Reykjaneshöfn stendur ekki undir sér óbreytt Sveinn Arnarsson skrifar 18. apríl 2019 08:45 Reykjaneshöfn þykir ekki rekstrarhæf að óbreyttu. Fréttablaðið/Anton Reykjaneshöfn er ekki rekstrarhæf að óbreyttu að mati hafnarstjóra en höfnin var rekin með 44 milljóna króna tapi í fyrra þrátt fyrir að Reykjanesbær hafi fengið leyfi sveitarstjórnarráðuneytisins til að leggja inn 191 milljónar króna framlag til hafnarinnar. Fjármagnsliðir, það eru greiðslur vaxtaberandi skulda, námu 348 milljónum króna í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og vexti var hins vegar aðeins 158 milljónir og hrökkva þær skammt til að höfnin eigi fyrir skuldum. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri segir höfnina ekki rekstrarhæfa að óbreyttu. „Reksturinn sjálfur stendur þannig séð undir sér. Tekjur hafnarinnar eru um 160 milljónum króna hærri en gjöldin og því framlegðin ágæt. Hins vegar eru vaxtaberandi skuldir hafnarinnar þannig að úr þarf að bæta,“ segir Halldór Karl. Til að reksturinn borgi sig þarf að reyna að lækka skuldirnar með einhverjum ráðum eða hækka tekjur hafnarinnar.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir Reykjanesbæ hafa fengið leyfi frá ráðuneyti sveitarstjórnarmála til að leggja höfninni til 191 milljón króna til að laga reksturinn. Þrátt fyrir það var höfnin rekin með 44 milljóna króna tapi. „Okkar eina von til að þetta gangi er að auka tekjur hafnarinnar með aukinni skipakomu og upp- eða útskipun verðmæta frá höfninni. Þetta er búið að vera svona í langan tíma en við vonum að á næstu árum verði hægt að snúa taflinu við,“ segir Kjartan Már. „Tekjur hafnarinnar standa undir venjulegum rekstri en skuldirnar eru það sem sligar reksturinn of mikið.“ Samkvæmt sveitarstjórnarlögum mega hafnir sveitarfélaga ekki vera reknar með tapi í þrjú ár í röð. Ef það gerist þarf sveitarfélagið að taka reksturinn yfir og færa hann yfir úr B-hluta rekstursins. Reykjaneshöfn hefur í fjölda ára verið rekin með tapi en Kjartan segir sveitarstjórnarráðuneytið veita þeim leyfi til að halda þessu áfram í að minnsta kosti þrjú ár í viðbót. „Við höfum fengið leyfi frá ráðuneytinu til þess að halda áfram og vonum að reksturinn batni á næstu þremur árum. Einnig fengum við leyfi ráðuneytisins til að setja inn í reksturinn 191 milljón króna til að greiða skuldir hafnarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Reykjaneshöfn er ekki rekstrarhæf að óbreyttu að mati hafnarstjóra en höfnin var rekin með 44 milljóna króna tapi í fyrra þrátt fyrir að Reykjanesbær hafi fengið leyfi sveitarstjórnarráðuneytisins til að leggja inn 191 milljónar króna framlag til hafnarinnar. Fjármagnsliðir, það eru greiðslur vaxtaberandi skulda, námu 348 milljónum króna í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og vexti var hins vegar aðeins 158 milljónir og hrökkva þær skammt til að höfnin eigi fyrir skuldum. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri segir höfnina ekki rekstrarhæfa að óbreyttu. „Reksturinn sjálfur stendur þannig séð undir sér. Tekjur hafnarinnar eru um 160 milljónum króna hærri en gjöldin og því framlegðin ágæt. Hins vegar eru vaxtaberandi skuldir hafnarinnar þannig að úr þarf að bæta,“ segir Halldór Karl. Til að reksturinn borgi sig þarf að reyna að lækka skuldirnar með einhverjum ráðum eða hækka tekjur hafnarinnar.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir Reykjanesbæ hafa fengið leyfi frá ráðuneyti sveitarstjórnarmála til að leggja höfninni til 191 milljón króna til að laga reksturinn. Þrátt fyrir það var höfnin rekin með 44 milljóna króna tapi. „Okkar eina von til að þetta gangi er að auka tekjur hafnarinnar með aukinni skipakomu og upp- eða útskipun verðmæta frá höfninni. Þetta er búið að vera svona í langan tíma en við vonum að á næstu árum verði hægt að snúa taflinu við,“ segir Kjartan Már. „Tekjur hafnarinnar standa undir venjulegum rekstri en skuldirnar eru það sem sligar reksturinn of mikið.“ Samkvæmt sveitarstjórnarlögum mega hafnir sveitarfélaga ekki vera reknar með tapi í þrjú ár í röð. Ef það gerist þarf sveitarfélagið að taka reksturinn yfir og færa hann yfir úr B-hluta rekstursins. Reykjaneshöfn hefur í fjölda ára verið rekin með tapi en Kjartan segir sveitarstjórnarráðuneytið veita þeim leyfi til að halda þessu áfram í að minnsta kosti þrjú ár í viðbót. „Við höfum fengið leyfi frá ráðuneytinu til þess að halda áfram og vonum að reksturinn batni á næstu þremur árum. Einnig fengum við leyfi ráðuneytisins til að setja inn í reksturinn 191 milljón króna til að greiða skuldir hafnarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira