ESB hefur málsmeðferð vegna brota Pólverja Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 11:36 Evrópusambandið hefur ítrekað lýst áhyggjum af breytingum á dómskerfi Póllands sem það telur grafa undan sjálfstæði dómstóla. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf í dag nýja málsmeðferð vegna ætlaðra brota pólsku ríkisstjórnarinnar sem varða dómaramál í landinu. Hún telur að ný eftirlitsnefnd með störfum dómara stríði gegn sjálfstæði pólskra dómstóla. Hægristjórnin í Póllandi hefur verið sökuð um að reyna að fylla hæstarétt landsins af dómurum sem er henni að skapi. Framkvæmdastjórnin áminnti Pólverjar fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði árið 2017. Þá hefur hún opnað málsmeðferð vegna brota í tvígang áður vegna mála sem tengjast breytingum á dómskerfi Póllands, meðal annars þegar dómarar voru þvingaðir á eftirlaun. Aðgerðir framkvæmdastjórnarinnar nú beinast að nýjum breytingum pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfinu. Samkvæmt því gætu dómarar verið dregnir fyrir aganefnd og verið refsað telji stjórnvöld dóma þeirra óviðunandi. Aganefndin er aðeins skipuð dómurum sem voru tilnefndir af dómstólaráði sem stjórnarflokkurinn raðaði fulltrúum í, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar segir að fyrirkomulagið tryggi ekki sjálfstæði pólskra dómara þar sem það verji þá ekki fyrir pólitískum afskiptum. Forseti pólsku aganefndarinnar hefði samkvæmt tillögum pólsku stjórnarinnar nær óskorðað vald til ákveða hvort hann tæki upp mál. Pólska ríkisstjórnin hefur nú tvo mánuði til að bregðast við kvörtun framkvæmdastjórnarinnar. Evrópusambandið Pólland Tengdar fréttir Póllandsstjórn gert að stöðva framkvæmd laga um breytingar á dómskerfinu Evrópudómstóllinn hefur skipað pólskum stjórnvöldum að stöðva þegar í stað framkvæmd laga sem kveða meðal annars á um lækkun eftirlaunaaldurs hæstaréttardómara í landinu. 19. október 2018 14:17 Úrskurður gegn dómaralögum Evrópudómstóllinn í Lúxemborg hefur úrskurðað að pólsk yfirvöld verði að hætta við að lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara úr 70 árum í 65 ár. 20. október 2018 08:00 Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf í dag nýja málsmeðferð vegna ætlaðra brota pólsku ríkisstjórnarinnar sem varða dómaramál í landinu. Hún telur að ný eftirlitsnefnd með störfum dómara stríði gegn sjálfstæði pólskra dómstóla. Hægristjórnin í Póllandi hefur verið sökuð um að reyna að fylla hæstarétt landsins af dómurum sem er henni að skapi. Framkvæmdastjórnin áminnti Pólverjar fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði árið 2017. Þá hefur hún opnað málsmeðferð vegna brota í tvígang áður vegna mála sem tengjast breytingum á dómskerfi Póllands, meðal annars þegar dómarar voru þvingaðir á eftirlaun. Aðgerðir framkvæmdastjórnarinnar nú beinast að nýjum breytingum pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfinu. Samkvæmt því gætu dómarar verið dregnir fyrir aganefnd og verið refsað telji stjórnvöld dóma þeirra óviðunandi. Aganefndin er aðeins skipuð dómurum sem voru tilnefndir af dómstólaráði sem stjórnarflokkurinn raðaði fulltrúum í, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar segir að fyrirkomulagið tryggi ekki sjálfstæði pólskra dómara þar sem það verji þá ekki fyrir pólitískum afskiptum. Forseti pólsku aganefndarinnar hefði samkvæmt tillögum pólsku stjórnarinnar nær óskorðað vald til ákveða hvort hann tæki upp mál. Pólska ríkisstjórnin hefur nú tvo mánuði til að bregðast við kvörtun framkvæmdastjórnarinnar.
Evrópusambandið Pólland Tengdar fréttir Póllandsstjórn gert að stöðva framkvæmd laga um breytingar á dómskerfinu Evrópudómstóllinn hefur skipað pólskum stjórnvöldum að stöðva þegar í stað framkvæmd laga sem kveða meðal annars á um lækkun eftirlaunaaldurs hæstaréttardómara í landinu. 19. október 2018 14:17 Úrskurður gegn dómaralögum Evrópudómstóllinn í Lúxemborg hefur úrskurðað að pólsk yfirvöld verði að hætta við að lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara úr 70 árum í 65 ár. 20. október 2018 08:00 Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Póllandsstjórn gert að stöðva framkvæmd laga um breytingar á dómskerfinu Evrópudómstóllinn hefur skipað pólskum stjórnvöldum að stöðva þegar í stað framkvæmd laga sem kveða meðal annars á um lækkun eftirlaunaaldurs hæstaréttardómara í landinu. 19. október 2018 14:17
Úrskurður gegn dómaralögum Evrópudómstóllinn í Lúxemborg hefur úrskurðað að pólsk yfirvöld verði að hætta við að lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara úr 70 árum í 65 ár. 20. október 2018 08:00
Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00