Flestir spáðu því að Duke myndi fara alla leið í NCAA-mótinu en Duke lifði á lyginni í fyrstu leikjunum en slapp ekki með skrekkinn í nótt.
Hér má sjá sigurkörfu leiksins.
What a CLUTCH to put @MSU_Basketball up ! #MarchMadness | #Elite8pic.twitter.com/OX5Dpe9OgL
— NCAA March Madness (@marchmadness) March 31, 2019
.@MSU_Basketball UPSETS DUKE AND IS HEADED TO THE #FINALFOUR! #MarchMadness | #Elite8pic.twitter.com/dbysnN9szp
— NCAA March Madness (@marchmadness) March 31, 2019
Það var þungt yfir Zion eftir leikinn enda veit hann að þetta lið mun aldrei spila aftur saman. Hann er ekki enn búinn að gefa það formlega út að hann fari í nýliðaval NBA-deildarinnar í sumar en mun gera það. Það er nánast pottþétt að hann verður valinn fyrstur.
Hann skoraði 24 stig og tók 14 fráköst í nótt. Hann skoraði 104 stig á mótinu og er fyrsti nýliðinn sem fer yfir 100 stig síðan Derrick Rose gerði það árið 2008.