Ómar Ingi Magnússon fór á kostum í liði Álaborgar sem vann átta marka sigur, 30-22, í úrslitakeppninni í Danmörku en leikurinn var hluti af fyrstu umferðinni.
Álaborg, sem er bikar- og deildarmeistari í Danmörku, en Álaborg var fimm mörkum yfir í hálfleik. Sigurinn var því aldrei í hættu. Öruggt hjá Álaborg.
Ómar Ingi skoraði níu mörk og gaf fimm stoðsendingar. Magnaður leikur hjá kappanum. Janus Daði Smárason bætti við þremur mörkum og tveimur stoðsendingum.
Álaborg er því komið með tvö stig í meistarakeppinnni þar sem átta lið keppast um titilinn.
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark úr fimm skotum fyrir SönderjyskE en hann gaf einnig tvær stoðsendingar. SönderjyskE er án stiga.
Stórkostlegur Ómar kom að fjórtán mörkum í Íslendingaslag
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn






Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn