Barn síns tíma Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. apríl 2019 08:00 Engin vísindaleg rök búa að baki kröfu yfirvalda um fjögurra vikna einangrunarvist hunda og katta í sóttkví við komu hingað til lands. Þá felst afar lítil áhætta í því að viðurkenna sérstök gæludýravegabréf, að minnsta kosti frá Bretlandi og Norður-Evrópu, þaðan sem mikill meirihluti innfluttra hunda kemur. Með upptöku slíkra vegabréfa væri hægt að gera gæludýraeigendum kleift að ferðast með dýrin sín milli landa að uppfylltum sjálfsögðum og ströngum skilyrðum um bólusetningar og heilsufar. Allt þetta og meira til má lesa í nýju áhættumati vegna innflutnings dýra til Íslands, sem fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur vann fyrir íslensk stjórnvöld og birtist í vikunni. Strangari reglur voru settar um innflutning dýra á sínum tíma hérlendis en víða annars staðar. Það var ekki að ástæðulausu. Það er vissulega staðreynd að búfjárstofnar hér eru viðkvæmari fyrir ýmsum pestum sem ekki eru vandamál annars staðar, vegna einangrunar landsins. Þess vegna er mikilvægt að allar varnir séu í lagi. Við innflutning á hundum og köttum sérstaklega eru sett ströng skilyrði. Dýrið er rannsakað og bólusett áður en það kemur til landsins. Þegar það er komið þarf það að vera fjórar vikur í einangrun. Ef það stenst skoðun að þeim vikum liðnum er einangruninni aflétt og dýrið fær að vera frjálst ferða sinna á Íslandi. Einangrunin reynist sumum dýrum mjög þungbær, án eigenda sinna, auk þess sem dýraeigendur þurfa að reiða fram háar fjárhæðir til þess að standa straum af kostnaði við veruna í sóttkvínni. En nú er árið 2019. Varla þarf að fjölyrða um þær gríðarlegu framfarir sem orðið hafa undanfarin ár í læknavísindum, meðal annars hvað bólusetningar og sníkjudýralyf varðar. Þar fyrir utan er óvíða í heiminum hugað betur að eftirliti, skráningu og heilbrigði gæludýra en einmitt á Íslandi. Af þessum sökum er óskiljanlegt að slík ill meðferð á dýrum, líkt og fjögurra vikna einangrunarvist sannarlega er, skuli viðgangast á 21. öldinni. Nú er lag. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að gæludýr bæta, kæta og hressa. Ísland er eftirbátur annarra landa hvað þetta varðar. Óbreytt fyrirkomulag er barn síns tíma; óþarft og til þess eins fallið að valda erfiðleikum og sársauka fyrir dýr og menn. Hundaræktarfélag Íslands fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir. Afmælisgjöfin ætti auðvitað að vera þeirra ósköp eðlilega krafa um að taka upp gæludýravegabréf líkt og gert er í löndunum í kringum okkur. Þetta er borðleggjandi dæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Engin vísindaleg rök búa að baki kröfu yfirvalda um fjögurra vikna einangrunarvist hunda og katta í sóttkví við komu hingað til lands. Þá felst afar lítil áhætta í því að viðurkenna sérstök gæludýravegabréf, að minnsta kosti frá Bretlandi og Norður-Evrópu, þaðan sem mikill meirihluti innfluttra hunda kemur. Með upptöku slíkra vegabréfa væri hægt að gera gæludýraeigendum kleift að ferðast með dýrin sín milli landa að uppfylltum sjálfsögðum og ströngum skilyrðum um bólusetningar og heilsufar. Allt þetta og meira til má lesa í nýju áhættumati vegna innflutnings dýra til Íslands, sem fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur vann fyrir íslensk stjórnvöld og birtist í vikunni. Strangari reglur voru settar um innflutning dýra á sínum tíma hérlendis en víða annars staðar. Það var ekki að ástæðulausu. Það er vissulega staðreynd að búfjárstofnar hér eru viðkvæmari fyrir ýmsum pestum sem ekki eru vandamál annars staðar, vegna einangrunar landsins. Þess vegna er mikilvægt að allar varnir séu í lagi. Við innflutning á hundum og köttum sérstaklega eru sett ströng skilyrði. Dýrið er rannsakað og bólusett áður en það kemur til landsins. Þegar það er komið þarf það að vera fjórar vikur í einangrun. Ef það stenst skoðun að þeim vikum liðnum er einangruninni aflétt og dýrið fær að vera frjálst ferða sinna á Íslandi. Einangrunin reynist sumum dýrum mjög þungbær, án eigenda sinna, auk þess sem dýraeigendur þurfa að reiða fram háar fjárhæðir til þess að standa straum af kostnaði við veruna í sóttkvínni. En nú er árið 2019. Varla þarf að fjölyrða um þær gríðarlegu framfarir sem orðið hafa undanfarin ár í læknavísindum, meðal annars hvað bólusetningar og sníkjudýralyf varðar. Þar fyrir utan er óvíða í heiminum hugað betur að eftirliti, skráningu og heilbrigði gæludýra en einmitt á Íslandi. Af þessum sökum er óskiljanlegt að slík ill meðferð á dýrum, líkt og fjögurra vikna einangrunarvist sannarlega er, skuli viðgangast á 21. öldinni. Nú er lag. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að gæludýr bæta, kæta og hressa. Ísland er eftirbátur annarra landa hvað þetta varðar. Óbreytt fyrirkomulag er barn síns tíma; óþarft og til þess eins fallið að valda erfiðleikum og sársauka fyrir dýr og menn. Hundaræktarfélag Íslands fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir. Afmælisgjöfin ætti auðvitað að vera þeirra ósköp eðlilega krafa um að taka upp gæludýravegabréf líkt og gert er í löndunum í kringum okkur. Þetta er borðleggjandi dæmi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun