Íslendingar regluglaðastir OECD þjóða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. apríl 2019 19:30 Íslendingar búa við flóknasta eftirlitsregluverk allra OECD-þjóða. Verkefnastjóri hjá OECD segir íslensk stjórnvöld hafa tilhneigingu til þess að ofregluvæða og segir fyrirkomulagið íþyngjandi fyrir efnahagslífið. Úttekt efnahags- og framfararstofnunar Evrópu, eða OECD, á eftirlitsreglum aðildarþjóða var kynnt á fundi um eftirlitsmenningu á Íslandi í morgun. Þar kemur fram að Íslendingar búa við flóknasta regluverkið. „Á öllum þessum sviðum, hverju einasta þeirra, að þá er miklu meira af regluverki á Íslandi, en annars staðar í OECD. Þetta er það hagkerfi í OECD þar sem regluverkið er mest," segir Ania Thiemann, verkefnisstjóri samkeppnismats OECD. Hún segir að svo flókið regluverk geti hamlað hagvexti. „Við höfum áþreifanlegar sannanir sem sýna okkur að eftir því sem hagkerfi er bundið af fleiri reglum, þeim mun afkastaminna er það. Við vitum af reynslunni að ef maður dregur úr stjórnunarbyrðinni og ef maður losnar við þunga reglusetningu, þá eykst framleiðni og til langframa eykst hagvöxtur," segir Ania. Stjórnvöld þurfi betur að áhrifunum áður en nýjar reglur séu settar. „Það sem við sjáum á Íslandi er tilhneiging til að setja of margar reglur og setja of marga staðla sem eru kannski ekki nauðsynlegir," segir hún. Verkefnastjóri á samkeppnishæfnissviði Samtaka atvinnulífsins telur að auka mætti skilvirkni með samþættingu. „Við erum til dæmis að eiga við tíu heilbrigðisumdæmi á Íslandi og hvert og eitt þeirra er stjórnvald sem fylgir sínum eigin reglum," segir Heiðrún Björk Gísladóttir. „Við höfum allavega lagt til að það verði í rauninni bara eitt heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sem myndi þá jafnvel taka yfir fleiri stofnanir, eins og Fiskistofu, allt matvælaeftirlit og Vinnueftirlitið þess vegna," segir Heiðrún. Efnahagsmál Stjórnsýsla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Íslendingar búa við flóknasta eftirlitsregluverk allra OECD-þjóða. Verkefnastjóri hjá OECD segir íslensk stjórnvöld hafa tilhneigingu til þess að ofregluvæða og segir fyrirkomulagið íþyngjandi fyrir efnahagslífið. Úttekt efnahags- og framfararstofnunar Evrópu, eða OECD, á eftirlitsreglum aðildarþjóða var kynnt á fundi um eftirlitsmenningu á Íslandi í morgun. Þar kemur fram að Íslendingar búa við flóknasta regluverkið. „Á öllum þessum sviðum, hverju einasta þeirra, að þá er miklu meira af regluverki á Íslandi, en annars staðar í OECD. Þetta er það hagkerfi í OECD þar sem regluverkið er mest," segir Ania Thiemann, verkefnisstjóri samkeppnismats OECD. Hún segir að svo flókið regluverk geti hamlað hagvexti. „Við höfum áþreifanlegar sannanir sem sýna okkur að eftir því sem hagkerfi er bundið af fleiri reglum, þeim mun afkastaminna er það. Við vitum af reynslunni að ef maður dregur úr stjórnunarbyrðinni og ef maður losnar við þunga reglusetningu, þá eykst framleiðni og til langframa eykst hagvöxtur," segir Ania. Stjórnvöld þurfi betur að áhrifunum áður en nýjar reglur séu settar. „Það sem við sjáum á Íslandi er tilhneiging til að setja of margar reglur og setja of marga staðla sem eru kannski ekki nauðsynlegir," segir hún. Verkefnastjóri á samkeppnishæfnissviði Samtaka atvinnulífsins telur að auka mætti skilvirkni með samþættingu. „Við erum til dæmis að eiga við tíu heilbrigðisumdæmi á Íslandi og hvert og eitt þeirra er stjórnvald sem fylgir sínum eigin reglum," segir Heiðrún Björk Gísladóttir. „Við höfum allavega lagt til að það verði í rauninni bara eitt heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sem myndi þá jafnvel taka yfir fleiri stofnanir, eins og Fiskistofu, allt matvælaeftirlit og Vinnueftirlitið þess vegna," segir Heiðrún.
Efnahagsmál Stjórnsýsla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira