Sjávarsýn, félag Bjarna Ármannssonar, fær greiddar 80 milljónir króna frá íslenska ríkinu vegna ofsköttunar. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurði yfirskattanefndar og ríkisskattstjóra.
Málið varðar kaup Sjávarsýnar á einkahlutafélaginu Imagine Investment árið 2007 í þeim tilgangi að fjárfesta í norsku fasteignafélagi og fjárfesti Sjávarsýn meðal annars í Glitni Property Holding AS fyrir um einn milljarð íslenskra króna.
Sjávarsýn og Imagine Investment sameinuðust árið 2012 undir nafni og kennitölu Sjávarsýnar. Þegar samruninn tók gildi voru eignir Imagine Investment tæpar 28 milljónir króna. Við sameininguna færði stefnandi yfirfæranlegt tap dótturfélagsins frá reikningsárunum 2008 og 2009 til frádráttar tekjum í skattframtölum sínum árin 2013 og 2014.
Ríkisskattstjóri taldi að samruninn hefði ekki verið gerður í eðlilegum rekstrartilgangi. Þá taldi ríkisskattstjóri að dótturfélagið hefði átt óverulegar eignir fyrir samrunann. Yfirskattanefnd staðfesti úrskurð Ríkisskattstjóra árið 2017 en nú hefur Héraðsdómur Reykjavíkur fellt úrskurðina úr gildi.
Sjávarsýn Bjarna fær 80 milljónir

Tengdar fréttir

Bjarni Ármanns keypti sig inn í skórisann S4S
Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, keypti 26 prósenta hlut í heildversluninni S4S af Ingunni Gyðu Wernersdóttur. Rekur skóverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Skór.is, Kaupfélagið, Toppskórinn og Air.is í Smáralind.

Félag Bjarna Ármannssonar tapaði 50 milljónum í fyrra
Fjárfestingarfélagið Sjávarsýn ehf., sem er í eigu Bjarna Ármannssonar, fjárfestis og fyrrverandi forstjóra Glitnis banka, tapaði ríflega 50 milljónum króna í fyrra

Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann
Kaupir Tandur hf. sem flytur inn og framleiðir hreinlætisvörur.