
Ferskir erlendir vindar
Þótt krónan hafi ekki styrkst á þessu áru hefur hún aftur á móti staðist dómsdagsspár vegna falls WOW air og vel það. Langtímavextir hafa lækkað um 1,2% á árinu og verðbólga hjaðnað. Það sem kannski mestu skiptir er að langtíma verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur lækkað verulega, úr 4,0% í upphafi árs í 3,0% þegar þetta er skrifað. Mjög óalgengt er að samband langtíma verðbólguvæntinga og krónunnar sé með þeim hætti.
Ýmsir kraftar hafa verið að verki sem ekki hafa allir hlotið mikla athygli. Á árunum 2014 til 2017 safnaði Seðlabanki Íslands umtalsverðum óskuldsettum gjaldeyrisforða og bjó þannig þjóðarbúið vel undir ófyrirséð áföll sem nú hafa skollið á af fullum þunga í ferðaþjónustunni. Seðlabankinn getur því komið í veg fyrir sveiflur á gengi krónunnar með inngripum, það styrkir verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði sem er mikilvægasti þátturinn í leiðinni að lægra vaxtastigi. Hin er sú breyting á íslensku efnahagslífi að samkeppni við útlönd í verslun og þjónustu, ásamt tækniframförum og sjálfvirknivæðingu, leiðir til að launahækkanir skila sér ekki jafn auðveldlega í hærra vöruverði eins og áður. Til að mæta ósjálfbærum launahækkunum munu því íslensk fyrirtæki hagræða með fækkun starfsfólks líkt og þau hafa gert síðustu misserin. Þau sem eiga þess ekki kost verða einfaldlega undir í samkeppninni.
Spyrja má að lokum af hverju hinn erlendi fjárfestir hafði svo rétt fyrir sér á sama tíma og flestir greinendur og líklega mikill meirihluti fjárfesta (lesið út frá verðlagningu markaða) var mun svartsýnni? Líklega sýnir þetta dæmi hve mikilvæg skoðanaskipti við umheiminn geta verið – erlendir fjárfestar sem hafa áhuga á fjárfestingum í íslenskum skuldabréfum eru ekki almennt „illir vogunarsjóðir“ heldur frekar langtímafjárfestar sem eru tilbúnir að hafa langtímaskoðun á íslensku hagkerfi og láta hina heimatilbúnu svartsýni sig minna varða.
Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.
Skoðun

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar