Stemningin á suðupunkti á Aldrei fór ég suður Andri Eysteinsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. apríl 2019 14:01 Páskahelgin er yfirleitt mikil ferðahelgi og er sú í ár engin undantekning. Mikill fjöldi fólks hefur ferðast til annarra landshluta til að sækja heim ættingja, tónlistarhátíðir eða til að skella sér á skíði. Einn af þeim stöðum sem Íslendingar flykkjast til yfir Páskana er Ísafjörður en þar fer fram tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður en hátíðin hefst formlega í kvöld, einnig er á Akureyri haldin hátíðin Komdu norður. Rokkstjóri Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, segir í samtali við fréttastofu að hann telji einn eitt fjöldametið hafa verið slegið á hátíðinni í ár. Hátíðin hefst, eins og áður segir, formlega í kvöld en Kristján var á leið til móts við fjölda tónlistarmanna ,sem komu til bæjarins með flugi, þegar fréttastofa ræddi við hann. „Núna er ég staddur á flugvellinum á Ísafirði og er að taka á móti 30 manns, tónlistarfólki, sem eru að koma með poppflugvélinni . Tilhlökkunin er mikil og stemmingin er á suðupunkti,“ sagði Kristján Freyr. En hvaða tónlistarmenn munu stíga á svið á hátíðinni? „Þetta eru til dæmis Todmobile, JóiPé og Króli, Herra Hnetusmjör, Mammút, Berndsen. Þetta eru svona 70 manns sem munu stíga á svið um helgina,“ sagði Rokkstjórinn. Þá er einnig skíðavika í gangi á Ísafirði en hlýindi hafa sett strik í reikninginn. „Því miður er búinn að vera risastór hárblásari yfir firðinum sem er búinn að þurrka upp snjóinn á svæðinu. Hér er skíðavika sem hefur verið hátt í 90 ár hér á Ísafirði en rokkið lætur ekki á sér kræla,“ sagi Kristján. Þá eru margir staddir á Akureyri til þess að taka þátt í hátíðinni Komdu norður og til þess að fara á skíði. Veðrið hefur þó einnig verið óvenju milt í Eyjafirðinum. „Föstudagurinn langi er nú alltaf stærsti dagurinn og við erum með skíðaskóla, tónlistaratriði og svoleiðis,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Guðmundur sagði færið í fjallinu enn vera blautt og hitann vera óvenjulega háan í Eyjafirðinum. á flugvellinum á Ísafirði og er að taka á móti 30 manns sem eru að koma með poppflugvélinni frá Reykjavík svo stemmningin er á suðupunkti Akureyri Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Páskar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Páskahelgin er yfirleitt mikil ferðahelgi og er sú í ár engin undantekning. Mikill fjöldi fólks hefur ferðast til annarra landshluta til að sækja heim ættingja, tónlistarhátíðir eða til að skella sér á skíði. Einn af þeim stöðum sem Íslendingar flykkjast til yfir Páskana er Ísafjörður en þar fer fram tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður en hátíðin hefst formlega í kvöld, einnig er á Akureyri haldin hátíðin Komdu norður. Rokkstjóri Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, segir í samtali við fréttastofu að hann telji einn eitt fjöldametið hafa verið slegið á hátíðinni í ár. Hátíðin hefst, eins og áður segir, formlega í kvöld en Kristján var á leið til móts við fjölda tónlistarmanna ,sem komu til bæjarins með flugi, þegar fréttastofa ræddi við hann. „Núna er ég staddur á flugvellinum á Ísafirði og er að taka á móti 30 manns, tónlistarfólki, sem eru að koma með poppflugvélinni . Tilhlökkunin er mikil og stemmingin er á suðupunkti,“ sagði Kristján Freyr. En hvaða tónlistarmenn munu stíga á svið á hátíðinni? „Þetta eru til dæmis Todmobile, JóiPé og Króli, Herra Hnetusmjör, Mammút, Berndsen. Þetta eru svona 70 manns sem munu stíga á svið um helgina,“ sagði Rokkstjórinn. Þá er einnig skíðavika í gangi á Ísafirði en hlýindi hafa sett strik í reikninginn. „Því miður er búinn að vera risastór hárblásari yfir firðinum sem er búinn að þurrka upp snjóinn á svæðinu. Hér er skíðavika sem hefur verið hátt í 90 ár hér á Ísafirði en rokkið lætur ekki á sér kræla,“ sagi Kristján. Þá eru margir staddir á Akureyri til þess að taka þátt í hátíðinni Komdu norður og til þess að fara á skíði. Veðrið hefur þó einnig verið óvenju milt í Eyjafirðinum. „Föstudagurinn langi er nú alltaf stærsti dagurinn og við erum með skíðaskóla, tónlistaratriði og svoleiðis,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Guðmundur sagði færið í fjallinu enn vera blautt og hitann vera óvenjulega háan í Eyjafirðinum. á flugvellinum á Ísafirði og er að taka á móti 30 manns sem eru að koma með poppflugvélinni frá Reykjavík svo stemmningin er á suðupunkti
Akureyri Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Páskar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira