brjánsson segist vera sé bjartsýnn á að tillagan fái brautargengi. „Ef hún fær það ekki nú á vorþingi, þá munum við endurflytja hana í haust. Við þurfum að leita allra leiða í þeirri viðleitni að bæta líðan stórra hópa ungs fólks, ekki síst þeirra sem eru í námi,“ segir Guðjón.Guðjón S. Brjánsson þingmaður SamfylkingarinnarLandlæknir, Landspítalinn og Barnaheill sendu inn jákvæðar umsagnir síðast þegar tillagan kom inn á borð velferðarnefndar. Skólameistarar Flensborgar og Kvennaskólans studdu einnig tillöguna og sögðu þörfina mikla. Guðjón segir vafasamt að Íslendingar eigi met í brottfalli í samanburði við nágrannalöndin. Tillagan felur í sér að strax í haust verði allir framhaldsskólanemar, alls meira en 20 þúsund nemendur, komnir með aðgang að sálfræðingi sér að kostnaðarlausu. Aðspurður hvort það sé raunhæft segir Guðjón að hægt verði að stíga fyrstu skrefin í haust. „Auðvitað þarf að skipuleggja þjónustuna en það er hægt að byrja róðurinn strax.“ Bæta þurfi líðan nemenda. „Þetta eru knýjandi málefni, stundum eru líf í húfi.“ Óvíst er hvað þetta kallar á marga sálfræðinga en það er sett í hendur ráðherra. Í tillögunni sjálfri er gert ráð fyrir einum sálfræðingi á hverja 700 nemendur, eða rúmlega 30 stöðugildi. Í umsögn Félags framhaldsskólakennara er hámarkið miðað við 300 nemendur á hvern sálfræðing, eða meira en 70 stöðugildi. Guðjón telur að uppbyggingin kalli alls ekki á hreina kostnaðaraukningu frá því sem nú er. „Geðheilbrigðisstefna ráðherra er fjármögnuð en í ýmsa þætti hennar veitti ráðherra nýlega 630 milljónir króna og þar ætti að finnast svigrúm til forgangsröðunar til þessa þáttar,“ segir Guðjón. Einnig sé möguleiki á samstarfsverkefnum milli skólanna og heilsugæslunnar. „Auðvitað kostar þessi faglega þjónusta, sem þarf að vera nátengd skólastarfinu sjálfu, talsverða peninga. Eitt stöðugildi sálfræðings kostar ekki undir 12 milljónum króna á ári en það er fé sem ávaxtar sig vel, bæði gagnvart velferð og lífi nemendanna sjálfra og öllu skólastarfi.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Samfylkingin Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra verði falið að tryggja öllum framhaldsskólanemendum frítt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Þetta er í fjórða sinn sem slík tillaga er lögð fram á síðustu árum. Fyrstu tvær tillögurnar voru sendar til velferðarnefndar þar sem þær dagaði uppi. Guðjón S. Brjánsson segist vera sé bjartsýnn á að tillagan fái brautargengi. „Ef hún fær það ekki nú á vorþingi, þá munum við endurflytja hana í haust. Við þurfum að leita allra leiða í þeirri viðleitni að bæta líðan stórra hópa ungs fólks, ekki síst þeirra sem eru í námi,“ segir Guðjón.Guðjón S. Brjánsson þingmaður SamfylkingarinnarLandlæknir, Landspítalinn og Barnaheill sendu inn jákvæðar umsagnir síðast þegar tillagan kom inn á borð velferðarnefndar. Skólameistarar Flensborgar og Kvennaskólans studdu einnig tillöguna og sögðu þörfina mikla. Guðjón segir vafasamt að Íslendingar eigi met í brottfalli í samanburði við nágrannalöndin. Tillagan felur í sér að strax í haust verði allir framhaldsskólanemar, alls meira en 20 þúsund nemendur, komnir með aðgang að sálfræðingi sér að kostnaðarlausu. Aðspurður hvort það sé raunhæft segir Guðjón að hægt verði að stíga fyrstu skrefin í haust. „Auðvitað þarf að skipuleggja þjónustuna en það er hægt að byrja róðurinn strax.“ Bæta þurfi líðan nemenda. „Þetta eru knýjandi málefni, stundum eru líf í húfi.“ Óvíst er hvað þetta kallar á marga sálfræðinga en það er sett í hendur ráðherra. Í tillögunni sjálfri er gert ráð fyrir einum sálfræðingi á hverja 700 nemendur, eða rúmlega 30 stöðugildi. Í umsögn Félags framhaldsskólakennara er hámarkið miðað við 300 nemendur á hvern sálfræðing, eða meira en 70 stöðugildi. Guðjón telur að uppbyggingin kalli alls ekki á hreina kostnaðaraukningu frá því sem nú er. „Geðheilbrigðisstefna ráðherra er fjármögnuð en í ýmsa þætti hennar veitti ráðherra nýlega 630 milljónir króna og þar ætti að finnast svigrúm til forgangsröðunar til þessa þáttar,“ segir Guðjón. Einnig sé möguleiki á samstarfsverkefnum milli skólanna og heilsugæslunnar. „Auðvitað kostar þessi faglega þjónusta, sem þarf að vera nátengd skólastarfinu sjálfu, talsverða peninga. Eitt stöðugildi sálfræðings kostar ekki undir 12 milljónum króna á ári en það er fé sem ávaxtar sig vel, bæði gagnvart velferð og lífi nemendanna sjálfra og öllu skólastarfi.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Samfylkingin Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira