Heimsklassaverk, ótrúlega fjölbreytt og krefjandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 08:00 Hymnodia. Eyþór Ingi er lengst til hægri. Öll tónlistin verður flutt án undirleiks í kvöld. Við reynum alltaf að finna upp á einhverju nýju,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, kórstjóri Hymnodiu, um verkefnaval á tónleikum kvöldsins sem verða í Akureyrarkirkju klukkan 20. „Núna erum við að flytja verk eftir fjögur tónskáld, fjóra Íslendinga og einn Færeying, og það eru fimm frumflutningar á dagskránni, allt verk sem við höfum pantað. Þetta eru heimsklassaverk, ótrúlega fjölbreytt og krefjandi. Þau reyna á aðra hluti en hafa verið hjá okkur áður. Þau reyna á úthald, það er erfitt að skipuleggja andanir, sem er gaman að glíma við, lögin flæða hægt og mjúklega – mörg þeirra.“ Eitt hinna nýju laga er við hið þekkta kvæði Davíðs Stefánssonar Til eru fræ. Eyþór Ingi segir það dramatískt og bendir á að textinn sé það líka. „Það er engin von í þessum texta, bara svartnætti og verkið er í þeim anda. Tónskáldinu, Kára Bæk, tekst afar vel að mála textann.“ Kári er færeyska tónskáldið í hópnum. Eyþór Ingi kveðst hafa rekist á hann þegar báðir voru í námi við tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð og Hymnodia hafi flutt eftir hann þrjú verk áður. Önnur verk sem frumflutt verða eru eftir Þorvald Örn Davíðsson og Sigurð Sævarsson. Þó titlar þeirra bendi ekki til neinnar léttúðar eins og Gott er sjúkum að sofna, Stóð við krossinn og O sacrum convivium, vill Eyþór Ingi ekki meina að öll tónlistin sé dramtísk. „Hann Sigurður Sævarsson er afar mjúkur maður og músíkin hans afskaplega tær og hrein og alveg gullfalleg. Svo er Þorvaldur Örn svipaður karakter. Það er svolítið drama í sumu sem hann gerir en verkin sem við erum með núna eru ekkert mjög alvarleg. Við erum líka með Önnu Þorvalds á okkar höfundaskrá, flytjum bara eitt verk eftir hana núna en komum suður með tónleika 12. maí og ætlum að vera með fleiri þá.“ Hann segir kórinn syngja allt án undirleiks á tónleikunum í kvöld. Skyldi það vera regla? „Nei, nei, við höfum oft verið með tónleika með hljómsveitum og spilum stundum sjálf, það eru hljóðfæraleikarar í kórnum. Við höfum verið í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Skálmöld nokkrum sinnum. Tökum alveg þátt í svoleiðis verkefnum en hitt er meira krefjandi, að hafa engan undirleik og þar af leiðandi er það skemmtilegra. Þannig er það núna.“ Eyþór Ingi er organisti í Akureyrarkirkju og kennir líka orgelleik, spuna og kórstjórn. Hann segir alltaf einhverjar smávægilegar breytingar á Hymnodiu. „Einstaka flytur í burtu en þó er ótrúlega lítil hreyfing. Við höfum verið 16 í hópnum í nokkur ár, flestir Akureyringar, ein kona úr Mývatnssveitinni og önnur á heima hér inni í Eyjafjarðarsveit. Hann segir Hymnodiu hafa æfingaaðstöðu í Laxdalshúsi, elsta húsi Akureyrar. „Þar er frábær aðstaða, þó að þetta sé ekkert tónleikahús er fínt að æfa í hljómburði sem er ekki of góður.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira
Við reynum alltaf að finna upp á einhverju nýju,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, kórstjóri Hymnodiu, um verkefnaval á tónleikum kvöldsins sem verða í Akureyrarkirkju klukkan 20. „Núna erum við að flytja verk eftir fjögur tónskáld, fjóra Íslendinga og einn Færeying, og það eru fimm frumflutningar á dagskránni, allt verk sem við höfum pantað. Þetta eru heimsklassaverk, ótrúlega fjölbreytt og krefjandi. Þau reyna á aðra hluti en hafa verið hjá okkur áður. Þau reyna á úthald, það er erfitt að skipuleggja andanir, sem er gaman að glíma við, lögin flæða hægt og mjúklega – mörg þeirra.“ Eitt hinna nýju laga er við hið þekkta kvæði Davíðs Stefánssonar Til eru fræ. Eyþór Ingi segir það dramatískt og bendir á að textinn sé það líka. „Það er engin von í þessum texta, bara svartnætti og verkið er í þeim anda. Tónskáldinu, Kára Bæk, tekst afar vel að mála textann.“ Kári er færeyska tónskáldið í hópnum. Eyþór Ingi kveðst hafa rekist á hann þegar báðir voru í námi við tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð og Hymnodia hafi flutt eftir hann þrjú verk áður. Önnur verk sem frumflutt verða eru eftir Þorvald Örn Davíðsson og Sigurð Sævarsson. Þó titlar þeirra bendi ekki til neinnar léttúðar eins og Gott er sjúkum að sofna, Stóð við krossinn og O sacrum convivium, vill Eyþór Ingi ekki meina að öll tónlistin sé dramtísk. „Hann Sigurður Sævarsson er afar mjúkur maður og músíkin hans afskaplega tær og hrein og alveg gullfalleg. Svo er Þorvaldur Örn svipaður karakter. Það er svolítið drama í sumu sem hann gerir en verkin sem við erum með núna eru ekkert mjög alvarleg. Við erum líka með Önnu Þorvalds á okkar höfundaskrá, flytjum bara eitt verk eftir hana núna en komum suður með tónleika 12. maí og ætlum að vera með fleiri þá.“ Hann segir kórinn syngja allt án undirleiks á tónleikunum í kvöld. Skyldi það vera regla? „Nei, nei, við höfum oft verið með tónleika með hljómsveitum og spilum stundum sjálf, það eru hljóðfæraleikarar í kórnum. Við höfum verið í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Skálmöld nokkrum sinnum. Tökum alveg þátt í svoleiðis verkefnum en hitt er meira krefjandi, að hafa engan undirleik og þar af leiðandi er það skemmtilegra. Þannig er það núna.“ Eyþór Ingi er organisti í Akureyrarkirkju og kennir líka orgelleik, spuna og kórstjórn. Hann segir alltaf einhverjar smávægilegar breytingar á Hymnodiu. „Einstaka flytur í burtu en þó er ótrúlega lítil hreyfing. Við höfum verið 16 í hópnum í nokkur ár, flestir Akureyringar, ein kona úr Mývatnssveitinni og önnur á heima hér inni í Eyjafjarðarsveit. Hann segir Hymnodiu hafa æfingaaðstöðu í Laxdalshúsi, elsta húsi Akureyrar. „Þar er frábær aðstaða, þó að þetta sé ekkert tónleikahús er fínt að æfa í hljómburði sem er ekki of góður.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira