Þjóðkirkjan segir ríkið sýna siðlausa háttsemi Sveinn Arnarsson skrifar 1. apríl 2019 07:15 Háteigs- og Hallgrímskirkja eru ein af helstu kennileitum borgarinnar þegar kirkjur eru annars vegar. Fréttablaðið/Stefán Alþingi og þjóðkirkjan ræða nú saman um framtíðarskipulag fjármála þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan telur söfnuði sína hafa greitt á annan tug milljarða króna af sóknargjöldum sínum til ríkisins vegna skerðingar ríkis á fjárframlögum til þeirra ár hvert. Við það verði ekki unað og telur kirkjan framferði ríkisvaldsins siðlaust. Samninganefnd ríkisins og þjóðkirkjunnar hefur síðustu mánuði unnið að samningagerð án þess að niðurstaða hafi náðst að fullu.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/ANtonÍ minnisblaði þjóðkirkjunnar sem var sent samninganefndinni kemur fram að kirkjan sé afar ósátt við stjórnvöld fyrir að taka skerf af sóknargjöldum sóknarbarna kirkjunnar og setja í ríkissjóð. Af rúmum 1.500 krónum á mánuði fari aðeins rúmlega 900 krónur til kirkjunnar. Kirkjan segir að fjárlagafrumvarp þessa árs hafi síðan aukið þetta misvægi. Þingið ákvað að lækka sóknargjald til safnaða um sjö krónur en hækka innheimt sóknargjald um 93 krónur. Þjóðkirkjan vill meina að ríkið hafi því tekið 223 milljónum króna meira frá söfnuðum kirkjunnar en árin áður. „Sá gjörningur fjármála- og efnahagsráðuneytisins að leggja fram tillögu við 3. umræðu um frumvarp til gildandi fjárlaga sem hefur í för með sér 223 miljóna króna aukningu á skerðingu greiðslna til safnaða þjóðkirkjunnar frá fyrra ári lýsir viðhorfi sem endurspeglar ekki mikinn samningsvilja í málinu en þessi nýjasta skerðing sóknargjaldanna gerir ekkert annað en að hækka samningskröfu kirkjunnar sem henni nemur. Það er síðan áleitin spurning hvort um hafi verið að ræða upplýsta ákvörðun Alþingis,“ segir í minnisblaðinu.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Þjóðkirkjan vill meina að hér sé um að ræða eign þjóðkirkjunnar því að þessi hlutdeild í tekjuskatti sóknarbarna er eign safnaða kirkjunnar. „Sú háttsemi ríkisvaldsins að skila ekki nema liðlega helmingi af fé sem það tekur að sér að innheimta er þannig í ákveðnum skilningi eignaupptaka og siðlaus þótt ekkert sé efast um lögmætið,“ segir jafnframt í minnisblaðinu. Á þingi er einnig starfrækt svokölluð samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar og hafa gögn verið send samstarfsnefndinni vegna samningagerðar ríkis og kirkju. Fréttablaðið hefur óskað eftir fundargerðum samstarfsnefndar þingsins en án árangurs. Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður forsetaskrifstofu, segir í svari fyrir hönd þingsins að fundargerðir samstarfsnefndarinnar séu ekki til. „Hvað varðar fyrirspurn um fundargerðir er því til að svara að ekki eru haldnar formlegar fundargerðir þar eð samstarfsnefndin er fyrst og fremst vettvangur til upplýsingamiðlunar og samtals milli fulltrúa Alþingis og þjóðkirkjunnar þar sem formlegar ákvarðanir eru ekki teknar,“ segir í svari Jörundar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Þjóðkirkjan Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Alþingi og þjóðkirkjan ræða nú saman um framtíðarskipulag fjármála þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan telur söfnuði sína hafa greitt á annan tug milljarða króna af sóknargjöldum sínum til ríkisins vegna skerðingar ríkis á fjárframlögum til þeirra ár hvert. Við það verði ekki unað og telur kirkjan framferði ríkisvaldsins siðlaust. Samninganefnd ríkisins og þjóðkirkjunnar hefur síðustu mánuði unnið að samningagerð án þess að niðurstaða hafi náðst að fullu.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/ANtonÍ minnisblaði þjóðkirkjunnar sem var sent samninganefndinni kemur fram að kirkjan sé afar ósátt við stjórnvöld fyrir að taka skerf af sóknargjöldum sóknarbarna kirkjunnar og setja í ríkissjóð. Af rúmum 1.500 krónum á mánuði fari aðeins rúmlega 900 krónur til kirkjunnar. Kirkjan segir að fjárlagafrumvarp þessa árs hafi síðan aukið þetta misvægi. Þingið ákvað að lækka sóknargjald til safnaða um sjö krónur en hækka innheimt sóknargjald um 93 krónur. Þjóðkirkjan vill meina að ríkið hafi því tekið 223 milljónum króna meira frá söfnuðum kirkjunnar en árin áður. „Sá gjörningur fjármála- og efnahagsráðuneytisins að leggja fram tillögu við 3. umræðu um frumvarp til gildandi fjárlaga sem hefur í för með sér 223 miljóna króna aukningu á skerðingu greiðslna til safnaða þjóðkirkjunnar frá fyrra ári lýsir viðhorfi sem endurspeglar ekki mikinn samningsvilja í málinu en þessi nýjasta skerðing sóknargjaldanna gerir ekkert annað en að hækka samningskröfu kirkjunnar sem henni nemur. Það er síðan áleitin spurning hvort um hafi verið að ræða upplýsta ákvörðun Alþingis,“ segir í minnisblaðinu.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Þjóðkirkjan vill meina að hér sé um að ræða eign þjóðkirkjunnar því að þessi hlutdeild í tekjuskatti sóknarbarna er eign safnaða kirkjunnar. „Sú háttsemi ríkisvaldsins að skila ekki nema liðlega helmingi af fé sem það tekur að sér að innheimta er þannig í ákveðnum skilningi eignaupptaka og siðlaus þótt ekkert sé efast um lögmætið,“ segir jafnframt í minnisblaðinu. Á þingi er einnig starfrækt svokölluð samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar og hafa gögn verið send samstarfsnefndinni vegna samningagerðar ríkis og kirkju. Fréttablaðið hefur óskað eftir fundargerðum samstarfsnefndar þingsins en án árangurs. Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður forsetaskrifstofu, segir í svari fyrir hönd þingsins að fundargerðir samstarfsnefndarinnar séu ekki til. „Hvað varðar fyrirspurn um fundargerðir er því til að svara að ekki eru haldnar formlegar fundargerðir þar eð samstarfsnefndin er fyrst og fremst vettvangur til upplýsingamiðlunar og samtals milli fulltrúa Alþingis og þjóðkirkjunnar þar sem formlegar ákvarðanir eru ekki teknar,“ segir í svari Jörundar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Þjóðkirkjan Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira