Stjórnvöld vilja auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna og tekjulágra Sighvatur Jónsson skrifar 4. apríl 2019 18:45 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu lífskjarasamningsins. Vísir/Vilhelm Skattar verða lækkaðir og barnabætur hækkaðar til að auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna samhliða nýjum kjarasamningum. Þá verður fæðingarorlof lengt og tekin verða upp ný húsnæðislán fyrir tekjulága. Aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninganna koma að mestu fram á árunum 2020-2022 og ná til alls almennings í landinu. Aðgerðir stjórnvalda á samningstímanum kosta 80 milljarða króna. Fjárfestingar ríkisins í vegum og öðrum innviðum eiga að skapa 300 störf í byggingariðnaði í ár og samtals 600 störf til ársins 2021. Aðgerðir ríkisins snúa að skattalækkunum, húsnæðismálum og minnkun á vægi verðtryggingar. Ríkisstjórnin bætir við fyrri hugmyndir sínar um skattalækkun hjá þeim tekjulægstu. Lækkunin nemur nú 10.000 krónum á mánuði. Lækkun tekjuskatts og hækkun barnabóta geta aukið ráðstöfunartekjur fjögurra manna fjölskyldu með tvö börn um allt að 411 þúsund krónur á ári. Það nemur tæpum 35.000 krónum á mánuði. Breytingarnar auka ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris með tvö börn um allt að 234 þúsund krónur á ári, tæpar 20.000 krónur á mánuði. Fæðingarorlof verður lengt í tólf mánuði og hámarksgreiðslur hækkaðar úr 500 í 600 þúsund krónur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, við kynningu lífskjarasamningsins í Ráðherrabústaðnum í gær.Vísir/VilhelmBreytingar í húsnæðismálum Aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum felast meðal annars í nýrri tegund húsnæðislána fyrir tekjulága. Þá verða 40 ára verðtryggð lán aflögð frá og með næstu áramótum. Endurskoða á útreikning húsnæðisliðs vísitölu neysluverðs fyrir lok júní á næsta ári. Þá verður heimild til ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á íbúðalán framlengd í tvö ár. Leyfilegt verður að ráðstafa 3,5% af lífeyrisiðgjaldi skattfrjálst til húsnæðiskaupa. Þannig getur fólk í sambúð sem er samtals með 650.000 krónur í mánaðarlaun nýtt ríflega 22.000 krónur á mánuði skattfrjálst í húsnæðiskostnað. Fólk getur notað þá upphæð til að safna fyrir útborgun, lækka höfuðstól verðtryggðs lán eða til að lækka höfuðstól eða afborganir á óverðtryggðu láni. Einstaklingur með 325.000 krónur á mánuði getur samkvæmt þessu ráðstafað rúmlega 11.000 krónum á mánuði skattfrjálst í húsnæðiskostnað. Frekari tillögur stjórnvalda að breytingum í húsnæðismálum sem eiga að auðvelda fólki með lágar tekjur að eignast fasteign verða kynntar á morgun. Fjölskyldumál Kjaramál Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Skattar verða lækkaðir og barnabætur hækkaðar til að auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna samhliða nýjum kjarasamningum. Þá verður fæðingarorlof lengt og tekin verða upp ný húsnæðislán fyrir tekjulága. Aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninganna koma að mestu fram á árunum 2020-2022 og ná til alls almennings í landinu. Aðgerðir stjórnvalda á samningstímanum kosta 80 milljarða króna. Fjárfestingar ríkisins í vegum og öðrum innviðum eiga að skapa 300 störf í byggingariðnaði í ár og samtals 600 störf til ársins 2021. Aðgerðir ríkisins snúa að skattalækkunum, húsnæðismálum og minnkun á vægi verðtryggingar. Ríkisstjórnin bætir við fyrri hugmyndir sínar um skattalækkun hjá þeim tekjulægstu. Lækkunin nemur nú 10.000 krónum á mánuði. Lækkun tekjuskatts og hækkun barnabóta geta aukið ráðstöfunartekjur fjögurra manna fjölskyldu með tvö börn um allt að 411 þúsund krónur á ári. Það nemur tæpum 35.000 krónum á mánuði. Breytingarnar auka ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris með tvö börn um allt að 234 þúsund krónur á ári, tæpar 20.000 krónur á mánuði. Fæðingarorlof verður lengt í tólf mánuði og hámarksgreiðslur hækkaðar úr 500 í 600 þúsund krónur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, við kynningu lífskjarasamningsins í Ráðherrabústaðnum í gær.Vísir/VilhelmBreytingar í húsnæðismálum Aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum felast meðal annars í nýrri tegund húsnæðislána fyrir tekjulága. Þá verða 40 ára verðtryggð lán aflögð frá og með næstu áramótum. Endurskoða á útreikning húsnæðisliðs vísitölu neysluverðs fyrir lok júní á næsta ári. Þá verður heimild til ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á íbúðalán framlengd í tvö ár. Leyfilegt verður að ráðstafa 3,5% af lífeyrisiðgjaldi skattfrjálst til húsnæðiskaupa. Þannig getur fólk í sambúð sem er samtals með 650.000 krónur í mánaðarlaun nýtt ríflega 22.000 krónur á mánuði skattfrjálst í húsnæðiskostnað. Fólk getur notað þá upphæð til að safna fyrir útborgun, lækka höfuðstól verðtryggðs lán eða til að lækka höfuðstól eða afborganir á óverðtryggðu láni. Einstaklingur með 325.000 krónur á mánuði getur samkvæmt þessu ráðstafað rúmlega 11.000 krónum á mánuði skattfrjálst í húsnæðiskostnað. Frekari tillögur stjórnvalda að breytingum í húsnæðismálum sem eiga að auðvelda fólki með lágar tekjur að eignast fasteign verða kynntar á morgun.
Fjölskyldumál Kjaramál Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira