Erlent

Breskir hermenn skutu á mynd af Corbyn

Samúel Karl Ólason skrifar
Talsmaður hersins sagði fjölmiðlum í morgun að atferli hermanna vera alfarið óásættanlegt og ekki í samræmi við þá hegðun sem herinn býst við af hermönnum.
Talsmaður hersins sagði fjölmiðlum í morgun að atferli hermanna vera alfarið óásættanlegt og ekki í samræmi við þá hegðun sem herinn býst við af hermönnum.
Varnarmálaráðuneyti Bretlands hefur hafið rannsókn vegna myndbands sem sýnir hermenn æfa sig með því að skjóta á mynd af Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins. Myndbandið-, sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum, var tekið upp í Afganistan og sýnir fjóra fallhlífarhermenn skjóta á mynd af Corbyn úr æfingarbyssum.

Talsmaður hersins sagði fjölmiðlum í morgun að atferli hermanna vera alfarið óásættanlegt og ekki í samræmi við þá hegðun sem herinn býst við af hermönnum.

Myndbandið var upprunalega tekið á Snapchat og var textinn: „Ánægður með þetta“ sýnilegur.

Í samtali við Sky News sagði talsmaður Verkamannaflokksins sömuleiðis að hegðun hermannanna væri óásættanleg en hann sagði hana einnig vera áhyggjuefni. Þá sagði hann flokkinn treysta Varnarmálaráðuneytinu til að rannsaka málið til hlítar og bregðast rétt við.



Búið er að ræða við hermennina en þeir eru á leið heim til Bretlands aftur á næstunni. Þetta tiltekna æfingasvæði þar sem myndbandið var tekið upp er notað af hermönnum sem hafa það hlutverk að vernda háttsetta foringja hersins, erindreka og stjórnmálamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×