Strætóbílstjórar segjast ekki geta lifað á launum sínum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. apríl 2019 20:00 Strætóbílstjórar almenningsvagna Kynnisferða segjast ekki geta lifað á launum sínum en þeir lögðu niður störf í fjórar klukkustundir í dag. Framkvæmdastjóri Strætó segir að farþegar virðist hafa verið meðvitaðir um verkfallsaðgerðir. Fréttastofa náði þó tali af nokkrum sem urðu seinir í skóla og vinnu vegna verkfallsins. Vagnstjórar tíu leiða lögðu niður störf frá klukkan sjö til níu í morgun. Vagnarnir voru stöðvaðir á fjölförnum stöðvum svo sem á Hlemmi eða í Mjódd. Vagnstjórar efndu til kröfugöngu í kringum Hlemm á meðan verkfallið stóðí morgun. Þá fóru þeir aftur til vinnu klukkan níu og lögðu svo niður störf að nýju klukkan fjögur til sex í dag.Dagurinn gengið vonum framar Framkvæmdastjóri Strætó segir að stór hluti farþega hafi verið meðvitaður um verkfallsaðgerðir. Dagurinn hafi gengið vonum framar. „Fólk hefur fundið aðrar leiðir sem það hefur nýtt sér. Það getur þess vegna verið einkabílinn sem er kannski ekki nógu gott,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Geta ekki lifað á laununum sínum Kristinn Eiðsson, vagnstjóri hjá Kynnisferðum, segir strætóbílstjóra almenningsvagna Kynnisferða ekki geta lifaðá launum sínum. „Þeir hafa svo lág laun miðað við til dæmis þá sem er hjá Strætó bs. Þeir eru með 55 þúsund krónum hærra í laun á mánuði en við. Við náum ekki að lifa áþessu,“ segir Kristinn og bætir við að grunnlaunin séu um 301 þúsund krónur á mánuði. Í samtali við fréttastofu segja bílstjórar að farþegar hafi tekiðþví vel þegar þeir lögðu niður störf. „Það var enginn reiður,“ segir Kristinn sem hefur fundið fyrir miklum samhug í dag. Náist samningar ekki stendur verkfalliðút apríl. „Það hafa auðvitað allir áhyggjur af verkföllum. Þau eru ekki gott mál. Ég vona bara að menn sjái sóma sinn í því að semja sem fyrst,“ segir Jóhannes. Kjaramál Strætó Verkföll 2019 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
Strætóbílstjórar almenningsvagna Kynnisferða segjast ekki geta lifað á launum sínum en þeir lögðu niður störf í fjórar klukkustundir í dag. Framkvæmdastjóri Strætó segir að farþegar virðist hafa verið meðvitaðir um verkfallsaðgerðir. Fréttastofa náði þó tali af nokkrum sem urðu seinir í skóla og vinnu vegna verkfallsins. Vagnstjórar tíu leiða lögðu niður störf frá klukkan sjö til níu í morgun. Vagnarnir voru stöðvaðir á fjölförnum stöðvum svo sem á Hlemmi eða í Mjódd. Vagnstjórar efndu til kröfugöngu í kringum Hlemm á meðan verkfallið stóðí morgun. Þá fóru þeir aftur til vinnu klukkan níu og lögðu svo niður störf að nýju klukkan fjögur til sex í dag.Dagurinn gengið vonum framar Framkvæmdastjóri Strætó segir að stór hluti farþega hafi verið meðvitaður um verkfallsaðgerðir. Dagurinn hafi gengið vonum framar. „Fólk hefur fundið aðrar leiðir sem það hefur nýtt sér. Það getur þess vegna verið einkabílinn sem er kannski ekki nógu gott,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Geta ekki lifað á laununum sínum Kristinn Eiðsson, vagnstjóri hjá Kynnisferðum, segir strætóbílstjóra almenningsvagna Kynnisferða ekki geta lifaðá launum sínum. „Þeir hafa svo lág laun miðað við til dæmis þá sem er hjá Strætó bs. Þeir eru með 55 þúsund krónum hærra í laun á mánuði en við. Við náum ekki að lifa áþessu,“ segir Kristinn og bætir við að grunnlaunin séu um 301 þúsund krónur á mánuði. Í samtali við fréttastofu segja bílstjórar að farþegar hafi tekiðþví vel þegar þeir lögðu niður störf. „Það var enginn reiður,“ segir Kristinn sem hefur fundið fyrir miklum samhug í dag. Náist samningar ekki stendur verkfalliðút apríl. „Það hafa auðvitað allir áhyggjur af verkföllum. Þau eru ekki gott mál. Ég vona bara að menn sjái sóma sinn í því að semja sem fyrst,“ segir Jóhannes.
Kjaramál Strætó Verkföll 2019 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira