Gayle King prýðir forsíðu Time-tímaritsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. apríl 2019 14:16 Bandaríska tímaritið Time birti í dag árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamesta fólk heims. Að þessu sinni prýðir bandaríska fréttakonan Gayle King eina útgáfu forsíðunnar en hún er á meðal áhrifafólks sem tímaritið valdi. Bandaríska tímaritið Time birti í dag árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamesta fólk heims. Að þessu sinni er bandaríska fréttakonan Gayle King meðal þeirra sem prýða forsíðuna en hún er í hópi áhrifafólksins sem tímaritið valdi. King stýrir sjónvarpsþættinum „CBS This Morning“ en í byrjun mars tók hún eftirminnilegt viðtal við tónlistarmanninn R. Kelly þar sem hún ræddi við hann um ásakanir á hendur honum. R. Kelly brást ókvæða við og tók æðiskast í miðju viðtali. Viðbrögð King við skapofsa söngvarans og frammistaða hennar í erfiðum aðstæðum vakti ekki síst athygli. Hún náði að halda ró sinni og lét framferði R. Kellys ekki slá sig út af laginu. „Ertu alveg viss?“ Þegar King var sagt frá því að hún ætti að prýða forsíðuna tímaritsins sem ein af áhrifamestu manneskjum heims var hún efins í fyrstu og spurði: „Ertu alveg viss?“ Á áhrifalista Time birtist stutt umfjöllun um hvern og einn, oft skrifa heimsþekktir einstaklingar um kynni sín af viðkomandi og fjalla stuttlega um hinn áhrifamikla einstakling. Í þessu tilfelli skrifaði kvikmyndagerðakonan Ava DuVernay um King. DuVernay sagði að King væri ein albesta fjölmiðlakona allra tíma og að hún byggi yfir einstakri viðtalstækni sem væri einungi á færi hinna allra bestu í bransanum. King sagðist vera djúpt snortin.Hér fyrir neðan má horfa á viðtal King við R. Kelly úr CBS This Morning.„Ég þurfi að lesa þetta tvisvar. Þessi texti fékk mig bara til að hugsa um hvað ég elska þetta starf mikið og hversu heitt ég elska fólkið sem ég vinn með,“ sagði Gayle King og sagði viðurkenninguna hafa mikla þýðingu fyrir sig.Sjá nánar: Umfjöllun Time um hundrað áhrifamestu einstaklinga í heimiAlls eru sex útgáfur af forsíðu Time þar sem listinn yfir 100 áhrifamestu einstaklingana er valinn. Hinar forsíðurnar prýða Taylor Swift, Dwayne Johnson, Sandra Oh, Nancy Pelosi og Mohamed Salah. MeToo Mál R. Kelly Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Bandaríska tímaritið Time birti í dag árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamesta fólk heims. Að þessu sinni er bandaríska fréttakonan Gayle King meðal þeirra sem prýða forsíðuna en hún er í hópi áhrifafólksins sem tímaritið valdi. King stýrir sjónvarpsþættinum „CBS This Morning“ en í byrjun mars tók hún eftirminnilegt viðtal við tónlistarmanninn R. Kelly þar sem hún ræddi við hann um ásakanir á hendur honum. R. Kelly brást ókvæða við og tók æðiskast í miðju viðtali. Viðbrögð King við skapofsa söngvarans og frammistaða hennar í erfiðum aðstæðum vakti ekki síst athygli. Hún náði að halda ró sinni og lét framferði R. Kellys ekki slá sig út af laginu. „Ertu alveg viss?“ Þegar King var sagt frá því að hún ætti að prýða forsíðuna tímaritsins sem ein af áhrifamestu manneskjum heims var hún efins í fyrstu og spurði: „Ertu alveg viss?“ Á áhrifalista Time birtist stutt umfjöllun um hvern og einn, oft skrifa heimsþekktir einstaklingar um kynni sín af viðkomandi og fjalla stuttlega um hinn áhrifamikla einstakling. Í þessu tilfelli skrifaði kvikmyndagerðakonan Ava DuVernay um King. DuVernay sagði að King væri ein albesta fjölmiðlakona allra tíma og að hún byggi yfir einstakri viðtalstækni sem væri einungi á færi hinna allra bestu í bransanum. King sagðist vera djúpt snortin.Hér fyrir neðan má horfa á viðtal King við R. Kelly úr CBS This Morning.„Ég þurfi að lesa þetta tvisvar. Þessi texti fékk mig bara til að hugsa um hvað ég elska þetta starf mikið og hversu heitt ég elska fólkið sem ég vinn með,“ sagði Gayle King og sagði viðurkenninguna hafa mikla þýðingu fyrir sig.Sjá nánar: Umfjöllun Time um hundrað áhrifamestu einstaklinga í heimiAlls eru sex útgáfur af forsíðu Time þar sem listinn yfir 100 áhrifamestu einstaklingana er valinn. Hinar forsíðurnar prýða Taylor Swift, Dwayne Johnson, Sandra Oh, Nancy Pelosi og Mohamed Salah.
MeToo Mál R. Kelly Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30