Kolbeinn: Stefni aftur í landsliðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. apríl 2019 13:30 Kolbeinn kátur með nýju treyjuna. mynd/aik „Ég gæti ekki verið ánægðari með þessa niðurstöðu,“ segir framherjinn Kolbeinn Sigþórsson við Vísi en hann er búinn að semja við sænska meistaraliðið AIK og sér loksins fram á bjartari tíma. Kolbeinn hefur í raun ekki spilað mikinn fótbolta frá því EM lauk árið 2016. Hann hefur verið mikið meiddur og lenti síðan í frystikistunni hjá franska liðinu Nantes sem hann loksins slapp upp úr á dögunum. Kolbeinn segist vera líkamlega heill en vantar eðlilega að spila fótbolta. AIK hefur mikla trú á Kolbeini og samdi við hann til ársins 2021. „Þeir hafa mikla trú á mér og ég vil ólmur endurgjalda þeim það traust. Þeir munu vinna með mér í að byggja mig aftur upp sem knattspyrnumann. Þeir munu sýna mér þolinmæði og það skiptir mig máli. Ég get svo vonandi sýnt þeim í kjölfarið hvað í mér býr,“ segir Kolbeinn ákveðinn. „Þetta er auðvitað ekkert búið að vera auðvelt en ég get lagt það núna til hliðar. Það eru bjartari tímar fram undan.“ Framherjinn hafði úr ýmsu að moða en efast ekkert um að hann hafi valið rétt. „Það var áhugi víða á Norðurlöndunum og svo einnig í Asíu en mér leist best á AIK.“ Þó svo Kolbeinn eigi langt í land með að ná sama styrk og hann bjó yfir er hann var upp á sitt besta þá er hann metnaðarfullur og setur markið hátt. „Ég vil ná sama styrk og áður og geta sýnt hvað ég get. Ég tel mig geta það og þá ætla ég mér að komast aftur í landsliðið,“ segir Kolbeinn sem varð 29 ára á dögunum. Ljóst er að það myndi gleðja marga ef hann nær fyrri styrk og þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikilvægt það væri fyrir landsliðið. Kolbeinn mun leika í treyju númer 30 hjá AIK en hann hefur oftar en ekki leikið með númerið 9 á bakinu. „Ég hefði auðvitað kosið níuna en tímabilið er hafið og hún var ekki á lausu. Úrvalið var ekki mikið eða númerin 4, 32 og 30. Ég valdi 30 af þessu frábæra úrvali,“ sagði Kolbeinn léttur. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir AIK að stela Kolbeini af Djurgården Kolbeinn Sigþórsson er sagður á leið til Svíþjóðarmeistaranna. 28. mars 2019 14:45 Kolbeinn orðinn leikmaður AIK Framherjinn er búinn að finna sér nýtt félag. 31. mars 2019 18:30 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
„Ég gæti ekki verið ánægðari með þessa niðurstöðu,“ segir framherjinn Kolbeinn Sigþórsson við Vísi en hann er búinn að semja við sænska meistaraliðið AIK og sér loksins fram á bjartari tíma. Kolbeinn hefur í raun ekki spilað mikinn fótbolta frá því EM lauk árið 2016. Hann hefur verið mikið meiddur og lenti síðan í frystikistunni hjá franska liðinu Nantes sem hann loksins slapp upp úr á dögunum. Kolbeinn segist vera líkamlega heill en vantar eðlilega að spila fótbolta. AIK hefur mikla trú á Kolbeini og samdi við hann til ársins 2021. „Þeir hafa mikla trú á mér og ég vil ólmur endurgjalda þeim það traust. Þeir munu vinna með mér í að byggja mig aftur upp sem knattspyrnumann. Þeir munu sýna mér þolinmæði og það skiptir mig máli. Ég get svo vonandi sýnt þeim í kjölfarið hvað í mér býr,“ segir Kolbeinn ákveðinn. „Þetta er auðvitað ekkert búið að vera auðvelt en ég get lagt það núna til hliðar. Það eru bjartari tímar fram undan.“ Framherjinn hafði úr ýmsu að moða en efast ekkert um að hann hafi valið rétt. „Það var áhugi víða á Norðurlöndunum og svo einnig í Asíu en mér leist best á AIK.“ Þó svo Kolbeinn eigi langt í land með að ná sama styrk og hann bjó yfir er hann var upp á sitt besta þá er hann metnaðarfullur og setur markið hátt. „Ég vil ná sama styrk og áður og geta sýnt hvað ég get. Ég tel mig geta það og þá ætla ég mér að komast aftur í landsliðið,“ segir Kolbeinn sem varð 29 ára á dögunum. Ljóst er að það myndi gleðja marga ef hann nær fyrri styrk og þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikilvægt það væri fyrir landsliðið. Kolbeinn mun leika í treyju númer 30 hjá AIK en hann hefur oftar en ekki leikið með númerið 9 á bakinu. „Ég hefði auðvitað kosið níuna en tímabilið er hafið og hún var ekki á lausu. Úrvalið var ekki mikið eða númerin 4, 32 og 30. Ég valdi 30 af þessu frábæra úrvali,“ sagði Kolbeinn léttur.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir AIK að stela Kolbeini af Djurgården Kolbeinn Sigþórsson er sagður á leið til Svíþjóðarmeistaranna. 28. mars 2019 14:45 Kolbeinn orðinn leikmaður AIK Framherjinn er búinn að finna sér nýtt félag. 31. mars 2019 18:30 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
AIK að stela Kolbeini af Djurgården Kolbeinn Sigþórsson er sagður á leið til Svíþjóðarmeistaranna. 28. mars 2019 14:45