Í gegnum tíðina hefur Attenborough verið ötull talsmaður náttúrunnar og nýr þáttur úr smiðju sjónvarpsmannsins ástsæla, Climate Change: The facts, fer í loftið á BBC one í kvöld.
Á vefsíðu BBC er þátturinn sagður ramma inn þá ógn sem steðjar að samfélögum heims á tímum loftslagsbreytinga. Hann varpi ljósi á undanfarana, áhrifin sem breytingarnar eru að hafa í dag og það sem þarf að gera í baráttunni við þær.
Attenborough segir heimsbyggðina berjast við óafturkræfar skemmdir á náttúrunni en að við eigum enn von. Það þurfi þó að grípa til stórkostlegra aðgerða.
„Á þeim tuttugu árum sem liðin eru síðan ég fór fyrst að fjalla um áhrif loftslagsbreytinga á heiminn, hafa breytingarnar verið mun meiri en ég ímyndaði mér,“ segir Attenborough.
Hér að neðan má sjá stiklu úr þættinum.