Setja upp níutíu hleðslustöðvar fyrir rafbíla í Reykjavík Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 15:00 Byggðir verða upp innviðir fyrir hleðslubúnað rafbíla á níutíu stöðum í Reykjavík á næstu þremur árum samkvæmt samkomulagi sem Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og Veitur skrifuðu undir í dag. Þá verður komið á fót 120 milljóna króna sjóði sem á að styrkja húsfélög til að koma upp hleðslubúnaði. Þrjátíu hleðslustöðvar verða settar upp við starfsstöðvar Reykjavíkurborgar eða í næsta nágrenni þeirra. Þá verða lagðar lagnir að hleðslubúnaði og hann settur upp á sextíu stöðum á borgarlandi á næstu þremur ár, tuttugu á ári. Markmiðið er að þjóna íbúum sem ekki hafa bílastæði á eigin lóð, að því er segir í sameiginlegri tilkynningu vegna samkomulagsins. Íbúum verður gefinn kostur á að hafa áhrif á staðsetningar síðarnefndu stöðvanna með því að senda inn tillögur en Reykjavíkurborg og Veitur munu velja endanlegar staðsetningar í samræmi við fjölda íbúa og önnur hagkvæmnissjónarmið. Hleðslustæðin eiga að vera vel merkt og eingöngu ætluð rafbílum. Uppsetning og rekstur hleðslubúnaðarins verður boðinn út og er gert ráð fyrir að hleðslan verði seld. OR og borgaryfirvöld ætlað að leggja tuttugu milljónir hvor í sjóð á ári í þrjú ár. Úr honum verður úthlutað styrkjum til húsfélaga íbúðarhúsa til að koma upp hleðslubúnaði. Auglýsa á eftir umsóknum og úthlutunarreglur verða kynntar síðar. Gert er ráð fyrir að hámarksstyrkur verði 1,5 milljónir króna og að hámarki tveir þriðju hlutar kostnaðar við að koma hleðslunum uppKort sem sýnir staðsetningu þrjátíu hleðslustöðva sem koma á upp við starfsstöðvar borgarinnar.Reykjavíkurborg/OR/Veitur Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Byggðir verða upp innviðir fyrir hleðslubúnað rafbíla á níutíu stöðum í Reykjavík á næstu þremur árum samkvæmt samkomulagi sem Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og Veitur skrifuðu undir í dag. Þá verður komið á fót 120 milljóna króna sjóði sem á að styrkja húsfélög til að koma upp hleðslubúnaði. Þrjátíu hleðslustöðvar verða settar upp við starfsstöðvar Reykjavíkurborgar eða í næsta nágrenni þeirra. Þá verða lagðar lagnir að hleðslubúnaði og hann settur upp á sextíu stöðum á borgarlandi á næstu þremur ár, tuttugu á ári. Markmiðið er að þjóna íbúum sem ekki hafa bílastæði á eigin lóð, að því er segir í sameiginlegri tilkynningu vegna samkomulagsins. Íbúum verður gefinn kostur á að hafa áhrif á staðsetningar síðarnefndu stöðvanna með því að senda inn tillögur en Reykjavíkurborg og Veitur munu velja endanlegar staðsetningar í samræmi við fjölda íbúa og önnur hagkvæmnissjónarmið. Hleðslustæðin eiga að vera vel merkt og eingöngu ætluð rafbílum. Uppsetning og rekstur hleðslubúnaðarins verður boðinn út og er gert ráð fyrir að hleðslan verði seld. OR og borgaryfirvöld ætlað að leggja tuttugu milljónir hvor í sjóð á ári í þrjú ár. Úr honum verður úthlutað styrkjum til húsfélaga íbúðarhúsa til að koma upp hleðslubúnaði. Auglýsa á eftir umsóknum og úthlutunarreglur verða kynntar síðar. Gert er ráð fyrir að hámarksstyrkur verði 1,5 milljónir króna og að hámarki tveir þriðju hlutar kostnaðar við að koma hleðslunum uppKort sem sýnir staðsetningu þrjátíu hleðslustöðva sem koma á upp við starfsstöðvar borgarinnar.Reykjavíkurborg/OR/Veitur
Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira