Eigandi Heimkaups steinhissa á vel heppnuðu aprílgabbi Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2019 13:36 Á meðal þeirra miðla sem birtu frétt um kaupin voru Ríkisútvarpið, Stundin, Viðskiptablaðið og DV. Fréttirnar voru allar fjarlægðar af vefsíðum miðlanna skömmu eftir að þær birtust. Mynd/Samsett Óhætt er að segja að aprílgabb vefverslunarinnar Heimkaups hafi heppnast afar vel í gær en íslenskir fjölmiðlar gerðu sér margir mat úr falskri fréttatilkynningu þess efnis að verslunarrisinn Target hefði keypt verslunina. Eigandi Heimkaups segist steinhissa á því hversu margir féllu fyrir gabbinu og hlupu apríl.Fátt sem benti til annars en að satt reyndist Í fréttatilkynningunni, sem send var út á vegum Heimkaups skömmu eftir hádegi í gær, sagði m.a. að „gríðarlegur uppgangur“ vefverslunarinnar hafi vakið athygli Target, sem hafi í kjölfarið ákveðið að festa kaup á öllu hlutafé Heimkaups. Þá hafi bæði nafni verslunarinnar og slóð inn á vef hennar verið breytt í Target.is. Þegar inn á hina nýju vefsíðu var komið tók merki Target á móti notendum, og fátt sem benti til annars en að kaup verslunarrisans hafi gengið í gegn. Smelltu notendur hins vegar á hnapp til að kynna sér „allar nýju vörurnar“ voru þeir leiddir inn á síðu sem rækilega var merkt 1. apríl. „Takk fyrir að hlaupa 1. apríl með okkur,“ sagði jafnframt í skilaboðum á vefnum og notendum boðið upp á afsláttarkóða, sem enn er hægt að nýta sér í versluninni. Þeir notendur sem gera sér ferð inn á Target.is í dag grípa þó í tómt, að undanskilinni 1. apríl-kveðju.Þessi síða tók á móti notendum sem reyndu að kynna sér nýju vörurnar sem fylgdu kaupum Target á Heimkaup.Skjáskot/heimkaup.isÍslenskir fjölmiðlar hlupu margir apríl og birtu fréttir á vefsíðum sínum um kaupin. Þar á meðal voru Ríkisútvarpið, Viðskiptablaðið, Stundin og DV. Fréttirnar voru þó í öllum tilvikum fjarlægðar af síðum miðlanna skömmu eftir að þær birtust. Þá er ljóst að Guðmundi Magnasyni, eiganda Heimkaups, var mikið í mun að halda gríninu til streitu. Þegar Vísir náði tali af honum í gær sagðist hann spenntur fyrir kaupunum og sagði þau hafa átt sér tiltölulega stuttan aðdraganda, eða frá áramótum. Guðmundur fékkst þó ekki til þess að hafna því beinum orðum að um aprílgabb væri að ræða þegar hann var inntur eftir því og benti blaðamanni á að fikra sig áfram á vefnum til að komast að hinu sanna.Guðmundur Magnason, eigandi Heimkaups.Fréttablaðið/EyþórHeppnaðist betur en þau áttu von á Guðmundur segir í samtali við Vísi í dag að aprílgabbið hafi heppnast afar vel og vakið mikla lukku. „Ég reyndar verð að viðurkenna að ég varð steinhissa á því hversu margir fjölmiðlar hlupu, af því að grínið var svo grunnt,“ segir Guðmundur. Þá hafi ekki verið lagt ýkja mikið í aprílgabbið, þó að það kunni að virðast íburðarmikið. Þannig hafi Heimkaup fengið lánað lénið Target.is, sem er í eigu Íslendings, en ekki fest kaup á því fyrir hrekkinn. Þá hafi hvorki verið notast við opinbert merki Target né rétta rauða litinn sem prýðir það. „Við í rauninni gerðum ekki mjög mikið, þetta er gert á korteri. Og heppnaðist kannski betur en við áttum von á,“ segir Guðmundur.En ertu nokkuð með samviskubit yfir því að hafa platað blaðamenn?„Ég talaði við tvo fjölmiðla og ég hafði það ekki í mér að svara því beinum orðum [að um aprílgabb væri að ræða]. Ég gat talað í kringum það en svo kom beina spurningin og þá koxaði ég,“ segir Guðmundur. Aprílgabb Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nýjasta Járnsætið gæti verið á Íslandi Ný mynd sem birtist á Twitter-síðu Game of Thrones í gær sýnir aðstæður sem svipar til Íslands þótt ómögulegt sé að fullyrða það. 1. apríl 2019 13:00 Hatari með síðasta aprílgabb dagsins? Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í ár, tilkynnir á síðunni Icelandic Music News að þeir ætli ekki að taka þátt í keppninni í ár. Athygli vekur að tilkynningin kemur 1. apríl. 1. apríl 2019 22:08 Aprílgöbbin 2019: Leituðu að járnsæti í Öskjuhlíðinni, Brokkólíkók og fíkniefnaleitar kanína Í dag er 1. apríl og þá keppist fólk og fyrirtæki í því að reyna fá fólk til að hlaupa 1. apríl með góðu gabbi. 1. apríl 2019 16:30 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Óhætt er að segja að aprílgabb vefverslunarinnar Heimkaups hafi heppnast afar vel í gær en íslenskir fjölmiðlar gerðu sér margir mat úr falskri fréttatilkynningu þess efnis að verslunarrisinn Target hefði keypt verslunina. Eigandi Heimkaups segist steinhissa á því hversu margir féllu fyrir gabbinu og hlupu apríl.Fátt sem benti til annars en að satt reyndist Í fréttatilkynningunni, sem send var út á vegum Heimkaups skömmu eftir hádegi í gær, sagði m.a. að „gríðarlegur uppgangur“ vefverslunarinnar hafi vakið athygli Target, sem hafi í kjölfarið ákveðið að festa kaup á öllu hlutafé Heimkaups. Þá hafi bæði nafni verslunarinnar og slóð inn á vef hennar verið breytt í Target.is. Þegar inn á hina nýju vefsíðu var komið tók merki Target á móti notendum, og fátt sem benti til annars en að kaup verslunarrisans hafi gengið í gegn. Smelltu notendur hins vegar á hnapp til að kynna sér „allar nýju vörurnar“ voru þeir leiddir inn á síðu sem rækilega var merkt 1. apríl. „Takk fyrir að hlaupa 1. apríl með okkur,“ sagði jafnframt í skilaboðum á vefnum og notendum boðið upp á afsláttarkóða, sem enn er hægt að nýta sér í versluninni. Þeir notendur sem gera sér ferð inn á Target.is í dag grípa þó í tómt, að undanskilinni 1. apríl-kveðju.Þessi síða tók á móti notendum sem reyndu að kynna sér nýju vörurnar sem fylgdu kaupum Target á Heimkaup.Skjáskot/heimkaup.isÍslenskir fjölmiðlar hlupu margir apríl og birtu fréttir á vefsíðum sínum um kaupin. Þar á meðal voru Ríkisútvarpið, Viðskiptablaðið, Stundin og DV. Fréttirnar voru þó í öllum tilvikum fjarlægðar af síðum miðlanna skömmu eftir að þær birtust. Þá er ljóst að Guðmundi Magnasyni, eiganda Heimkaups, var mikið í mun að halda gríninu til streitu. Þegar Vísir náði tali af honum í gær sagðist hann spenntur fyrir kaupunum og sagði þau hafa átt sér tiltölulega stuttan aðdraganda, eða frá áramótum. Guðmundur fékkst þó ekki til þess að hafna því beinum orðum að um aprílgabb væri að ræða þegar hann var inntur eftir því og benti blaðamanni á að fikra sig áfram á vefnum til að komast að hinu sanna.Guðmundur Magnason, eigandi Heimkaups.Fréttablaðið/EyþórHeppnaðist betur en þau áttu von á Guðmundur segir í samtali við Vísi í dag að aprílgabbið hafi heppnast afar vel og vakið mikla lukku. „Ég reyndar verð að viðurkenna að ég varð steinhissa á því hversu margir fjölmiðlar hlupu, af því að grínið var svo grunnt,“ segir Guðmundur. Þá hafi ekki verið lagt ýkja mikið í aprílgabbið, þó að það kunni að virðast íburðarmikið. Þannig hafi Heimkaup fengið lánað lénið Target.is, sem er í eigu Íslendings, en ekki fest kaup á því fyrir hrekkinn. Þá hafi hvorki verið notast við opinbert merki Target né rétta rauða litinn sem prýðir það. „Við í rauninni gerðum ekki mjög mikið, þetta er gert á korteri. Og heppnaðist kannski betur en við áttum von á,“ segir Guðmundur.En ertu nokkuð með samviskubit yfir því að hafa platað blaðamenn?„Ég talaði við tvo fjölmiðla og ég hafði það ekki í mér að svara því beinum orðum [að um aprílgabb væri að ræða]. Ég gat talað í kringum það en svo kom beina spurningin og þá koxaði ég,“ segir Guðmundur.
Aprílgabb Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nýjasta Járnsætið gæti verið á Íslandi Ný mynd sem birtist á Twitter-síðu Game of Thrones í gær sýnir aðstæður sem svipar til Íslands þótt ómögulegt sé að fullyrða það. 1. apríl 2019 13:00 Hatari með síðasta aprílgabb dagsins? Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í ár, tilkynnir á síðunni Icelandic Music News að þeir ætli ekki að taka þátt í keppninni í ár. Athygli vekur að tilkynningin kemur 1. apríl. 1. apríl 2019 22:08 Aprílgöbbin 2019: Leituðu að járnsæti í Öskjuhlíðinni, Brokkólíkók og fíkniefnaleitar kanína Í dag er 1. apríl og þá keppist fólk og fyrirtæki í því að reyna fá fólk til að hlaupa 1. apríl með góðu gabbi. 1. apríl 2019 16:30 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Nýjasta Járnsætið gæti verið á Íslandi Ný mynd sem birtist á Twitter-síðu Game of Thrones í gær sýnir aðstæður sem svipar til Íslands þótt ómögulegt sé að fullyrða það. 1. apríl 2019 13:00
Hatari með síðasta aprílgabb dagsins? Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í ár, tilkynnir á síðunni Icelandic Music News að þeir ætli ekki að taka þátt í keppninni í ár. Athygli vekur að tilkynningin kemur 1. apríl. 1. apríl 2019 22:08
Aprílgöbbin 2019: Leituðu að járnsæti í Öskjuhlíðinni, Brokkólíkók og fíkniefnaleitar kanína Í dag er 1. apríl og þá keppist fólk og fyrirtæki í því að reyna fá fólk til að hlaupa 1. apríl með góðu gabbi. 1. apríl 2019 16:30