Niðursuðufita í skólpi veldur usla á Akranesi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Hreinsistöðin var formlega opnuð í maí í fyrra. Erfiðlega hefur gengið að halda henni gangandi sökum mikillar fitu frá matvælavinnslu. Mynd/Veitur Miklir erfiðleikar hafa verið á rekstri nýrrar skólphreinsistöðvar á Akranesi vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu í bænum og stíflar ítrekað hreinsibúnað stöðvarinnar. Stöðin var formlega opnuð fyrir tæpu ári. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands segir vandamálið vera fitu frá niðursuðuverksmiðjunni Akraborg. „Þvottavélarnar sem þvo úrganginn áður en hann er urðaður stíflast ítrekað af fitu,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, aðspurð um vandamálið sem vakin var athygli á í minnisblaði til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í upphafi mánaðarins. Þar er greint frá stöðu fráveitumála hjá Veitum og erfiðleikarnir á Akranesi sagðir komnir til „vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu á svæðinu“. Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, segir það ekkert leyndarmál að þessi mikla fita komi frá niðursuðuverksmiðju sem meðal annars vinni matvæli úr þorsklifur. „Þeir eru með rosalega feita vöru. Bæði að sjóða niður fisklifur og svo eru þeir með paté úr þorsklifur og það er ofboðslega mikil fita í fráveitunni frá svona fyrirtækjum.“ Helgi segir að með tilkomu nýju hreinsistöðvarinnar og mælinga sem þar eru gerðar hafi spjótin fljótt beinst að fyrirtækinu Akraborg sem er einn stærsti framleiðandi á niðursoðinni þorsklifur í heiminum. Helgi segir að fitugildra hafi verið til staðar þar en galli í fráveitu gerði meðal annars að verkum að úrgangur fór fram hjá gildrunni.Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna.„Þeir gerðu ráðstafanir í fyrra, settu upp hreinsibúnað, en þetta er samt of mikið. Mönnum ber reyndar ekki saman um hversu mikið, þeir gera sínar mælingar og Veitur sínar. En það er vitað að það kemur mikil fita frá þeim og þeir eru að vinna að úrbótum og reyna að finna lausn á þessu núna,“ segir Helgi. Ólöf segir almennt mikilvægt að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna. „Það er ekkert sem bendir til þess að íbúar á Akranesi gangi öðruvísi um fráveituna en aðrir á okkar starfssvæði. Allt of mikið er af rusli í fráveitukerfinu og á meðan við sjáum það þarf að halda áfram að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna.“ Nýja hreinsistöðin á Akranesi var formlega opnuð í maí 2018. Fyrir uppbyggingu fráveitunnar rann óhreinsað skólp út um átta meginútrásir, nálægt fjöruborði. Nú er skólpi veitt frá þessum útrásum og í hreinsistöð. Settir voru upp sex nýir dælubrunnar sem dæla skólpinu frá gömlu útrásunum í átt að hreinsistöðinni. Stöðin hreinsar öll gróf efni úr skólpinu auk þess að sía frá sand og fitu. Skólpinu er síðan dælt um hálfan annan kílómetra út í sjó en það sem safnast í sand- og fituskiljur stöðvarinnar er keyrt til urðunar. Akranes Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Miklir erfiðleikar hafa verið á rekstri nýrrar skólphreinsistöðvar á Akranesi vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu í bænum og stíflar ítrekað hreinsibúnað stöðvarinnar. Stöðin var formlega opnuð fyrir tæpu ári. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands segir vandamálið vera fitu frá niðursuðuverksmiðjunni Akraborg. „Þvottavélarnar sem þvo úrganginn áður en hann er urðaður stíflast ítrekað af fitu,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, aðspurð um vandamálið sem vakin var athygli á í minnisblaði til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í upphafi mánaðarins. Þar er greint frá stöðu fráveitumála hjá Veitum og erfiðleikarnir á Akranesi sagðir komnir til „vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu á svæðinu“. Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, segir það ekkert leyndarmál að þessi mikla fita komi frá niðursuðuverksmiðju sem meðal annars vinni matvæli úr þorsklifur. „Þeir eru með rosalega feita vöru. Bæði að sjóða niður fisklifur og svo eru þeir með paté úr þorsklifur og það er ofboðslega mikil fita í fráveitunni frá svona fyrirtækjum.“ Helgi segir að með tilkomu nýju hreinsistöðvarinnar og mælinga sem þar eru gerðar hafi spjótin fljótt beinst að fyrirtækinu Akraborg sem er einn stærsti framleiðandi á niðursoðinni þorsklifur í heiminum. Helgi segir að fitugildra hafi verið til staðar þar en galli í fráveitu gerði meðal annars að verkum að úrgangur fór fram hjá gildrunni.Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna.„Þeir gerðu ráðstafanir í fyrra, settu upp hreinsibúnað, en þetta er samt of mikið. Mönnum ber reyndar ekki saman um hversu mikið, þeir gera sínar mælingar og Veitur sínar. En það er vitað að það kemur mikil fita frá þeim og þeir eru að vinna að úrbótum og reyna að finna lausn á þessu núna,“ segir Helgi. Ólöf segir almennt mikilvægt að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna. „Það er ekkert sem bendir til þess að íbúar á Akranesi gangi öðruvísi um fráveituna en aðrir á okkar starfssvæði. Allt of mikið er af rusli í fráveitukerfinu og á meðan við sjáum það þarf að halda áfram að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna.“ Nýja hreinsistöðin á Akranesi var formlega opnuð í maí 2018. Fyrir uppbyggingu fráveitunnar rann óhreinsað skólp út um átta meginútrásir, nálægt fjöruborði. Nú er skólpi veitt frá þessum útrásum og í hreinsistöð. Settir voru upp sex nýir dælubrunnar sem dæla skólpinu frá gömlu útrásunum í átt að hreinsistöðinni. Stöðin hreinsar öll gróf efni úr skólpinu auk þess að sía frá sand og fitu. Skólpinu er síðan dælt um hálfan annan kílómetra út í sjó en það sem safnast í sand- og fituskiljur stöðvarinnar er keyrt til urðunar.
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira