Fær skýrslu um starfsgetumat eftir páska Ari Brynjólfsson skrifar 13. apríl 2019 08:56 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fær afhenta skýrslu samráðshóps um endurskoðun almannatryggingakerfisins eftir páska. Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins. Hópurinn var skipaður fyrir ári og átti að skila tillögum síðasta haust um breytt framfærslukerfi almannatrygginga sem styður við markmið starfsgetumats. Á hópurinn að leggja til hvernig megi nýta þá 2,9 milljarða króna sem eru eyrnamerktir í kjarabætur handa örorkulífeyrisþegum. Vonir stóðu til að hægt væri að ná sem breiðastri sátt um fyrirkomulag almannatrygginga en það fór í uppnám í lok mars þegar Öryrkjabandalagið og Alþýðusambandið tilkynntu að þau myndu ekki skrifa undir skýrsluna. „Starfinu er lokið. Ég býst við að þetta verði með svipuðum hætti og þegar niðurstaða Pétursnefndarinnar lá fyrir, að ég sem formaður skili þessu starfi inn til ráðherra. Þá geta aðrir nefndarmenn líka sent inn erindi eins og þeim hentar,“ segir Guðmundur Páll. Hann bætti við að starf nefndarinnar hefði verið gott og að hlustað hefði verið á öll sjónarmið, vildi hann að öðru leyti ekki tjá sig um stöðuna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að sú vinna sem fór í breytt framfærslukerfi almannatrygginga hafi að miklu leyti verið góð en í ljósi þess að markmiðið sé að keyra í gegn starfsgetumatið þá geti ÖBÍ ekki skrifað undir skýrsluna. „Við höfum séð löndin í kringum okkur fara í kollsteypur þar sem starfsgetumatið hefur ekki verið að virka, í Noregi er verið að fara til baka,“ segir Þuríður Harpa. Meðal öryrkja ríkir lítið traust í garð stjórnvalda um að hér verði hægt að halda betur utan um starfsgetumat en í löndum á borð við Noreg. Hættan sé sú að öryrkjar þurfi að fara á atvinnuleysisbætur og lendi síðan í enn verri fátæktargildru. Ef það sé á endanum vilji stjórnvalda að taka það upp vill Þuríður Harpa að það verði gert í tilraunaskyni á minni hóp. „Ef ríkisstjórnin hefur svona miklar áhyggjur af ungu fólki þá gætu þau skoðað að beita þessu starfsgetumati á afmarkaðan hóp af ungu fólki. Sjá hvort þau geti haldið utan um þann hóp og sjá hvernig atvinnulífið bregst við.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fær afhenta skýrslu samráðshóps um endurskoðun almannatryggingakerfisins eftir páska. Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins. Hópurinn var skipaður fyrir ári og átti að skila tillögum síðasta haust um breytt framfærslukerfi almannatrygginga sem styður við markmið starfsgetumats. Á hópurinn að leggja til hvernig megi nýta þá 2,9 milljarða króna sem eru eyrnamerktir í kjarabætur handa örorkulífeyrisþegum. Vonir stóðu til að hægt væri að ná sem breiðastri sátt um fyrirkomulag almannatrygginga en það fór í uppnám í lok mars þegar Öryrkjabandalagið og Alþýðusambandið tilkynntu að þau myndu ekki skrifa undir skýrsluna. „Starfinu er lokið. Ég býst við að þetta verði með svipuðum hætti og þegar niðurstaða Pétursnefndarinnar lá fyrir, að ég sem formaður skili þessu starfi inn til ráðherra. Þá geta aðrir nefndarmenn líka sent inn erindi eins og þeim hentar,“ segir Guðmundur Páll. Hann bætti við að starf nefndarinnar hefði verið gott og að hlustað hefði verið á öll sjónarmið, vildi hann að öðru leyti ekki tjá sig um stöðuna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að sú vinna sem fór í breytt framfærslukerfi almannatrygginga hafi að miklu leyti verið góð en í ljósi þess að markmiðið sé að keyra í gegn starfsgetumatið þá geti ÖBÍ ekki skrifað undir skýrsluna. „Við höfum séð löndin í kringum okkur fara í kollsteypur þar sem starfsgetumatið hefur ekki verið að virka, í Noregi er verið að fara til baka,“ segir Þuríður Harpa. Meðal öryrkja ríkir lítið traust í garð stjórnvalda um að hér verði hægt að halda betur utan um starfsgetumat en í löndum á borð við Noreg. Hættan sé sú að öryrkjar þurfi að fara á atvinnuleysisbætur og lendi síðan í enn verri fátæktargildru. Ef það sé á endanum vilji stjórnvalda að taka það upp vill Þuríður Harpa að það verði gert í tilraunaskyni á minni hóp. „Ef ríkisstjórnin hefur svona miklar áhyggjur af ungu fólki þá gætu þau skoðað að beita þessu starfsgetumati á afmarkaðan hóp af ungu fólki. Sjá hvort þau geti haldið utan um þann hóp og sjá hvernig atvinnulífið bregst við.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira