Tveir sjóðir stofnaðir til að halda utan um uppbygginguna Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2019 21:35 Edouard Philippe er forsætisráðherra Frakklands. EPA Forseti Frakklands vill að Notre-Dame kirkjan verði endurbyggð á næstu fimm árum en stofnaðir hafa verið tveir sjóðir til að halda utan um framkvæmdirnar. Efnt verður til alþjóðlegrar samkeppni meðal arkitekta um endurbyggingu þakspírunnar sem brann til kaldra kola. Emmanuel Macron forseti Frakklands tilkynnti í gærkvöldi að stefnt skuli að því að Notre-Dame dómkirkjan verði endurbyggð á næstu fimm árum. Ríkisstjórn Frakklands fundaði um málið í dag og að fundi loknum sagði forsætisráðherra landsins, Edouard Philippe, það vilja kaþólsku kirkjunnar, frönsku þjóðarinnar og trúaðra jafnt sem trúlausra um allan heim að endurreisa þennan mikilvæga hluta franskrar menningar. „Þetta er vitaskuld gríðarlega krefjandi verkefni, söguleg ábyrgð, byggingarverkefni fyrir þessa kynslóð og komandi kynslóðir. Frakkland getur tekið þessari áskorun, ríkið getur tekið þessari áskorun, liðssöfnun er þegar hafin og þetta var umfjöllunarefni ríkisstjórnarfundarins í dag þar sem aðeins var fjallað um endurbyggingu Notre Dame,“ sagði Philippe. Efnt verður til alþjóðlegrar samkeppni meðal arkitekta um hvort og þá hvernig eigi að endurbyggja spíruna sem sett var á kirkjuna á nítjándu öld og varð eldinum að bráð, en elsti hluti kirkjunnar er um 850 ára gamall. Þá hafa stjórnvöld stofnað tvo sjóði sem eiga að halda utan um framlög til uppbyggingar kirkjunnar en nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir heitið háum fjárhæðum til verksins. „Þessir sjóðir munu fá peninga frá lögaðilum og einstaklingum til að fjármagna endurbyggningu og verndun Notre Dame dómsirkjunnar,“ sagði Philippe að loknum ríkisstjórnarfundi. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Kalla eftir tillögum að nýrri spíru frá arkitektum heimsbyggðarinnar Frönsk yfirvöld munu bjóða arkitektum víða um heim að senda inn tillögur að hönnun á nýrri spíru fyrir Notre Dame dómkirkjuna. Eldri spíran varð eldinum sem geysaði í kirkjunni á mánudaginn að bráð. 17. apríl 2019 13:00 Hafa yfirheyrt þrjátíu manns vegna eldsvoðans í Notre Dame Þrjátíu verkamenn hjá fimm byggingafyrirtækjum, sem höfðu umsjón með viðgerðum á Notre Dame kirkjunni í París þegar eldur kviknaði, hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. 17. apríl 2019 10:57 Páfi lofar slökkviliðsmenn sem björguðu Maríukirkjunni Páfagarður hefur lofað sérfræðiráðgjöf við endurbyggingu kirkjunnar sem stórkemmdist í eldsvoða á mánudag. 17. apríl 2019 19:07 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Forseti Frakklands vill að Notre-Dame kirkjan verði endurbyggð á næstu fimm árum en stofnaðir hafa verið tveir sjóðir til að halda utan um framkvæmdirnar. Efnt verður til alþjóðlegrar samkeppni meðal arkitekta um endurbyggingu þakspírunnar sem brann til kaldra kola. Emmanuel Macron forseti Frakklands tilkynnti í gærkvöldi að stefnt skuli að því að Notre-Dame dómkirkjan verði endurbyggð á næstu fimm árum. Ríkisstjórn Frakklands fundaði um málið í dag og að fundi loknum sagði forsætisráðherra landsins, Edouard Philippe, það vilja kaþólsku kirkjunnar, frönsku þjóðarinnar og trúaðra jafnt sem trúlausra um allan heim að endurreisa þennan mikilvæga hluta franskrar menningar. „Þetta er vitaskuld gríðarlega krefjandi verkefni, söguleg ábyrgð, byggingarverkefni fyrir þessa kynslóð og komandi kynslóðir. Frakkland getur tekið þessari áskorun, ríkið getur tekið þessari áskorun, liðssöfnun er þegar hafin og þetta var umfjöllunarefni ríkisstjórnarfundarins í dag þar sem aðeins var fjallað um endurbyggingu Notre Dame,“ sagði Philippe. Efnt verður til alþjóðlegrar samkeppni meðal arkitekta um hvort og þá hvernig eigi að endurbyggja spíruna sem sett var á kirkjuna á nítjándu öld og varð eldinum að bráð, en elsti hluti kirkjunnar er um 850 ára gamall. Þá hafa stjórnvöld stofnað tvo sjóði sem eiga að halda utan um framlög til uppbyggingar kirkjunnar en nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir heitið háum fjárhæðum til verksins. „Þessir sjóðir munu fá peninga frá lögaðilum og einstaklingum til að fjármagna endurbyggningu og verndun Notre Dame dómsirkjunnar,“ sagði Philippe að loknum ríkisstjórnarfundi.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Kalla eftir tillögum að nýrri spíru frá arkitektum heimsbyggðarinnar Frönsk yfirvöld munu bjóða arkitektum víða um heim að senda inn tillögur að hönnun á nýrri spíru fyrir Notre Dame dómkirkjuna. Eldri spíran varð eldinum sem geysaði í kirkjunni á mánudaginn að bráð. 17. apríl 2019 13:00 Hafa yfirheyrt þrjátíu manns vegna eldsvoðans í Notre Dame Þrjátíu verkamenn hjá fimm byggingafyrirtækjum, sem höfðu umsjón með viðgerðum á Notre Dame kirkjunni í París þegar eldur kviknaði, hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. 17. apríl 2019 10:57 Páfi lofar slökkviliðsmenn sem björguðu Maríukirkjunni Páfagarður hefur lofað sérfræðiráðgjöf við endurbyggingu kirkjunnar sem stórkemmdist í eldsvoða á mánudag. 17. apríl 2019 19:07 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Kalla eftir tillögum að nýrri spíru frá arkitektum heimsbyggðarinnar Frönsk yfirvöld munu bjóða arkitektum víða um heim að senda inn tillögur að hönnun á nýrri spíru fyrir Notre Dame dómkirkjuna. Eldri spíran varð eldinum sem geysaði í kirkjunni á mánudaginn að bráð. 17. apríl 2019 13:00
Hafa yfirheyrt þrjátíu manns vegna eldsvoðans í Notre Dame Þrjátíu verkamenn hjá fimm byggingafyrirtækjum, sem höfðu umsjón með viðgerðum á Notre Dame kirkjunni í París þegar eldur kviknaði, hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. 17. apríl 2019 10:57
Páfi lofar slökkviliðsmenn sem björguðu Maríukirkjunni Páfagarður hefur lofað sérfræðiráðgjöf við endurbyggingu kirkjunnar sem stórkemmdist í eldsvoða á mánudag. 17. apríl 2019 19:07