Skert útsýni og of mikill hraði sennileg orsök banaslyss Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 18:13 Banaslysið varð í maí árið 2017. Vísir/Vilhelm Drengur á þrettánda ár sem lést eftir að hafa orðið fyrir bifreið á Eyjafjarðarbraut í maí árið 2017 ók líkast til torfæruhjóli sínu of hratt áður en hann varð fyrir bílnum.Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en þar segir að drengurinn hafi ekið Hondu CR torfæruhjóli niður malarborna heimreið í átt að Eyjafjarðarbraut með fyrirhugaða akstursstefnu norður Eyjafjarðarbraut. Á sama tíma var Suzuki Grand Vitara fólksbifreið ekið suður Eyjafjarðarbraut. Í skýrslu nefndarinnar er tekið fram að veður hafi verið gott, bjart, þurrt og lítill vindur. Heimreiðin niður að þjóðveginum er brött og útsýn takmörkuð þaðan á þjóðveginn sökum trjágróðurs sem stendur nálægt veginum. Ummerki voru á vegamótunum eftir hemlun torfæruhjólsins. Hemlaförin voru um 5 metra löng. Við hemlunina missti ökumaður jafnvægið, féll af hjólinu og varð fyrir bifreiðinni. Virðist sem ökumaður torfæruhjólsins hafi ekið of hratt að vegamótunum en reynt að hemla áður en hann ók inn á Eyjafjarðarbraut í veg fyrir Suzuki bifreiðina. Biðskylda er fyrir umferð af heimreiðinni inn á þjóðveginn. Engin vitni voru að slysinu. Í skýrslunni er tekið fram að á litlu sé að byggja til að meta hraða ökutækjanna fyrir slysið. Þar er þó tekið fram að heimreiðin sem ökumaður torfæruhjólsins ók niður að þjóðveginum sé mjög brött. Var hjólið í fjórða gír af sex en um fimm metra löng hemlaför voru eftir torfæruhjólið. Ökumaður bifreiðarinnar vitnaðu um að hafa verið á 60 til 70 kílómetra hraða. Rannsóknarnefndin telur ökumann bifhjólsins sennilega hafa ekið of hratt að vegamótunum og ekki náð að stöðva hjólið við vegamótin. Var hann hvorki með réttindi né aldur til að aka hjólinu sem var ekki ætlað til akstur á vegum. Þá var útsýni skert á vegamótunum vegna trjágróðurs og er því beint til veghaldara að gera úrbætur til að bæta vegsýn á slysstað. Einnig bendir nefndin á að víða er að finna sambærilega aðstæður við vegi sem brýnt er að lagfæra. Eyjafjarðarsveit Samgönguslys Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Drengur á þrettánda ár sem lést eftir að hafa orðið fyrir bifreið á Eyjafjarðarbraut í maí árið 2017 ók líkast til torfæruhjóli sínu of hratt áður en hann varð fyrir bílnum.Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en þar segir að drengurinn hafi ekið Hondu CR torfæruhjóli niður malarborna heimreið í átt að Eyjafjarðarbraut með fyrirhugaða akstursstefnu norður Eyjafjarðarbraut. Á sama tíma var Suzuki Grand Vitara fólksbifreið ekið suður Eyjafjarðarbraut. Í skýrslu nefndarinnar er tekið fram að veður hafi verið gott, bjart, þurrt og lítill vindur. Heimreiðin niður að þjóðveginum er brött og útsýn takmörkuð þaðan á þjóðveginn sökum trjágróðurs sem stendur nálægt veginum. Ummerki voru á vegamótunum eftir hemlun torfæruhjólsins. Hemlaförin voru um 5 metra löng. Við hemlunina missti ökumaður jafnvægið, féll af hjólinu og varð fyrir bifreiðinni. Virðist sem ökumaður torfæruhjólsins hafi ekið of hratt að vegamótunum en reynt að hemla áður en hann ók inn á Eyjafjarðarbraut í veg fyrir Suzuki bifreiðina. Biðskylda er fyrir umferð af heimreiðinni inn á þjóðveginn. Engin vitni voru að slysinu. Í skýrslunni er tekið fram að á litlu sé að byggja til að meta hraða ökutækjanna fyrir slysið. Þar er þó tekið fram að heimreiðin sem ökumaður torfæruhjólsins ók niður að þjóðveginum sé mjög brött. Var hjólið í fjórða gír af sex en um fimm metra löng hemlaför voru eftir torfæruhjólið. Ökumaður bifreiðarinnar vitnaðu um að hafa verið á 60 til 70 kílómetra hraða. Rannsóknarnefndin telur ökumann bifhjólsins sennilega hafa ekið of hratt að vegamótunum og ekki náð að stöðva hjólið við vegamótin. Var hann hvorki með réttindi né aldur til að aka hjólinu sem var ekki ætlað til akstur á vegum. Þá var útsýni skert á vegamótunum vegna trjágróðurs og er því beint til veghaldara að gera úrbætur til að bæta vegsýn á slysstað. Einnig bendir nefndin á að víða er að finna sambærilega aðstæður við vegi sem brýnt er að lagfæra.
Eyjafjarðarsveit Samgönguslys Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira