Ótrúleg tilviljun réði því að upp komst um tilraun tölvuþrjóta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. apríl 2019 14:32 Háskólinn á Akureyri. f Frettablaðið/Pjetur Tölvuþrjótar höfðu á aðra milljón króna af Háskólanum á Akureyri með því að koma fram í nafni erlends fyrirtækis sem átti í viðskiptum við háskólann. Brutu þeir sér leið inn í tölvupóstsamskipti og fengu starfsmann háskólans til þess að millifæra fjármunina. Þá uppgötvaðist önnur tilraun tölvuþrjóta til að njósna um tölvu í háskólanum fyrir ótrúlega tilviljun.Greint er frá málinu á RÚV.is en í samtali við Vísi staðfestir Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningasviðs að háskólinn hafi lent í tölvuþrjótum. Vakin var athygli á athæfi þeirra í tölvupósti til nemenda og starfsmanna háskólans og þeir beðnir um að vera á varðbergi. Málið uppgötvaðist aðeins þegar fyrirtækið sem um ræðir hafði samband og fór að ganga á eftir greiðslunni. „Þessi óprúttni aðili villti á sér um heimildir og sendi uppfærðar og þar af leiðandi rangar greiðsluupplýsingar og starfsmaður HA millifærði upphæðina á þennan nýja bankareikning. Þegar þjónustuaðilinn fer að ýta á eftir greiðslunni uppgötvast svikin. Eftir frekari greiningu kemur í ljós að þessi óprúttni aðili hefur komist yfir aðgangsupplýsingar okkar starfsmanns og er því tjónið okkar, sem í þessu tilfelli var vel á aðra miljón króna,“ segir í tölvupóstinum.Sambærilegt tæki og það sem fannst í tölvu í háskólanum.Kaffi helltist yfir lyklaborð Katrín segir að að öllum líkindum séu fjármunirnir glataðir en tölvuglæpir á borð við þennan verða æ algengari og varar lögregla reglulega við slíkum glæpum. Hvetur Katrín stofnanir og fyirtæki til þess að vera á varðbergi gagnvart þessari hættu. Þá hefur verkferlum í háskólanum verið breytt vegna málsins og nú þurfa starfsmenn hans ávallt að hafa samband símleiðis og fá staðfestingu frá viðtakanda sé ætlunin að millifæra fjármuni háskólans til þriðja aðila. Annað mál uppgötvaðist einnig sem fyrr segir fyrir ótrúlega tilviljun. Eftir að kaffi helltist yfir lyklaborð í skólanum kom í ljós að litlu tæki hafði verið komið fyrir í tölvunni, svokölluðum Keylogger, sem skráir og les það sem slegið er á lyklaborð tölvunnar. Þannig er hægt að komast yfir lykilorð og annan texta. Katrín segir þó að eftir að tækið hafi verið skoðað hafi verið hægt að koma í veg fyrir að upplýsingarnar sem þar voru geymdar hafi verið sendar til þess sem kom tækinu fyrir. Eru þó starfsmenn og nemendur hvattir til þess að vera á varðbergi gagnvart slíkri hættu. Akureyri Lögreglumál Skóla - og menntamál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Tölvuþrjótar höfðu á aðra milljón króna af Háskólanum á Akureyri með því að koma fram í nafni erlends fyrirtækis sem átti í viðskiptum við háskólann. Brutu þeir sér leið inn í tölvupóstsamskipti og fengu starfsmann háskólans til þess að millifæra fjármunina. Þá uppgötvaðist önnur tilraun tölvuþrjóta til að njósna um tölvu í háskólanum fyrir ótrúlega tilviljun.Greint er frá málinu á RÚV.is en í samtali við Vísi staðfestir Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningasviðs að háskólinn hafi lent í tölvuþrjótum. Vakin var athygli á athæfi þeirra í tölvupósti til nemenda og starfsmanna háskólans og þeir beðnir um að vera á varðbergi. Málið uppgötvaðist aðeins þegar fyrirtækið sem um ræðir hafði samband og fór að ganga á eftir greiðslunni. „Þessi óprúttni aðili villti á sér um heimildir og sendi uppfærðar og þar af leiðandi rangar greiðsluupplýsingar og starfsmaður HA millifærði upphæðina á þennan nýja bankareikning. Þegar þjónustuaðilinn fer að ýta á eftir greiðslunni uppgötvast svikin. Eftir frekari greiningu kemur í ljós að þessi óprúttni aðili hefur komist yfir aðgangsupplýsingar okkar starfsmanns og er því tjónið okkar, sem í þessu tilfelli var vel á aðra miljón króna,“ segir í tölvupóstinum.Sambærilegt tæki og það sem fannst í tölvu í háskólanum.Kaffi helltist yfir lyklaborð Katrín segir að að öllum líkindum séu fjármunirnir glataðir en tölvuglæpir á borð við þennan verða æ algengari og varar lögregla reglulega við slíkum glæpum. Hvetur Katrín stofnanir og fyirtæki til þess að vera á varðbergi gagnvart þessari hættu. Þá hefur verkferlum í háskólanum verið breytt vegna málsins og nú þurfa starfsmenn hans ávallt að hafa samband símleiðis og fá staðfestingu frá viðtakanda sé ætlunin að millifæra fjármuni háskólans til þriðja aðila. Annað mál uppgötvaðist einnig sem fyrr segir fyrir ótrúlega tilviljun. Eftir að kaffi helltist yfir lyklaborð í skólanum kom í ljós að litlu tæki hafði verið komið fyrir í tölvunni, svokölluðum Keylogger, sem skráir og les það sem slegið er á lyklaborð tölvunnar. Þannig er hægt að komast yfir lykilorð og annan texta. Katrín segir þó að eftir að tækið hafi verið skoðað hafi verið hægt að koma í veg fyrir að upplýsingarnar sem þar voru geymdar hafi verið sendar til þess sem kom tækinu fyrir. Eru þó starfsmenn og nemendur hvattir til þess að vera á varðbergi gagnvart slíkri hættu.
Akureyri Lögreglumál Skóla - og menntamál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira