Undirbúa Sóllilju fyrir aðgerð í þriðja skiptið Ari Brynjólfsson skrifar 17. apríl 2019 06:45 Sóllilja Ásgeirsdóttir er sjö mánaða gömul. Mynd/Ásgeir Yngvi ásgeirsson Plássleysi á gjörgæslu Landspítalans verður til þess að sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð þangað til í lok mánaðarins. Foreldrar Sóllilju Ásgeirsdóttur eru ekki sáttir við að þurfa að bíða, verið sé að setja óþarfa álag bæði á þau og dóttur þeirra. Hyggjast þau skrifa heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. „Það kemur upp strax þegar hún er í móðurkviði að það er þrenging í þvagleiðara við annað nýrað sem gerir það að verkum að nýrað nær ekki að starfa almennilega. Það er hætta á því að það muni skemmast fljótlega ef þessi þrenging er ekki skorin í burtu,“ segir Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir Sóllilju. Sóllilja þótti of lítil við fæðingu til að framkvæma aðgerðina strax og var hún bókuð í aðgerð í mars síðastliðnum. „Hún varð veik nóttina fyrir aðgerðina og það var ekki við neinn að sakast að aðgerðinni var frestað,“ segir Ásgeir. Þegar þau voru komin á spítalann á mánudaginn var þeim svo vísað frá þar sem ekki var pláss á gjörgæslu. Það er hægara sagt en gert að fara í svona aðgerð, Sóllilja þarf að vera alveg frísk og koma nokkrum dögum áður í blóðprufu. „Þegar maður er lítill, þá er mjög sársaukafullt og erfitt að finna æðar. Hún var stungin ansi oft í fyrra skiptið en það gekk betur í seinna skiptið.“ Fyrir aðgerðina þarf Sóllilja að fasta um nóttina. „Það er hægara sagt en gert fyrir ungbarn, þetta er mjög erfiður tími og óþarfi að gera þetta oftar en einu sinni.“ Eftir aðgerðina mun hún svo þurfa að liggja inni á gjörgæslu undir eftirliti. Fjölskyldan stendur frammi fyrir mikilli óvissu. „Við spurðum að því þegar þetta var útskýrt fyrir okkur, hvort það mætti fresta þessu um tvo mánuði og hvers vegna aðgerðin var þá ekki bókuð í lok apríl. Þeir segja á sama tíma að það þurfi að fara í þetta sem fyrst, svo segja þeir á móti að það breyti ekki öllu. Við höfum ekki fengið skýr svör við þessu.“ Fjölskyldan býr í Borgarfirði og þarf að keyra til og frá Reykjavík til að sækja sér þjónustu. Ásgeir segir þau heppin að hafa aðgang að gistingu á höfuðborgarsvæðinu. „Burtséð frá kostnaðinum við að keyra frá Borgarfirði og gista í bænum með tilheyrandi vinnutapi, þá er það andlegi þátturinn. Það er mjög erfitt fyrir foreldra með lítið barn að standa í þessu. Auðvitað var ekki hægt annað en að fresta þessu í fyrsta skiptið, en að þurfa að fresta þessu aftur vegna plássleysis á spítalanum, þetta er orðið mjög erfitt.“ Foreldrarnir hyggjast skrifa Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. „Starfsmenn spítalans hvöttu okkur til að skrifa ráðherra bréf, því þetta er viðvarandi vandamál inni á spítalanum.“ Ekki fengust upplýsingar frá Landspítalanum við vinnslu fréttarinnar um hversu mörgum aðgerðum hefur verið frestað. Ásgeir segir að ekki sé við starfsfólk Landspítalans að sakast. „Þegar við förum með hana í aðgerðina næst, þá verður það sjötta Reykjavíkurferðin til að fara í aðgerðina. Fyrir utan allar rannsóknirnar á undan til að staðfesta að hún þurfi að fara í aðgerðina. Þetta er mikið álag og alveg ömurlegt. Að trilla barninu langa ganginn, það er ekki skemmtilegt. Hvað þá að gera það í þriðja skiptið.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Plássleysi á gjörgæslu Landspítalans verður til þess að sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð þangað til í lok mánaðarins. Foreldrar Sóllilju Ásgeirsdóttur eru ekki sáttir við að þurfa að bíða, verið sé að setja óþarfa álag bæði á þau og dóttur þeirra. Hyggjast þau skrifa heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. „Það kemur upp strax þegar hún er í móðurkviði að það er þrenging í þvagleiðara við annað nýrað sem gerir það að verkum að nýrað nær ekki að starfa almennilega. Það er hætta á því að það muni skemmast fljótlega ef þessi þrenging er ekki skorin í burtu,“ segir Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir Sóllilju. Sóllilja þótti of lítil við fæðingu til að framkvæma aðgerðina strax og var hún bókuð í aðgerð í mars síðastliðnum. „Hún varð veik nóttina fyrir aðgerðina og það var ekki við neinn að sakast að aðgerðinni var frestað,“ segir Ásgeir. Þegar þau voru komin á spítalann á mánudaginn var þeim svo vísað frá þar sem ekki var pláss á gjörgæslu. Það er hægara sagt en gert að fara í svona aðgerð, Sóllilja þarf að vera alveg frísk og koma nokkrum dögum áður í blóðprufu. „Þegar maður er lítill, þá er mjög sársaukafullt og erfitt að finna æðar. Hún var stungin ansi oft í fyrra skiptið en það gekk betur í seinna skiptið.“ Fyrir aðgerðina þarf Sóllilja að fasta um nóttina. „Það er hægara sagt en gert fyrir ungbarn, þetta er mjög erfiður tími og óþarfi að gera þetta oftar en einu sinni.“ Eftir aðgerðina mun hún svo þurfa að liggja inni á gjörgæslu undir eftirliti. Fjölskyldan stendur frammi fyrir mikilli óvissu. „Við spurðum að því þegar þetta var útskýrt fyrir okkur, hvort það mætti fresta þessu um tvo mánuði og hvers vegna aðgerðin var þá ekki bókuð í lok apríl. Þeir segja á sama tíma að það þurfi að fara í þetta sem fyrst, svo segja þeir á móti að það breyti ekki öllu. Við höfum ekki fengið skýr svör við þessu.“ Fjölskyldan býr í Borgarfirði og þarf að keyra til og frá Reykjavík til að sækja sér þjónustu. Ásgeir segir þau heppin að hafa aðgang að gistingu á höfuðborgarsvæðinu. „Burtséð frá kostnaðinum við að keyra frá Borgarfirði og gista í bænum með tilheyrandi vinnutapi, þá er það andlegi þátturinn. Það er mjög erfitt fyrir foreldra með lítið barn að standa í þessu. Auðvitað var ekki hægt annað en að fresta þessu í fyrsta skiptið, en að þurfa að fresta þessu aftur vegna plássleysis á spítalanum, þetta er orðið mjög erfitt.“ Foreldrarnir hyggjast skrifa Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. „Starfsmenn spítalans hvöttu okkur til að skrifa ráðherra bréf, því þetta er viðvarandi vandamál inni á spítalanum.“ Ekki fengust upplýsingar frá Landspítalanum við vinnslu fréttarinnar um hversu mörgum aðgerðum hefur verið frestað. Ásgeir segir að ekki sé við starfsfólk Landspítalans að sakast. „Þegar við förum með hana í aðgerðina næst, þá verður það sjötta Reykjavíkurferðin til að fara í aðgerðina. Fyrir utan allar rannsóknirnar á undan til að staðfesta að hún þurfi að fara í aðgerðina. Þetta er mikið álag og alveg ömurlegt. Að trilla barninu langa ganginn, það er ekki skemmtilegt. Hvað þá að gera það í þriðja skiptið.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira