Stefnir í „meinlítið“ páskaveður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2019 11:02 Páskaveðrið gæti verið betra, gæti verið verra. Vísir/Vilhelm „Lykilorðið þarna er vísir. Þetta er rosalega ómerkilegt í rauninni og ef við tökum saman skírdag til mánudags þá er þetta meinlítið veður,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á veðurstofu Íslands, um hvað hafi verið átt við með orðunum vísi að páskahreti í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Margir eru á faraldsfæti um páskana og því óttast ef til vill margir orðið páskahret, ekki síst eftir undanfarna daga, þar sem veðrið hefur haft umtalsverð áhrif á samgöngur.Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar sem birtar voru í morgun kom fram að von væri norðlægum áttum og kólnun samfara henni um páskana.„Enn er talsverð óvissa um hve mikil kólnunin verður og eins hve lengi þetta standi yfir og mætti líta á þetta sem vísi að páskahreti,“ segir í hugleiðingunum.Að mati Teits ættu landsmenn þó ekki að óttast það að von væri á brjáluðu veðri um páskana.„Það er ekki útlit fyrir storma um páskana,“ segir Teitur. Engu að síður muni kaldara loft koma yfir land á laugardag, hitatölur fari lækkandi og ef til vill muni verða vart við él á hæstu fjallvegum. Ólíklegt sé þó að snjóa muni á láglendi.„Það gæti gránað í fjöll á mánudagskvöldið og þá er nú stutt eftir af páskunum og það er kannski það sem hann vinur minn í morgun var að tala um, að það gæti gránað þarna alveg í blálokin,“ segir Teitur.Kalla mætti páskaveðrið í ár íslenskt meðalveður, það gæti verið betra en gæti einnig vissulega verið verra.„Það ætti ekki að gera mönnum skráveifu veðrið. Það er svo meinlítið að menn komast leiðar sinnar en þetta er kannski ekki nein blíða til útivistar. Það verður einhver strekkingsvindur viðloðandi og einhver úrkoma,“ segir Teitur. Margir verða á faraldsfæti um helgina.Vísir/HannaVeðurhorfur á landinu Vaxandi suðaustanátt síðdegis, 10-15 m/s undir kvöld, en 15-20 syðst á landinu. Þurrt norðaustanlands, annars víða rigning og talsverð eða mikil úrkoma um landið suðaustanvert í kvöld og nótt. Sunnan 8-13 á morgun og dálítil væta, en þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast fyrir norðan.Á föstudag (föstudagurinn langi):Sunnan 10-15 m/s með rigningu og súld, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestan 10-15, skúrir og hiti 3 til 7 stig, en él til fjalla. Þurrt og bjart veður norðaustan- og austanlands með hita að 10 stigum.Á sunnudag (páskadagur):Suðlæg átt 5-10 og dálítil rigning, en slydda eða snjókoma til fjalla. Þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig, en svalara um kvöldið.Á mánudag (annar í páskum):Austan og síðar norðaustan 5-13 m/s. Þurrt að mestu suðvestan- og vestanlands, en rigning með köflum í öðrum landshlutum og slydda eða snjókoma til fjalla. Hiti frá 1 stig í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 8 stig við Faxaflóa.Á þriðjudag:Norðaustan 3-10. Dálítil slydda á Norðurlandi framan af degi og stöku skúrir sunnanlands, annars yfirleitt þurrt á landinu. Hiti breytist lítið. Páskar Veður Tengdar fréttir Landgangar teknir úr notkun vegna veðurs Hvassviðri á Keflavíkurflugvelli. 16. apríl 2019 14:40 Farþegar sátu fastir um borð í fjóra tíma Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. 16. apríl 2019 18:47 Veðrið hefur áhrif á Strætóferðir Slæmt veður á Suður- og Vesturlandi hefur áhrif á leiðir Strætó á landsbyggðinni í dag. 16. apríl 2019 10:26 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Lykilorðið þarna er vísir. Þetta er rosalega ómerkilegt í rauninni og ef við tökum saman skírdag til mánudags þá er þetta meinlítið veður,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á veðurstofu Íslands, um hvað hafi verið átt við með orðunum vísi að páskahreti í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Margir eru á faraldsfæti um páskana og því óttast ef til vill margir orðið páskahret, ekki síst eftir undanfarna daga, þar sem veðrið hefur haft umtalsverð áhrif á samgöngur.Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar sem birtar voru í morgun kom fram að von væri norðlægum áttum og kólnun samfara henni um páskana.„Enn er talsverð óvissa um hve mikil kólnunin verður og eins hve lengi þetta standi yfir og mætti líta á þetta sem vísi að páskahreti,“ segir í hugleiðingunum.Að mati Teits ættu landsmenn þó ekki að óttast það að von væri á brjáluðu veðri um páskana.„Það er ekki útlit fyrir storma um páskana,“ segir Teitur. Engu að síður muni kaldara loft koma yfir land á laugardag, hitatölur fari lækkandi og ef til vill muni verða vart við él á hæstu fjallvegum. Ólíklegt sé þó að snjóa muni á láglendi.„Það gæti gránað í fjöll á mánudagskvöldið og þá er nú stutt eftir af páskunum og það er kannski það sem hann vinur minn í morgun var að tala um, að það gæti gránað þarna alveg í blálokin,“ segir Teitur.Kalla mætti páskaveðrið í ár íslenskt meðalveður, það gæti verið betra en gæti einnig vissulega verið verra.„Það ætti ekki að gera mönnum skráveifu veðrið. Það er svo meinlítið að menn komast leiðar sinnar en þetta er kannski ekki nein blíða til útivistar. Það verður einhver strekkingsvindur viðloðandi og einhver úrkoma,“ segir Teitur. Margir verða á faraldsfæti um helgina.Vísir/HannaVeðurhorfur á landinu Vaxandi suðaustanátt síðdegis, 10-15 m/s undir kvöld, en 15-20 syðst á landinu. Þurrt norðaustanlands, annars víða rigning og talsverð eða mikil úrkoma um landið suðaustanvert í kvöld og nótt. Sunnan 8-13 á morgun og dálítil væta, en þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast fyrir norðan.Á föstudag (föstudagurinn langi):Sunnan 10-15 m/s með rigningu og súld, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestan 10-15, skúrir og hiti 3 til 7 stig, en él til fjalla. Þurrt og bjart veður norðaustan- og austanlands með hita að 10 stigum.Á sunnudag (páskadagur):Suðlæg átt 5-10 og dálítil rigning, en slydda eða snjókoma til fjalla. Þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig, en svalara um kvöldið.Á mánudag (annar í páskum):Austan og síðar norðaustan 5-13 m/s. Þurrt að mestu suðvestan- og vestanlands, en rigning með köflum í öðrum landshlutum og slydda eða snjókoma til fjalla. Hiti frá 1 stig í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 8 stig við Faxaflóa.Á þriðjudag:Norðaustan 3-10. Dálítil slydda á Norðurlandi framan af degi og stöku skúrir sunnanlands, annars yfirleitt þurrt á landinu. Hiti breytist lítið.
Páskar Veður Tengdar fréttir Landgangar teknir úr notkun vegna veðurs Hvassviðri á Keflavíkurflugvelli. 16. apríl 2019 14:40 Farþegar sátu fastir um borð í fjóra tíma Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. 16. apríl 2019 18:47 Veðrið hefur áhrif á Strætóferðir Slæmt veður á Suður- og Vesturlandi hefur áhrif á leiðir Strætó á landsbyggðinni í dag. 16. apríl 2019 10:26 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Farþegar sátu fastir um borð í fjóra tíma Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. 16. apríl 2019 18:47
Veðrið hefur áhrif á Strætóferðir Slæmt veður á Suður- og Vesturlandi hefur áhrif á leiðir Strætó á landsbyggðinni í dag. 16. apríl 2019 10:26