Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Kristján Már Unnarsson skrifar 17. apríl 2019 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við munna Dýrafjarðarganga í dag. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis, og aðeins liðu nítján mánuðir frá fyrstu sprengingu til þeirrar síðustu í þessum 5,3 kílómetra löngu göngum. Sýnt var frá gegnumslaginu í fréttum Stöðvar 2. Stuðmannalagið „Slá í gegn“, sem Karlakórinn Ernir söng við athöfnina, þótti hæfa tilefninu, að vísu með breyttum og staðfærðum texta, sem sjá má hér.Karlakórinn Ernir syngur "slá í gegn" inni í Dýrafjarðargöngum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Um þrjúhundruð manns mættu til að fylgjast með og eftirvæntingin skein úr andlitum viðstaddra þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson, fyrrverandi vegamálastjóri, sprengdu síðasta haftið, en Hreinn var með þeim fyrstu sem komu að verkinu sem ungur jarðfræðingur árið 1983 að rannsaka heppilegt jarðgangastæði.Síðasta haftið sprengt, aðeins nítján mánuðum eftir fyrstu sprengingu.St0öð 2/Sigurjón Ólason.-Það hefur gengið á ýmsu í jarðgangagerð og menn eru tiltölulega nýlega búnir að klára Vaðlaheiðargöng, sem fóru framúr í tíma og öllu. En hérna, menn hafa sjaldan séð annað eins hérna? „Þetta er eiginlega alveg stórkostlegt verkefni og hefur gengið ótrúlega hratt og vel, - og kannski sönnun þess að síðasta verkefni, ónefnt, hafi verið frekar undantekningin frá því sem við höfum ellegar séð. En verktakarnir hér, og allt sem við höfum séð, er aldeilis frábært,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Dýrafjarðargöngin stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra og leysa af Hrafnseyrarheiði.Grafík/Tótla.Dýrafjarðargöngum fylgir mikil samgöngubót. Þau leysa af einhvern erfiðasta fjallveg landsins, Hrafnseyrarheiði, og stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra. Og við sáum ekki betur en að það væri flaggað á Ísafirði og víðar á Vestfjörðum í dag. „Já, þetta er bara hátíðleg stund. Það er hátíð í bæ og það er hátíð í heilum fjórðungi,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er ólýsanlegt. Maður er búinn að hitta svo marga í dag sem hafa einmitt sagt: Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða í fyrradag sem við hófum framkvæmdir. Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða í fyrradag þegar þetta var draumsýn, þegar þetta var eitthvað sem menn voru að horfa á tuttugu ár fram í tímann. Þeir myndu ekki lifa þetta,“ sagði bæjarstjórinn. Menn telja að sjaldan eða aldrei hafi jarðgangagerð hérlendis gengið jafn vel og þessi. Verktakarnir Metrostav og Suðurverk rufu haftið tveimur mánuðum á undan áætlun. Það er samt mikið enn eftir.Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Við erum á undan áætlun og ég vona bara að hún geti haldist,“ sagði Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks. Þegar spurt er hvenær göngin verði opnuð fyrir almenna umferð, þá nefndi ráðherrann ákveðna dagsetningu í dag, 14. september 2020. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Slegið í gegn í Dýrafjarðargöngum Síðasta haftið sprengt. 17. apríl 2019 16:34 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Sjá meira
Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis, og aðeins liðu nítján mánuðir frá fyrstu sprengingu til þeirrar síðustu í þessum 5,3 kílómetra löngu göngum. Sýnt var frá gegnumslaginu í fréttum Stöðvar 2. Stuðmannalagið „Slá í gegn“, sem Karlakórinn Ernir söng við athöfnina, þótti hæfa tilefninu, að vísu með breyttum og staðfærðum texta, sem sjá má hér.Karlakórinn Ernir syngur "slá í gegn" inni í Dýrafjarðargöngum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Um þrjúhundruð manns mættu til að fylgjast með og eftirvæntingin skein úr andlitum viðstaddra þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson, fyrrverandi vegamálastjóri, sprengdu síðasta haftið, en Hreinn var með þeim fyrstu sem komu að verkinu sem ungur jarðfræðingur árið 1983 að rannsaka heppilegt jarðgangastæði.Síðasta haftið sprengt, aðeins nítján mánuðum eftir fyrstu sprengingu.St0öð 2/Sigurjón Ólason.-Það hefur gengið á ýmsu í jarðgangagerð og menn eru tiltölulega nýlega búnir að klára Vaðlaheiðargöng, sem fóru framúr í tíma og öllu. En hérna, menn hafa sjaldan séð annað eins hérna? „Þetta er eiginlega alveg stórkostlegt verkefni og hefur gengið ótrúlega hratt og vel, - og kannski sönnun þess að síðasta verkefni, ónefnt, hafi verið frekar undantekningin frá því sem við höfum ellegar séð. En verktakarnir hér, og allt sem við höfum séð, er aldeilis frábært,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Dýrafjarðargöngin stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra og leysa af Hrafnseyrarheiði.Grafík/Tótla.Dýrafjarðargöngum fylgir mikil samgöngubót. Þau leysa af einhvern erfiðasta fjallveg landsins, Hrafnseyrarheiði, og stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra. Og við sáum ekki betur en að það væri flaggað á Ísafirði og víðar á Vestfjörðum í dag. „Já, þetta er bara hátíðleg stund. Það er hátíð í bæ og það er hátíð í heilum fjórðungi,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er ólýsanlegt. Maður er búinn að hitta svo marga í dag sem hafa einmitt sagt: Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða í fyrradag sem við hófum framkvæmdir. Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða í fyrradag þegar þetta var draumsýn, þegar þetta var eitthvað sem menn voru að horfa á tuttugu ár fram í tímann. Þeir myndu ekki lifa þetta,“ sagði bæjarstjórinn. Menn telja að sjaldan eða aldrei hafi jarðgangagerð hérlendis gengið jafn vel og þessi. Verktakarnir Metrostav og Suðurverk rufu haftið tveimur mánuðum á undan áætlun. Það er samt mikið enn eftir.Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Við erum á undan áætlun og ég vona bara að hún geti haldist,“ sagði Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks. Þegar spurt er hvenær göngin verði opnuð fyrir almenna umferð, þá nefndi ráðherrann ákveðna dagsetningu í dag, 14. september 2020. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Slegið í gegn í Dýrafjarðargöngum Síðasta haftið sprengt. 17. apríl 2019 16:34 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Sjá meira
Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45