Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. apríl 2019 06:30 Sigur Rós hefur notið mikillar velgengni og velta félög tengd sveitinni hundruðum milljóna á ári. Nordicphotos/Getty Ársreikningar þeirra einkahlutafélaga sem koma fyrir í ákærum á hendur meðlimum Sigur Rósar varpa ljósi á umfang og fjárhagslega velgengni sveitarinnar sem í gegnum tíðina hefur verið sveipuð huliðshjúp. Í ákærum á hendur núverandi og einum fyrrverandi meðlimum Sigur Rósar eru eru talin til fjögur félög. Von Andi ehf. og Ess err ehf. hér á landi, Hopefully Touring Ltd. í Bretlandi og Von Andi Inc. líklega í Bandaríkjunum. Þeir Jón Þór Birgisson, Georg Holm, Orri Páll Dýrason og Kjartan Sveinsson eru ákærðir fyrir skattalagabrot í tengslum við þessi félög. Fyrir að telja ekki fram á skattframtölum sínum tekjur frá félögunum og arðgreiðslur og komast þannig hjá greiðslu tekjuskatts og útsvars annars vegar og fjármagnstekjuskatts hins vegar. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um nemur sú upphæð sem þeim er gefið að sök að hafa látið undir höfuð leggjast að greiða alls 150 milljónum króna. Fjórmenningarnir og einn endurskoðandi eru ákærðir í málinu sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigur Rós í sigti saksóknara. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og embætti hans hefur ákært fimm manns vegna meintra skattalagabrota meðlima sveitarinnar. Félagið Von Andi ehf. skilaði ársreikningi fyrir árið 2017 í september síðastliðnum. Félagið skilaði tæplega 38 milljóna króna hagnaði það ár, tekjur þess námu 110 milljónum, samanborið við 103 milljónir árið áður. Félagið á eignir upp á 270 milljónir en óráðstafað eigið fé þess nemur 277 milljónum. Fjórmenningarnir greiddu sér rúmar 112 milljónir króna í arð árið 2016 og hafa í gegnum árin, frá því félagið var stofnað árið 1999 eftir útkomu og velgengni plötunnar Ágætis byrjun, greitt tugi milljóna í arð síðan. Ársreikningur félagsins varpar líka ljósi á hinar ýmsu tekjur og útgjöld sveitarinnar. Til dæmis tekjur af plötu- og DVD-sölu hér á landi og erlendis. Hún nam aðeins 117 þúsund krónum hér árið 2017 en rúmlega 1.100 þúsundum árið 2016. Engar slíkar tekjur voru í Bretlandi árið 2017 samanborið við rúmar 8 milljónir árið 2016. Mestar tekjur hefur félagið þó af erlendum höfundarréttargreiðslum. Þær námu ríflega 104,7 milljónum árið 2017 og tæpum 80 milljónum árið áður. Tekjur af sölu varnings erlendis, tekjur af sjónvarpi, útvarpi og öðru, námu ríflega 20 milljónum árin tvö. Þá má sjá að sveitin greiðir erlendum umboðsaðilum rúmlega 17 milljónir í þóknanir, rúmar fimm milljónir á ári í lögfræðiaðstoð svo fátt eitt sé nefnt. Rekstur Ess Err ehf., sem aðeins er í eigu núverandi meðlima, Jón Þórs, Georgs og Orra, er mun umfangsminni og hefur félagið skilað tapi síðustu tvö birt rekstrarár. Í breska félaginu Hopefully Touring Ltd. eru hins vegar umtalsverðir fjármunir á lausu. Samkvæmt ársreikningi sem Fréttablaðið komst yfir fyrir árið 2017 á það félag um 813 þúsund pund, eða 130 milljónir í óráðstöfuðu eigin fé. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26 Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Meint skattsvik fjögurra meðlima Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot nema alls um 150 milljónum króna þegar vangreiddur tekjuskattur og vangreiddur fjármagnstekjuskattur þeirra allra er talinn saman samkvæmt ákærunum. 28. mars 2019 17:30 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Ársreikningar þeirra einkahlutafélaga sem koma fyrir í ákærum á hendur meðlimum Sigur Rósar varpa ljósi á umfang og fjárhagslega velgengni sveitarinnar sem í gegnum tíðina hefur verið sveipuð huliðshjúp. Í ákærum á hendur núverandi og einum fyrrverandi meðlimum Sigur Rósar eru eru talin til fjögur félög. Von Andi ehf. og Ess err ehf. hér á landi, Hopefully Touring Ltd. í Bretlandi og Von Andi Inc. líklega í Bandaríkjunum. Þeir Jón Þór Birgisson, Georg Holm, Orri Páll Dýrason og Kjartan Sveinsson eru ákærðir fyrir skattalagabrot í tengslum við þessi félög. Fyrir að telja ekki fram á skattframtölum sínum tekjur frá félögunum og arðgreiðslur og komast þannig hjá greiðslu tekjuskatts og útsvars annars vegar og fjármagnstekjuskatts hins vegar. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um nemur sú upphæð sem þeim er gefið að sök að hafa látið undir höfuð leggjast að greiða alls 150 milljónum króna. Fjórmenningarnir og einn endurskoðandi eru ákærðir í málinu sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigur Rós í sigti saksóknara. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og embætti hans hefur ákært fimm manns vegna meintra skattalagabrota meðlima sveitarinnar. Félagið Von Andi ehf. skilaði ársreikningi fyrir árið 2017 í september síðastliðnum. Félagið skilaði tæplega 38 milljóna króna hagnaði það ár, tekjur þess námu 110 milljónum, samanborið við 103 milljónir árið áður. Félagið á eignir upp á 270 milljónir en óráðstafað eigið fé þess nemur 277 milljónum. Fjórmenningarnir greiddu sér rúmar 112 milljónir króna í arð árið 2016 og hafa í gegnum árin, frá því félagið var stofnað árið 1999 eftir útkomu og velgengni plötunnar Ágætis byrjun, greitt tugi milljóna í arð síðan. Ársreikningur félagsins varpar líka ljósi á hinar ýmsu tekjur og útgjöld sveitarinnar. Til dæmis tekjur af plötu- og DVD-sölu hér á landi og erlendis. Hún nam aðeins 117 þúsund krónum hér árið 2017 en rúmlega 1.100 þúsundum árið 2016. Engar slíkar tekjur voru í Bretlandi árið 2017 samanborið við rúmar 8 milljónir árið 2016. Mestar tekjur hefur félagið þó af erlendum höfundarréttargreiðslum. Þær námu ríflega 104,7 milljónum árið 2017 og tæpum 80 milljónum árið áður. Tekjur af sölu varnings erlendis, tekjur af sjónvarpi, útvarpi og öðru, námu ríflega 20 milljónum árin tvö. Þá má sjá að sveitin greiðir erlendum umboðsaðilum rúmlega 17 milljónir í þóknanir, rúmar fimm milljónir á ári í lögfræðiaðstoð svo fátt eitt sé nefnt. Rekstur Ess Err ehf., sem aðeins er í eigu núverandi meðlima, Jón Þórs, Georgs og Orra, er mun umfangsminni og hefur félagið skilað tapi síðustu tvö birt rekstrarár. Í breska félaginu Hopefully Touring Ltd. eru hins vegar umtalsverðir fjármunir á lausu. Samkvæmt ársreikningi sem Fréttablaðið komst yfir fyrir árið 2017 á það félag um 813 þúsund pund, eða 130 milljónir í óráðstöfuðu eigin fé.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26 Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Meint skattsvik fjögurra meðlima Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot nema alls um 150 milljónum króna þegar vangreiddur tekjuskattur og vangreiddur fjármagnstekjuskattur þeirra allra er talinn saman samkvæmt ákærunum. 28. mars 2019 17:30 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26
Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Meint skattsvik fjögurra meðlima Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot nema alls um 150 milljónum króna þegar vangreiddur tekjuskattur og vangreiddur fjármagnstekjuskattur þeirra allra er talinn saman samkvæmt ákærunum. 28. mars 2019 17:30
Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent