Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 10:39 Hafísinn á Beringshafi hefur verið með minnsta móti í vetur sem hefur verið einstaklega hlýr í Alaska. AP/Marc Lester Óvenjuleg hlýindi í Alaska í vetur og byrjun vors leiddu til þess að mikilvægar ár þar þiðnuðu fyrr en nokkru sinni áður. Árnar eru mikilvægar samgönguæðar fyrir íbúa að vetri til og gleðjast þeir því lítt yfir snemmbúnu vori. Ísinn á Tanana-ánni, þverá Júkonfljóts, í borginni Nenana inni í miðju Alaska brotnaði endanlega upp skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Borgarbúar hafa veðjað um hvenær áin þiðnar í rúma öld og hefur það aldrei gerst nærri því eins snemma og í ár, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árið 1998 og 1940 gerðist það 20. apríl. Kuskokwim-áin í Bethel í suðvesturhluta Alaska þiðnaði á föstudag, rúmri viku fyrr en fyrra met. Að meðaltali hafi árnar hrist af sér ísinn um viku fyrr frá því á 7. áratugnum. Frumbyggjar á svæðinu nýta sér árnar til samgangna enda er vegasamgöngum ábótavant. Nú þegar árnar þiðna fyrr en áður þurfa íbúarnir að reiða sig í auknum mæli á dýrar flugsamgöngur. Ísinn er einnig orðin ótraustur fyrr en áður. Þannig fórust fjórir þegar farartæki þeirra féllu í gegnum ísinn á Kuskokwim-ánni í síðasta mánuði. Veturinn í Alaska var óvenjuhlýr og var útbreiðsla hafíss á Beringshafi í lægstu lægðum. Hitamet var slegið í ríkinu í mars og er það tengt þeim loftslagsbreytingum af völdum manna sem nú eiga sér stað á jörðinni. „Þetta er bara önnur vísbending um hvernig Alaska er að hlýna,“ segir Brian Brettschneider, loftslagsvísindamaður við Alþjóðlegu norðurskautsrannsóknamiðstöð Alaska-háskóla. Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Óvenjuleg hlýindi í Alaska í vetur og byrjun vors leiddu til þess að mikilvægar ár þar þiðnuðu fyrr en nokkru sinni áður. Árnar eru mikilvægar samgönguæðar fyrir íbúa að vetri til og gleðjast þeir því lítt yfir snemmbúnu vori. Ísinn á Tanana-ánni, þverá Júkonfljóts, í borginni Nenana inni í miðju Alaska brotnaði endanlega upp skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Borgarbúar hafa veðjað um hvenær áin þiðnar í rúma öld og hefur það aldrei gerst nærri því eins snemma og í ár, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árið 1998 og 1940 gerðist það 20. apríl. Kuskokwim-áin í Bethel í suðvesturhluta Alaska þiðnaði á föstudag, rúmri viku fyrr en fyrra met. Að meðaltali hafi árnar hrist af sér ísinn um viku fyrr frá því á 7. áratugnum. Frumbyggjar á svæðinu nýta sér árnar til samgangna enda er vegasamgöngum ábótavant. Nú þegar árnar þiðna fyrr en áður þurfa íbúarnir að reiða sig í auknum mæli á dýrar flugsamgöngur. Ísinn er einnig orðin ótraustur fyrr en áður. Þannig fórust fjórir þegar farartæki þeirra féllu í gegnum ísinn á Kuskokwim-ánni í síðasta mánuði. Veturinn í Alaska var óvenjuhlýr og var útbreiðsla hafíss á Beringshafi í lægstu lægðum. Hitamet var slegið í ríkinu í mars og er það tengt þeim loftslagsbreytingum af völdum manna sem nú eiga sér stað á jörðinni. „Þetta er bara önnur vísbending um hvernig Alaska er að hlýna,“ segir Brian Brettschneider, loftslagsvísindamaður við Alþjóðlegu norðurskautsrannsóknamiðstöð Alaska-háskóla.
Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58