Reyna að landa samningum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. apríl 2019 10:27 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun. Vísir/Egill Fundur verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 9:30 í húsakynnum sáttasemjara í morgun. Formaður VR segir það koma í ljós í dag hvort náist að semja. Formaður VLFA segir stöðuna tvísýna. Fundur deiluaðila í gær stóð yfir í rúmar tólf klukkustundir en hann hófst klukkan 10 og lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi.Vísbending fólgin í yfirstandandi viðræðum Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagðist ekki mega tjá sig um það hvort árangur hefði náðst í viðræðum um helgina. „Við ætlum að sjá hvort við náum að landa þessu í dag, svo kemur það bara í ljós.“Eru einhverjar líkur á því?„Ég vil bara ekki meta það að svo stöddu, því miður.“Eruði að nálgast samkomulag?„Við erum enn þá að tala saman, það hlýtur að gefa einhverja smá vísbendingu. Það fer nú að styttast í að það liggi fyrir, einhver niðurstaða.“ Ragnar sagði launaliðinn jafnframt hafa verið til umræðu hjá deiluaðilum. Liðurinn væri á meðal þeirra „stóru mála sem raunverulega skila okkur einhverri niðurstöðu“. Ómögulegt sé þó að segja til um það hvenær fundi ljúki í dag.Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA í Karphúsinu í dag.Vísir/EgillGera atlögu að samningum í dag Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA sagði í samtali við fréttastofu fyrir fundinn í morgun að staða viðræðanna væri tvísýn. „Ég ætla bara rétt að vona að okkur berist gæfa til að klára þetta,“ sagði Vilhjálmur. Inntur eftir því hvort líklegt væri að samningar næðust í dag sagði Vilhjálmur að deiluaðilar hygðust reyna að gera atlögu að því. Ýmislegt standi út af en ábyrgðin væri þeirra að klára málið. Þá gat Vilhjálmur ekki tjáð sig um hvort það væri launaliðurinn sem stæði út af í viðræðunum. „Ég get ekki tjáð mig um það. Ríkissáttasemjari setur okkur skýr skilyrði hvað það varðar.“ Verkfall strætóbílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða, sem eru félagsmenn Eflingar, hófst klukkan 7 í morgun og stóð til 9. Gert er ráð fyrir að verkfallið standi yfir út apríl, á hverjum degi frá 7-9 á morgnana og 16 til 18 síðdegis, en um er að ræða tíu leiðir Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Samningafundi slitið og verkfall hefst á morgun Samningafundi verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk nú á ellefta tímanum. 31. mars 2019 22:38 Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka. 31. mars 2019 22:33 Segir flesta meðvitaða um verkfallsaðgerðirnar Fjölmargar ferðir Strætó féllu niður í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar. 1. apríl 2019 10:13 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Fundur verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 9:30 í húsakynnum sáttasemjara í morgun. Formaður VR segir það koma í ljós í dag hvort náist að semja. Formaður VLFA segir stöðuna tvísýna. Fundur deiluaðila í gær stóð yfir í rúmar tólf klukkustundir en hann hófst klukkan 10 og lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi.Vísbending fólgin í yfirstandandi viðræðum Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagðist ekki mega tjá sig um það hvort árangur hefði náðst í viðræðum um helgina. „Við ætlum að sjá hvort við náum að landa þessu í dag, svo kemur það bara í ljós.“Eru einhverjar líkur á því?„Ég vil bara ekki meta það að svo stöddu, því miður.“Eruði að nálgast samkomulag?„Við erum enn þá að tala saman, það hlýtur að gefa einhverja smá vísbendingu. Það fer nú að styttast í að það liggi fyrir, einhver niðurstaða.“ Ragnar sagði launaliðinn jafnframt hafa verið til umræðu hjá deiluaðilum. Liðurinn væri á meðal þeirra „stóru mála sem raunverulega skila okkur einhverri niðurstöðu“. Ómögulegt sé þó að segja til um það hvenær fundi ljúki í dag.Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA í Karphúsinu í dag.Vísir/EgillGera atlögu að samningum í dag Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA sagði í samtali við fréttastofu fyrir fundinn í morgun að staða viðræðanna væri tvísýn. „Ég ætla bara rétt að vona að okkur berist gæfa til að klára þetta,“ sagði Vilhjálmur. Inntur eftir því hvort líklegt væri að samningar næðust í dag sagði Vilhjálmur að deiluaðilar hygðust reyna að gera atlögu að því. Ýmislegt standi út af en ábyrgðin væri þeirra að klára málið. Þá gat Vilhjálmur ekki tjáð sig um hvort það væri launaliðurinn sem stæði út af í viðræðunum. „Ég get ekki tjáð mig um það. Ríkissáttasemjari setur okkur skýr skilyrði hvað það varðar.“ Verkfall strætóbílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða, sem eru félagsmenn Eflingar, hófst klukkan 7 í morgun og stóð til 9. Gert er ráð fyrir að verkfallið standi yfir út apríl, á hverjum degi frá 7-9 á morgnana og 16 til 18 síðdegis, en um er að ræða tíu leiðir Strætó á höfuðborgarsvæðinu.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Samningafundi slitið og verkfall hefst á morgun Samningafundi verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk nú á ellefta tímanum. 31. mars 2019 22:38 Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka. 31. mars 2019 22:33 Segir flesta meðvitaða um verkfallsaðgerðirnar Fjölmargar ferðir Strætó féllu niður í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar. 1. apríl 2019 10:13 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Samningafundi slitið og verkfall hefst á morgun Samningafundi verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk nú á ellefta tímanum. 31. mars 2019 22:38
Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka. 31. mars 2019 22:33
Segir flesta meðvitaða um verkfallsaðgerðirnar Fjölmargar ferðir Strætó féllu niður í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar. 1. apríl 2019 10:13