Arnór Ingvi Traustason lagði upp mark Malmö þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Häcken í 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Á upphafsmínútu seinni hálfleiks átti Arnór fyrirgjöf frá vinstri á Marcus Antonsson sem skoraði með viðkomu í varnarmanni.
Níu mínútum síðar fékk Malmö vítaspyrnu sem Antonsson klúðraði. Það átti eftir að reynast dýrt því Häcken jafnaði á 76. mínútu.
Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn í framlínu Hammarby sem gerði 1-1 jafntefli við Elfsborg. Þetta var fyrsti leikur Viðars fyrir Hammarby.
Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Velje og lék allan leikinn þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Jöfnunarmark AGF kom í uppbótartíma.
Arnór Smárason var ekki í leikmannahópi Lilleström sem gerði 1-1 jafntefli við Stabæk í norsku úrvalsdeildinni.
Arnór Ingvi með stoðsendingu í jafntefli
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1



Sendu Houston enn á ný í háttinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1