GQ fjallar ítarlega um Bitcoin-málið: „Ég vildi bara gefa þeim fingurinn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. apríl 2019 14:30 Hér má sjá hvernig teiknari GQ ímyndar sér að flugið til Stokkhólms hafi verið. Hér má sjá Sindra Þór Stefánsson, tveimur röðum fyrir aftan hann situr Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd/GQ Ítarlega umfjöllun um Bitcoin-málið svokallaða, einn stærsta þjófnað Íslandssögunnar, má finna í apríl-tölublaði bresku útgáfu tísku- og lífstíls tímaritsins GQ. Þar er meðal annars rætt við Sindra Þór Stefánsson, sem flúði fangelsi til Svíþjóðar er málið var til rannsóknar lögreglu.Umfjöllunin ber titilinn „Frá Íslandi til Amsterdam: Hvernig heimsins fyrsta Bitcoin-rán fór út um þúfur“. Umfjöllunin er ríkulega myndskreytt teiknuðum myndum þar sem meðal annars má sjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í grennd við Sinda Þór um borð í flugvél. Líkt og kunnugt er voru þau farþegar á sama farrými um borð í flugvélinni sem fór með þau til Stokkhólms.Bitcoin-málið hefur vakið heimsathygli og vakti strok Sinda Þórs ekki síst mikla athygli. Ítarlega hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum hér á landi. Varðaði það stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði úr þremur gagnaverum, tveimur í Reykjanesbæ og einu í Borgarnesi í desember 2017 og janúar 2018. Tölvurnar voru notaðar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin og hefur búnaðurinn enn ekki skilað sér.Sindri Þór var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi þann 17. janúar síðastliðinn en Matthías Jón Karlsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Þeir hlutu þyngstu dómana af öllum þeim sem viðriðnir voru málið. Hafþór Logi Hlynsson fékk 20 mánaða fangelsisdóm, Pétur Stanislav Karlsson og Viktor Ingi Jónasson hlutu hvor um sig 18 mánaða fangelsisdóm. Hafa þeir allir áfrýjað málinu til Landsréttar en Ívar Gylfason, sem hlaut fimmtán mánaða skilorðsbundin dóm, og Kjartan Sveinarsson, sem fékk einnig skilorðsbundin dóm, áfrýjuðu ekki. Forsíða apríl-útgáfu GQ. Vísað er til umfjöllunar um Bitcoin-málið á forsíðunni hægra megin fyrir miðju.Rekja málið aftur til Hruns Í umfjöllun GQ er málið rakið aftur til Hrunsins haustið 2008 þegar íslensku bankarnir féllu hver á fætur öðrum með alvarlegum afleiðingum fyrir íbúa landsins, og ýmsa aðra. Margir hafi fljótlega snúið sér að rafræna gjaldmiðlinum Bitcoin í kjölfarið sem þá var að ryðja sér til rúms. Smám saman varð Bitcoin æ vinsælla og upp spruttu gagnaver þar sem fyrirtækjum og fjársterkum aðilum var boðið að grafa eftir rafmyntinni.Er það gert með öflugum tölvubúnaði en námugröftur eftir Bitcoin felur í sér gríðarlega orkunotkun. Þá hitnar búnaðurinn auðveldlega og því þarf að fjárfesta í kælingu. Ísland er að mörgu leyti draumastaðurinn fyrir Bitcoin-grafara. Hér er kalt og því þarf minni fjárfestingu í kælibúnaði auk þess sem að orkan til þess að knýja áfram tölvubúnaðinn er bæði ódýr og umhverfisvæn.Það var í þessu umhverfi sem Sindri Þór og félagar létu til skarar skríða. Samkvæmt yfirvöldum stálu þeir, í þremur aðgerðum, 2.250 tölvuíhlutum. Þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins sé um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum.Sindri Þór ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni.FBL/ErnirRæddu við lögmann Sindra Þórs skammt frá saksóknaranum í málinu Í umfjöllun GQ segir að mögulega hefðu þeir komist upp með þetta ef ekki hefði verið fyrir tvær öryggismyndavélar. Eina í Hvalfjarðargöngunum sem hjálpaði lögreglu við að bendla Sindi Þór og Matthías við ránið í Borgarnesi. Aðra í grennd við gagnaver á Ásbrú þar sem mynd náðist af bílnum sem leigður var til verksins. Lögregla var fljót að komast að því að Sindri Þór var einn þeirra sem hafði leigt bílinn.Rætt er við lögmann Sinda Þórs, Þorgils Þorgilsson. Blaðamenn GQ ræddu við Þorgils á kaffihúsi í Reykjavík. Í umfjölluninni segir reyndar að Þorgils hafi þurft að lækka róm sinn mjög til að ræða þá við þá, enda hafi saksóknarinn í málinu setið á sama kaffihúsi, rétt hjá þeim.„Við höldum að við séum risastórt land,“ er haft eftir Þorgilsi. „Við erum það klárlega ekki.“Svo virðist einnig sem að blaðamönnum GQ hafi tekist að ná tali af Sindra Þór sjálfum í gegnum síma þar sem hann útskýrði fyrir þeim af hverju hann hafi ákveðið að flýja daginn örlagaríka, þann 17. apríl á síðasta ári. Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór Stefánssyni (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam, en Hafþór setti þessa mynd á samfélagsmiðilinn á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni.Instagram @haffilogiStoppar fjarstæðukennda umræðu í gufubaðinu um örlög hins stolna tölvubúnaðar „Ég vildi bara gefa þeim fingurinn,“ er haft eftir Sindra Þór og á hann líklega við yfirvöld en líkt og kom fram í yfirlýsingu Sindra Þórs sem hann sendi fjölmiðlum er hann var staddur í Hollandi, leit hann svo á að hann væri frjáls maður, enda hafi gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum runnið út. Hann hafi hins vegar fengið þau skilaboð að hann yrði handtekinn færi hann frá Sogni áður en í ljós kæmi hvort gæsluvarðhaldið yrði framlengt.Þá setur hann einnig spurningamerki við það hvernig lögreglan í Amsterdam hafi þekkt hann út á götu en í umfjöllun GQ segir að tveir lögreglumenn á reiðhjólum hafi hjólað fram hjá honum, þekkt hann og handtekið.„Ég er ekki morðingi, ég er ekki leiðtogi gengis. Ég er ekkert í augum lögreglunnar í Evrópu. Hvernig fór götulögga í Amsterdam að því að þekkja mig?,“ spurði Sindri Þór.Hinni sjö-blaðsíðna umfjöllun lýkur á vangaveltum um hvað hafi orðið að búnaðinum sem stolið var. Orðrómur var uppi að hann hefði verið sendur til Kína eftir að fréttir bárust þaðan að þarlend lögregla hefði lagt hald á 600 Bitcoin-vélar. Haft er eftir Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurlandi að fyrirspurnir lögreglumanna hér á landi til kollega þeirra í Kína hafi engu skilað.Þá segist hann reglulega verða var við umræðu um hvað hafi orðið að búnaðinum í gufubaðinu sem hann sæki reglulega. Hann haldi sig fjarri umræðum um slíkt nema einhverju algjörlega fjarstæðukenndu sé haldið fram um örlög búnaðarins.„Almenningur fær yfirleitt megnið af sinni vitneskju um glæpi úr sjónvarpsþáttum og kvikmyndum,“ er haft eftir Ólafi Helga. „Ég get sagt þér það að sjónvarpsþættir og kvikmyndir eru ekki besta leiðin til þess að læra um glæpi.“ Rafmyntir Fjölmiðlar Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri Þór dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi Dómur féll í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 17. janúar 2019 14:30 Rannsakandi segir mynstrið kýrskýrt dæmi um skipulagða brotastarfsemi Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði símanotkun ákærðu í Bitcoin-málinu gefa vísbendingar um að innbrotin í gagnaverunum hafi verið nokkuð skipulögð. 7. desember 2018 11:10 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Ítarlega umfjöllun um Bitcoin-málið svokallaða, einn stærsta þjófnað Íslandssögunnar, má finna í apríl-tölublaði bresku útgáfu tísku- og lífstíls tímaritsins GQ. Þar er meðal annars rætt við Sindra Þór Stefánsson, sem flúði fangelsi til Svíþjóðar er málið var til rannsóknar lögreglu.Umfjöllunin ber titilinn „Frá Íslandi til Amsterdam: Hvernig heimsins fyrsta Bitcoin-rán fór út um þúfur“. Umfjöllunin er ríkulega myndskreytt teiknuðum myndum þar sem meðal annars má sjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í grennd við Sinda Þór um borð í flugvél. Líkt og kunnugt er voru þau farþegar á sama farrými um borð í flugvélinni sem fór með þau til Stokkhólms.Bitcoin-málið hefur vakið heimsathygli og vakti strok Sinda Þórs ekki síst mikla athygli. Ítarlega hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum hér á landi. Varðaði það stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði úr þremur gagnaverum, tveimur í Reykjanesbæ og einu í Borgarnesi í desember 2017 og janúar 2018. Tölvurnar voru notaðar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin og hefur búnaðurinn enn ekki skilað sér.Sindri Þór var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi þann 17. janúar síðastliðinn en Matthías Jón Karlsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Þeir hlutu þyngstu dómana af öllum þeim sem viðriðnir voru málið. Hafþór Logi Hlynsson fékk 20 mánaða fangelsisdóm, Pétur Stanislav Karlsson og Viktor Ingi Jónasson hlutu hvor um sig 18 mánaða fangelsisdóm. Hafa þeir allir áfrýjað málinu til Landsréttar en Ívar Gylfason, sem hlaut fimmtán mánaða skilorðsbundin dóm, og Kjartan Sveinarsson, sem fékk einnig skilorðsbundin dóm, áfrýjuðu ekki. Forsíða apríl-útgáfu GQ. Vísað er til umfjöllunar um Bitcoin-málið á forsíðunni hægra megin fyrir miðju.Rekja málið aftur til Hruns Í umfjöllun GQ er málið rakið aftur til Hrunsins haustið 2008 þegar íslensku bankarnir féllu hver á fætur öðrum með alvarlegum afleiðingum fyrir íbúa landsins, og ýmsa aðra. Margir hafi fljótlega snúið sér að rafræna gjaldmiðlinum Bitcoin í kjölfarið sem þá var að ryðja sér til rúms. Smám saman varð Bitcoin æ vinsælla og upp spruttu gagnaver þar sem fyrirtækjum og fjársterkum aðilum var boðið að grafa eftir rafmyntinni.Er það gert með öflugum tölvubúnaði en námugröftur eftir Bitcoin felur í sér gríðarlega orkunotkun. Þá hitnar búnaðurinn auðveldlega og því þarf að fjárfesta í kælingu. Ísland er að mörgu leyti draumastaðurinn fyrir Bitcoin-grafara. Hér er kalt og því þarf minni fjárfestingu í kælibúnaði auk þess sem að orkan til þess að knýja áfram tölvubúnaðinn er bæði ódýr og umhverfisvæn.Það var í þessu umhverfi sem Sindri Þór og félagar létu til skarar skríða. Samkvæmt yfirvöldum stálu þeir, í þremur aðgerðum, 2.250 tölvuíhlutum. Þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins sé um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum.Sindri Þór ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni.FBL/ErnirRæddu við lögmann Sindra Þórs skammt frá saksóknaranum í málinu Í umfjöllun GQ segir að mögulega hefðu þeir komist upp með þetta ef ekki hefði verið fyrir tvær öryggismyndavélar. Eina í Hvalfjarðargöngunum sem hjálpaði lögreglu við að bendla Sindi Þór og Matthías við ránið í Borgarnesi. Aðra í grennd við gagnaver á Ásbrú þar sem mynd náðist af bílnum sem leigður var til verksins. Lögregla var fljót að komast að því að Sindri Þór var einn þeirra sem hafði leigt bílinn.Rætt er við lögmann Sinda Þórs, Þorgils Þorgilsson. Blaðamenn GQ ræddu við Þorgils á kaffihúsi í Reykjavík. Í umfjölluninni segir reyndar að Þorgils hafi þurft að lækka róm sinn mjög til að ræða þá við þá, enda hafi saksóknarinn í málinu setið á sama kaffihúsi, rétt hjá þeim.„Við höldum að við séum risastórt land,“ er haft eftir Þorgilsi. „Við erum það klárlega ekki.“Svo virðist einnig sem að blaðamönnum GQ hafi tekist að ná tali af Sindra Þór sjálfum í gegnum síma þar sem hann útskýrði fyrir þeim af hverju hann hafi ákveðið að flýja daginn örlagaríka, þann 17. apríl á síðasta ári. Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór Stefánssyni (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam, en Hafþór setti þessa mynd á samfélagsmiðilinn á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni.Instagram @haffilogiStoppar fjarstæðukennda umræðu í gufubaðinu um örlög hins stolna tölvubúnaðar „Ég vildi bara gefa þeim fingurinn,“ er haft eftir Sindra Þór og á hann líklega við yfirvöld en líkt og kom fram í yfirlýsingu Sindra Þórs sem hann sendi fjölmiðlum er hann var staddur í Hollandi, leit hann svo á að hann væri frjáls maður, enda hafi gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum runnið út. Hann hafi hins vegar fengið þau skilaboð að hann yrði handtekinn færi hann frá Sogni áður en í ljós kæmi hvort gæsluvarðhaldið yrði framlengt.Þá setur hann einnig spurningamerki við það hvernig lögreglan í Amsterdam hafi þekkt hann út á götu en í umfjöllun GQ segir að tveir lögreglumenn á reiðhjólum hafi hjólað fram hjá honum, þekkt hann og handtekið.„Ég er ekki morðingi, ég er ekki leiðtogi gengis. Ég er ekkert í augum lögreglunnar í Evrópu. Hvernig fór götulögga í Amsterdam að því að þekkja mig?,“ spurði Sindri Þór.Hinni sjö-blaðsíðna umfjöllun lýkur á vangaveltum um hvað hafi orðið að búnaðinum sem stolið var. Orðrómur var uppi að hann hefði verið sendur til Kína eftir að fréttir bárust þaðan að þarlend lögregla hefði lagt hald á 600 Bitcoin-vélar. Haft er eftir Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurlandi að fyrirspurnir lögreglumanna hér á landi til kollega þeirra í Kína hafi engu skilað.Þá segist hann reglulega verða var við umræðu um hvað hafi orðið að búnaðinum í gufubaðinu sem hann sæki reglulega. Hann haldi sig fjarri umræðum um slíkt nema einhverju algjörlega fjarstæðukenndu sé haldið fram um örlög búnaðarins.„Almenningur fær yfirleitt megnið af sinni vitneskju um glæpi úr sjónvarpsþáttum og kvikmyndum,“ er haft eftir Ólafi Helga. „Ég get sagt þér það að sjónvarpsþættir og kvikmyndir eru ekki besta leiðin til þess að læra um glæpi.“
Rafmyntir Fjölmiðlar Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri Þór dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi Dómur féll í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 17. janúar 2019 14:30 Rannsakandi segir mynstrið kýrskýrt dæmi um skipulagða brotastarfsemi Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði símanotkun ákærðu í Bitcoin-málinu gefa vísbendingar um að innbrotin í gagnaverunum hafi verið nokkuð skipulögð. 7. desember 2018 11:10 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Sindri Þór dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi Dómur féll í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 17. janúar 2019 14:30
Rannsakandi segir mynstrið kýrskýrt dæmi um skipulagða brotastarfsemi Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði símanotkun ákærðu í Bitcoin-málinu gefa vísbendingar um að innbrotin í gagnaverunum hafi verið nokkuð skipulögð. 7. desember 2018 11:10
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent