Innlent

Boðað til blaða­manna­fundar í Ráð­herra­bú­staðnum

Atli Ísleifsson skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/vilhelm
Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 22:30 í kvöld, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Þar verður kynntur lífskjarasamningur aðila vinnumarkaðarins og aðgerðir stjórnvalda í tengslum við hann.

Til stendur að skrifa undir kjarasamninga um þrjátíu stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara í kvöld.

Fylgjast má með framvindu mála í beinni útsendingu hér.


Tengdar fréttir

Allt klárt fyrir undirritun

Skrifað verður undir kjarasamninga um þrjátíu stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrir klukkan 22.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×