Heimsmeistarinn í íssundi syndir í sjónum í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2019 19:45 Birna Hrönn Sigurjónsdóttir í Þorlákshöfn kallar ekki allt ömmu sína því hún elskar að synda í köldum sjó og ekki síst á svæðum þar sem klakar er. Birna Hrönn uppsker eins og hún sáir því hún er nýr heimsmeistari í íssundi eftir heimsmeistarakeppni í Múrmansk í Rússlandi, sem hún tók þátt í. Birna Hrönn er 46 ára Akureyringur en býr í dag í Þorlákshöfn og er að flytja á Selfoss. Hún er hörkunagli þegar kemur að sjósundi og að synda þar sem vatn er ískalt. Birna Hrönn gerði sér lítið fyrir að sigraði heimsmeistaramótið í íssundi, sem fór fram í Rússlandi um miðjan síðasta mánuð. Hún syndir reglulega í höfninni í Þorlákshöfn og fer létt með að kljúfa öldurnar þegar hún syndir skriðsund. Hitastigið er 3 til 4 gráður. Birna Hrönn segir geggjað að synda í höfninni, hún sé alltaf eins og ný eftir sundið. „Þetta gerist ekki betra, nema að það væri aðeins kaldara, aðstæðurnar eru alltaf frábærar í sjónum“, segir hún. Aðstæðurnar á heimsmeistaramótinu í Rússlandi voru mjög kaldar og erfiðar, töluvert frost úti og starfsmenn mótsins þurftu að veiða ísinn upp úr keppnislauginni með háfi áður en keppendur fengu að fara ofan í laugina. Vatnið í keppninni var mínus 0,4 stig en keppendur syntu þúsund metra í lauginni. Þegar Birn Hrönn er búin að synda í sjónum fer hún alltaf strax í sundlaugina í Þorlákshöfn og hlýjar sér þar í heita pottinum. Hún segir að það hafi verið frábært að keppa á heimsmeistaramótinu. „Ég er að glíma við áfallastreituröskun og kvíða og ef ég fer mjög reglulega í kalt þá minnkar kvíðinn rosalega mikið og ég fúnkera miklu betur í daglegu lífi“. Birna Hrönn syndir nokkrum sinnum í viku í sjónum í Þorlákshöfn og segir það vera hennar meðal gegn þeim kvíða, sem hún glímir við.Magnús HlynurBirna segist ekki finna neinn mun á sér eftir að hún varð heimsmeistari. „Nei, ég finn engan mun, það er kannski gaman að vera heimsmeistari því sportið vekur þá kannski meiri áhuga hjá fólki, þannig að fleiri komi í íssundið, það er leiðinlegt að vera eini Íslendingurinn. Hollenska liðið spurði mig til dæmis hvort ég ætlaði að koma út að borða með þeim eða hvort ég ætlaði að hanga með íslenska liðinu, ég var ein“, segir Birna og hlær. Birna Hrönn, nýkrýndur heimsmeistari í íssundi, hér stödd í heita pottinum í sundlauginni í Þorlákshöfn eftir góðan sundsprett í höfninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjósund Ölfus Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Birna Hrönn Sigurjónsdóttir í Þorlákshöfn kallar ekki allt ömmu sína því hún elskar að synda í köldum sjó og ekki síst á svæðum þar sem klakar er. Birna Hrönn uppsker eins og hún sáir því hún er nýr heimsmeistari í íssundi eftir heimsmeistarakeppni í Múrmansk í Rússlandi, sem hún tók þátt í. Birna Hrönn er 46 ára Akureyringur en býr í dag í Þorlákshöfn og er að flytja á Selfoss. Hún er hörkunagli þegar kemur að sjósundi og að synda þar sem vatn er ískalt. Birna Hrönn gerði sér lítið fyrir að sigraði heimsmeistaramótið í íssundi, sem fór fram í Rússlandi um miðjan síðasta mánuð. Hún syndir reglulega í höfninni í Þorlákshöfn og fer létt með að kljúfa öldurnar þegar hún syndir skriðsund. Hitastigið er 3 til 4 gráður. Birna Hrönn segir geggjað að synda í höfninni, hún sé alltaf eins og ný eftir sundið. „Þetta gerist ekki betra, nema að það væri aðeins kaldara, aðstæðurnar eru alltaf frábærar í sjónum“, segir hún. Aðstæðurnar á heimsmeistaramótinu í Rússlandi voru mjög kaldar og erfiðar, töluvert frost úti og starfsmenn mótsins þurftu að veiða ísinn upp úr keppnislauginni með háfi áður en keppendur fengu að fara ofan í laugina. Vatnið í keppninni var mínus 0,4 stig en keppendur syntu þúsund metra í lauginni. Þegar Birn Hrönn er búin að synda í sjónum fer hún alltaf strax í sundlaugina í Þorlákshöfn og hlýjar sér þar í heita pottinum. Hún segir að það hafi verið frábært að keppa á heimsmeistaramótinu. „Ég er að glíma við áfallastreituröskun og kvíða og ef ég fer mjög reglulega í kalt þá minnkar kvíðinn rosalega mikið og ég fúnkera miklu betur í daglegu lífi“. Birna Hrönn syndir nokkrum sinnum í viku í sjónum í Þorlákshöfn og segir það vera hennar meðal gegn þeim kvíða, sem hún glímir við.Magnús HlynurBirna segist ekki finna neinn mun á sér eftir að hún varð heimsmeistari. „Nei, ég finn engan mun, það er kannski gaman að vera heimsmeistari því sportið vekur þá kannski meiri áhuga hjá fólki, þannig að fleiri komi í íssundið, það er leiðinlegt að vera eini Íslendingurinn. Hollenska liðið spurði mig til dæmis hvort ég ætlaði að koma út að borða með þeim eða hvort ég ætlaði að hanga með íslenska liðinu, ég var ein“, segir Birna og hlær. Birna Hrönn, nýkrýndur heimsmeistari í íssundi, hér stödd í heita pottinum í sundlauginni í Þorlákshöfn eftir góðan sundsprett í höfninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sjósund Ölfus Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira